Real Madrid hefur sent alla leikmenn félagsins heim í sóttkví eftir að einn leikmaður körfuboltaliðs félagsins er smitaður af kórónuveirunni.
Leikmenn knattspyrnuliðsins voru sendir heim af æfingu eftir að fréttist af jákvæðu sýni körfuboltamannsins.
Real Madrid sent home from training after coronavirus outbreakhttps://t.co/RvC5i8JPGS
— Mirror Football (@MirrorFootball) March 12, 2020
Það þykir nú mjög ólíklegt að leikur Real Madrid á móti Eibar fari fram en hann átti að vera annað kvöld.
Real Madrid mætir síðan liði Manchester City í Meistaradeildinni á Ethiad leikvanginum í Manchester í næstu viku.
Samkvæmt fréttum frá Spáni þá hafa allir leikmenn og starfsmenn Real Madrid verið settir í fimmtán daga sóttkví.