Aukið brottkast en engir auka fjármunir til Fiskistofu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. maí 2020 12:30 Fiskistofa hefur ekki hlotið aukið fjármagn. Vísir/Gíslason Fiskistofa hefur enn ekki fengið aukið fjármagn til að sinna eftirliti með brottkasti þrátt fyrir að Ríkisendurskoðun hafi fyrir einu og hálfu ári bent á að eftirlitið væri veikburða og nauðsynlegt væri að styrkja það. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að brottkast hafi aukist síðustu ár. Fram kom í fréttum RÚV í apríl að skuttogarinn Múlaberg í eigu útgerðarfélagsins Ramma á Siglufirði hafi verið sviptur veiðileyfi í tvær vikur vegna brottkasts. Skipstjórinn fullyrti þar að þetta hafi aðeins verið nokkrir fiskar. Fiskistofa hefur 6 leiðir til að taka á brottkasti og er svipting veiðileyfis næst mesta refsingin hjá stofnuninni. Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir er sviðsstjóri veiðieftirlitssviðs Fiskistofu. Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir er sviðsstjóri hjá Fiskistofu. „Skipið Múlaberg var svipt veiðileyfi í tvær vikur og voru þessi brot meiriháttar og ákvörðunin byggir á að töluvert mörgum fisktegundum hafi verið kastað í sjóinn,“ segir Áslaug. Hún segir að þorskur hafi verið meðal þeirra tegunda sem kastað var fyrir borð. Ríkisendurskoðun benti á í desember 2018 að eftirlit með brottkasti væri ófullnægjandi og mikilvægt væri að styrkja Fiskistofu. Áslaug segir að enn hafi ekki meira fjármagni verið veitt til eftirlitsins. „Fiskistofa hefur ekki fengið meiri fjárheimildir til að setja meiri kraft í eftirlit með brottkasti. Stutta svarið er að gögn benda til að brottkastið sé að aukast. við sjáum það til dæmis í brotaskýrslum um brottkast frá árinu 2018. Við erum líka í samstarfi við Hafró í brottkastsverkefni og þar má sjá aukningu milli ára en Hafró birtir þær niðurstöður.“ Í kjölfar úttektar Ríkisendurskoðunar árið 2018 var skipaður starfshópur sem á að skila tillögum um Fiskistofu þær hafa enn þá ekki komið fram. Stjórnsýsla Sjávarútvegur Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Fiskistofa hefur enn ekki fengið aukið fjármagn til að sinna eftirliti með brottkasti þrátt fyrir að Ríkisendurskoðun hafi fyrir einu og hálfu ári bent á að eftirlitið væri veikburða og nauðsynlegt væri að styrkja það. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að brottkast hafi aukist síðustu ár. Fram kom í fréttum RÚV í apríl að skuttogarinn Múlaberg í eigu útgerðarfélagsins Ramma á Siglufirði hafi verið sviptur veiðileyfi í tvær vikur vegna brottkasts. Skipstjórinn fullyrti þar að þetta hafi aðeins verið nokkrir fiskar. Fiskistofa hefur 6 leiðir til að taka á brottkasti og er svipting veiðileyfis næst mesta refsingin hjá stofnuninni. Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir er sviðsstjóri veiðieftirlitssviðs Fiskistofu. Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir er sviðsstjóri hjá Fiskistofu. „Skipið Múlaberg var svipt veiðileyfi í tvær vikur og voru þessi brot meiriháttar og ákvörðunin byggir á að töluvert mörgum fisktegundum hafi verið kastað í sjóinn,“ segir Áslaug. Hún segir að þorskur hafi verið meðal þeirra tegunda sem kastað var fyrir borð. Ríkisendurskoðun benti á í desember 2018 að eftirlit með brottkasti væri ófullnægjandi og mikilvægt væri að styrkja Fiskistofu. Áslaug segir að enn hafi ekki meira fjármagni verið veitt til eftirlitsins. „Fiskistofa hefur ekki fengið meiri fjárheimildir til að setja meiri kraft í eftirlit með brottkasti. Stutta svarið er að gögn benda til að brottkastið sé að aukast. við sjáum það til dæmis í brotaskýrslum um brottkast frá árinu 2018. Við erum líka í samstarfi við Hafró í brottkastsverkefni og þar má sjá aukningu milli ára en Hafró birtir þær niðurstöður.“ Í kjölfar úttektar Ríkisendurskoðunar árið 2018 var skipaður starfshópur sem á að skila tillögum um Fiskistofu þær hafa enn þá ekki komið fram.
Stjórnsýsla Sjávarútvegur Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira