Björg Ólavía Ólafsdóttir konan sem lögregla hefur leitað að er komin fram. Hún fannst í bíl sínum í vesturbæ Kópavogs um ellefuleytið heil á húfi að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Ekkert hafði spurst til Bjargar Ólavíu síðan á mánudag og hafði lögregla óskað eftir aðstoð almennings við að hafa uppi á henni. Lögreglan þakkar fyrir veitta aðstoð.