Noregur: Allir í sóttkví sem ferðast utan Norðurlandanna Kjartan Kjartansson skrifar 12. mars 2020 14:16 Erna Solberg, forsætisráðherra, lýsir aðgerðunum í Noregi sem þeim umfangsmestu á friðartímum. Myndin er úr safni. Vísir/EPA Norska ríkisstjórnin kynnti nýjar og hertar aðgerðir til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í dag. Allir þeir sem hafa ferðast utan Norðurlandanna þurfa að fara í sóttkví við komuna til Noregs og þá verður skólum á öllum stigum lokað. Nýju tilmælin ná til allra þeirra sem hafa ferðast utan Norðurlandanna eftir 27. febrúar. Þeim er sagt að gangast undir fjórtán daga sóttkví eftir heimkomu til Noregs. Þá hvetja stjórnvöld almenning til þess að forðast óþarfa ferðalög. Heilbrigðisyfirvöld ákváðu einnig að loka öllum leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum, háskólum og öðrum menntastofnunum til þess að reyna að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Veikindaréttur fólks vegna barna verður aukinn til að bregðast við, að því er kemur fram í frétt norska ríkisútvarpsins NRK. Erna Solberg, forsætisráðherra, lýsti yfirvofandi aðgerðum sem þeim umfangsmestu á friðartímum í Noregi og að almennir borgarar ættu eftir að finna fyrir áhrifum þeirra í daglegu lífi sínu. Norðmönnum hefur verið ráðlagt að forðast almenningssamsöngur og staði þar sem fólk er í miklu návígi. „Ef við leggjum hart að okkur núna getum við slakað frekar á síðar,“ sagði Solberg sem varaði við því að norsk þjóðlíf ætti eftir að mjakast hægt næstu dagana. „Það er afar mikilvægt að fólk fylgi þessum tilmælum. Ef við ætlum að hafa hemil á þessu verða allir að leggja hönd á plóg,“ sagði ráðherrann. Samkomubanni hefur jafnframt verið komið á. Þannig verður fjöldi viðburða og samkoma nú bannaður. Þannig verða menningarviðburðir, íþróttaviðburðir og iðkun, starfsemi veitingastaða nema þeirra sem geta tryggt að minnsta kosti metra bil á milli gesta, starfsemi líkamsræktarstöðva, snyrti- og nuddstofa og sundlauga bönnuð tímabundið. Noregur Wuhan-veiran Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Norska ríkisstjórnin kynnti nýjar og hertar aðgerðir til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í dag. Allir þeir sem hafa ferðast utan Norðurlandanna þurfa að fara í sóttkví við komuna til Noregs og þá verður skólum á öllum stigum lokað. Nýju tilmælin ná til allra þeirra sem hafa ferðast utan Norðurlandanna eftir 27. febrúar. Þeim er sagt að gangast undir fjórtán daga sóttkví eftir heimkomu til Noregs. Þá hvetja stjórnvöld almenning til þess að forðast óþarfa ferðalög. Heilbrigðisyfirvöld ákváðu einnig að loka öllum leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum, háskólum og öðrum menntastofnunum til þess að reyna að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Veikindaréttur fólks vegna barna verður aukinn til að bregðast við, að því er kemur fram í frétt norska ríkisútvarpsins NRK. Erna Solberg, forsætisráðherra, lýsti yfirvofandi aðgerðum sem þeim umfangsmestu á friðartímum í Noregi og að almennir borgarar ættu eftir að finna fyrir áhrifum þeirra í daglegu lífi sínu. Norðmönnum hefur verið ráðlagt að forðast almenningssamsöngur og staði þar sem fólk er í miklu návígi. „Ef við leggjum hart að okkur núna getum við slakað frekar á síðar,“ sagði Solberg sem varaði við því að norsk þjóðlíf ætti eftir að mjakast hægt næstu dagana. „Það er afar mikilvægt að fólk fylgi þessum tilmælum. Ef við ætlum að hafa hemil á þessu verða allir að leggja hönd á plóg,“ sagði ráðherrann. Samkomubanni hefur jafnframt verið komið á. Þannig verður fjöldi viðburða og samkoma nú bannaður. Þannig verða menningarviðburðir, íþróttaviðburðir og iðkun, starfsemi veitingastaða nema þeirra sem geta tryggt að minnsta kosti metra bil á milli gesta, starfsemi líkamsræktarstöðva, snyrti- og nuddstofa og sundlauga bönnuð tímabundið.
Noregur Wuhan-veiran Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira