Lilja og Guðni afboða sig á Íslensku tónlistarverðlaunin vegna veirunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. mars 2020 18:32 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Vísir/vilhelm Hvorki forseti Íslands né menntamálaráðherra munu mæta á Íslensku tónlistarverðlaunin sem veitt verða við hátíðlega athöfn í kvöld. Til stóð að þau yrðu bæði viðstödd verðlaunaafhendinguna en þau hafa afþakkað boðið vegna kórónuveirunnar, að því er fram kemur í svörum þeirra við fyrirspurnum fréttastofu. Íslensku tónlistarverðlaunin verða veitt í Hörpu í kvöld og hefst athöfnin klukkan 18:30. Verðlaunahátíðin hefur ekki verið blásin af vegna veirunnar líkt og fjölmargar fjöldasamkomur undanfarna daga en skipuleggjendur biðja viðstadda um að sýna ítrustu varkárni og fylgja tilmælum sóttvarnalæknis um snertingu og handþvott. Gert var ráð fyrir að bæði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands myndu mæta á tónlistarverðlaunin í kvöld. Fréttastofa sendi ráðuneytinu og forsetaritara fyrirspurn um hvort enn stæði til að Lilja og Guðni yrðu viðstödd í ljósi faraldurs kórónuveirunnar sem hér geisar. Í svari mennta- og menningarmálaráðuneytisins segir að Lilja muni ekki taka þátt í hátíðinni í ár vegna „þeirrar óvissu sem uppi er í tengslum við COVID-19“. Þá hafi skipuleggjendur verið upplýstir um þá ákvörðun fyrir hádegi í dag. Í svari forseta segir að síðustu daga hafi fjölmörgum viðburðum, sem honum hafi verið boðið á og ætlað að sækja, verið frestað eða aflýst. Skipuleggjendur þessara viðburða hafi þannig sýnt í verki samfélagslega ábyrgð. „Af virðingu við þá erfiðu en lofsverðu afstöðu ákvað ég að þiggja ekki boð um að vera við afhendingu Íslensku tónlistarverðlaunanna í kvöld. Þeir, sem að þeim standa, vita að sú ákvörðun hefur engin áhrif á viðburðinn sjálfan og óska ég þeim, gestum og verðlaunahöfum alls velfarnaðar.“ Líkt og áður segir hefur fjölmörgum viðburðum verið frestað eða aflýst síðustu daga vegna kórónuveirunnar. Yfirvöld hafa ekki komið á samkomubanni hér á landi en í tilkynningu frá almannavörnum í dag kom þó fram að ekki sé útilokað að gripið verði til slíkra aðgerða til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar. Íslensku tónlistarverðlaunin Wuhan-veiran Forseti Íslands Tengdar fréttir Samkomubann í San Francisco og Warriors leikur væntanlega fyrir luktum dyrum Allar líkur eru á því að Golden State Warriors muni leika fyrir luktum dyrum í næstu heimaleikjum sínum vegna kórónuveirunnar en ESPN greinir frá þessu. 11. mars 2020 17:22 Hafa fundað leynilega vegna kórónuveirunnar síðan í janúar Leynd sem ríkt hefur yfir fundum bandarískra yfirvalda vegna útbreiðslu kórónuveirunnar er talin hafa gert viðbrögð við henni erfiðari en ella. 11. mars 2020 18:16 Segir ekkert benda til þess að veiran smitist í lofti Sóttvarnalæknir segir tvær meginsmitleiðir COVID-19 veirunnar vera dropasmit og snertismit. 11. mars 2020 17:43 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Hvorki forseti Íslands né menntamálaráðherra munu mæta á Íslensku tónlistarverðlaunin sem veitt verða við hátíðlega athöfn í kvöld. Til stóð að þau yrðu bæði viðstödd verðlaunaafhendinguna en þau hafa afþakkað boðið vegna kórónuveirunnar, að því er fram kemur í svörum þeirra við fyrirspurnum fréttastofu. Íslensku tónlistarverðlaunin verða veitt í Hörpu í kvöld og hefst athöfnin klukkan 18:30. Verðlaunahátíðin hefur ekki verið blásin af vegna veirunnar líkt og fjölmargar fjöldasamkomur undanfarna daga en skipuleggjendur biðja viðstadda um að sýna ítrustu varkárni og fylgja tilmælum sóttvarnalæknis um snertingu og handþvott. Gert var ráð fyrir að bæði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands myndu mæta á tónlistarverðlaunin í kvöld. Fréttastofa sendi ráðuneytinu og forsetaritara fyrirspurn um hvort enn stæði til að Lilja og Guðni yrðu viðstödd í ljósi faraldurs kórónuveirunnar sem hér geisar. Í svari mennta- og menningarmálaráðuneytisins segir að Lilja muni ekki taka þátt í hátíðinni í ár vegna „þeirrar óvissu sem uppi er í tengslum við COVID-19“. Þá hafi skipuleggjendur verið upplýstir um þá ákvörðun fyrir hádegi í dag. Í svari forseta segir að síðustu daga hafi fjölmörgum viðburðum, sem honum hafi verið boðið á og ætlað að sækja, verið frestað eða aflýst. Skipuleggjendur þessara viðburða hafi þannig sýnt í verki samfélagslega ábyrgð. „Af virðingu við þá erfiðu en lofsverðu afstöðu ákvað ég að þiggja ekki boð um að vera við afhendingu Íslensku tónlistarverðlaunanna í kvöld. Þeir, sem að þeim standa, vita að sú ákvörðun hefur engin áhrif á viðburðinn sjálfan og óska ég þeim, gestum og verðlaunahöfum alls velfarnaðar.“ Líkt og áður segir hefur fjölmörgum viðburðum verið frestað eða aflýst síðustu daga vegna kórónuveirunnar. Yfirvöld hafa ekki komið á samkomubanni hér á landi en í tilkynningu frá almannavörnum í dag kom þó fram að ekki sé útilokað að gripið verði til slíkra aðgerða til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar.
Íslensku tónlistarverðlaunin Wuhan-veiran Forseti Íslands Tengdar fréttir Samkomubann í San Francisco og Warriors leikur væntanlega fyrir luktum dyrum Allar líkur eru á því að Golden State Warriors muni leika fyrir luktum dyrum í næstu heimaleikjum sínum vegna kórónuveirunnar en ESPN greinir frá þessu. 11. mars 2020 17:22 Hafa fundað leynilega vegna kórónuveirunnar síðan í janúar Leynd sem ríkt hefur yfir fundum bandarískra yfirvalda vegna útbreiðslu kórónuveirunnar er talin hafa gert viðbrögð við henni erfiðari en ella. 11. mars 2020 18:16 Segir ekkert benda til þess að veiran smitist í lofti Sóttvarnalæknir segir tvær meginsmitleiðir COVID-19 veirunnar vera dropasmit og snertismit. 11. mars 2020 17:43 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Samkomubann í San Francisco og Warriors leikur væntanlega fyrir luktum dyrum Allar líkur eru á því að Golden State Warriors muni leika fyrir luktum dyrum í næstu heimaleikjum sínum vegna kórónuveirunnar en ESPN greinir frá þessu. 11. mars 2020 17:22
Hafa fundað leynilega vegna kórónuveirunnar síðan í janúar Leynd sem ríkt hefur yfir fundum bandarískra yfirvalda vegna útbreiðslu kórónuveirunnar er talin hafa gert viðbrögð við henni erfiðari en ella. 11. mars 2020 18:16
Segir ekkert benda til þess að veiran smitist í lofti Sóttvarnalæknir segir tvær meginsmitleiðir COVID-19 veirunnar vera dropasmit og snertismit. 11. mars 2020 17:43