Náði nær allri eftirför steypubílsins eftir Sæbrautinni á myndband Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. mars 2020 17:47 Lögregluþjónar við steypubílinn hjá Kleppsvegi í dag. Vísir/vilhelm Ekki hefur enn náðst að ræða við manninn sem stal steypubíl í miðbæ Reykjavíkur í morgun. Til stendur að yfirheyra hann seint í kvöld. Fjölmörg myndbönd náðust af atvikinu í dag og einn sjónarvottur náði nær allri eftirför lögreglu eftir Sæbrautinni á myndband, sem sjá má neðar í fréttinni. Málið vakti mikla athygli í morgun. Atburðarásin liggur nokkuð ljóst fyrir, að sögn Guðmundar Páls Jónssonar lögreglufulltrúa hjá lögreglufnni á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn var undir áhrifum þegar hann stal steypubílnum, fullum af steypu, á byggingasvæði við Vitastíg á tíunda tímanum í morgun. Ferðalag steypubílsins í morgun sést hér á korti.Vísir/Hjalti Því næst ók maðurinn niður Laugaveg, Bankastræti og Lækjargötu og næst sem leið lá eftir Sæbrautinni. Fjölmennt lögreglulið veitti manninum eftirför og áttu gangandi vegfarendur fótum sínum fjör að launa. För mannsins var loks stöðvuð við Kleppsveg, hann stökk þá út úr bílnum og lögreglumenn eltu hann uppi og handtóku hann. Einn sjónarvottur fylgdi lögreglu eftir nær endilangri Sæbrautinni er hún veitti steypubílnum eftirför og náði herlegheitunum á myndband. Myndbandið, sem sjá má hér fyrir neðan, hefst rétt áður en ökumaður steypubílsins sveigir af akbrautinni, yfir umferðareyju og loks upp á göngustíg við sjóinn. Upptökunni lýkur ekki fyrr en ökumaðurinn stöðvar bílinn við Kleppsveg. Guðmundur Páll segir í samtali við Vísi nú síðdegis að til standi að taka skýrslu af manninum í kvöld, líklega fremur seint. Það hafi ekki náðst í dag vegna ástands mannsins, sem var undir áhrifum líkt og áður segir. Mikil mildi þykir að enginn hafi slasast í dag. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Gangandi vegfarendur áttu fótum sínum fjör að launa undan steypubílnum Gríðarleg hætta skapaðist í miðbæ Reykjavíkur og á Sæbrautinni á tíunda tímanum í morgun eftir að maður, sem var undir áhrifum efna eða lyfja, stal steypubíl, fullum af steypu, af byggingasvæði við Vitastíg. 11. mars 2020 11:45 Steypubíll eltur af lögreglu á Sæbraut Lögreglan veitti steypubíl eftirför í Reykjavík í dag. Mikil hætta skapaðist þegar bíllinn ók á móti umferð. 11. mars 2020 08:37 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira
Ekki hefur enn náðst að ræða við manninn sem stal steypubíl í miðbæ Reykjavíkur í morgun. Til stendur að yfirheyra hann seint í kvöld. Fjölmörg myndbönd náðust af atvikinu í dag og einn sjónarvottur náði nær allri eftirför lögreglu eftir Sæbrautinni á myndband, sem sjá má neðar í fréttinni. Málið vakti mikla athygli í morgun. Atburðarásin liggur nokkuð ljóst fyrir, að sögn Guðmundar Páls Jónssonar lögreglufulltrúa hjá lögreglufnni á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn var undir áhrifum þegar hann stal steypubílnum, fullum af steypu, á byggingasvæði við Vitastíg á tíunda tímanum í morgun. Ferðalag steypubílsins í morgun sést hér á korti.Vísir/Hjalti Því næst ók maðurinn niður Laugaveg, Bankastræti og Lækjargötu og næst sem leið lá eftir Sæbrautinni. Fjölmennt lögreglulið veitti manninum eftirför og áttu gangandi vegfarendur fótum sínum fjör að launa. För mannsins var loks stöðvuð við Kleppsveg, hann stökk þá út úr bílnum og lögreglumenn eltu hann uppi og handtóku hann. Einn sjónarvottur fylgdi lögreglu eftir nær endilangri Sæbrautinni er hún veitti steypubílnum eftirför og náði herlegheitunum á myndband. Myndbandið, sem sjá má hér fyrir neðan, hefst rétt áður en ökumaður steypubílsins sveigir af akbrautinni, yfir umferðareyju og loks upp á göngustíg við sjóinn. Upptökunni lýkur ekki fyrr en ökumaðurinn stöðvar bílinn við Kleppsveg. Guðmundur Páll segir í samtali við Vísi nú síðdegis að til standi að taka skýrslu af manninum í kvöld, líklega fremur seint. Það hafi ekki náðst í dag vegna ástands mannsins, sem var undir áhrifum líkt og áður segir. Mikil mildi þykir að enginn hafi slasast í dag.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Gangandi vegfarendur áttu fótum sínum fjör að launa undan steypubílnum Gríðarleg hætta skapaðist í miðbæ Reykjavíkur og á Sæbrautinni á tíunda tímanum í morgun eftir að maður, sem var undir áhrifum efna eða lyfja, stal steypubíl, fullum af steypu, af byggingasvæði við Vitastíg. 11. mars 2020 11:45 Steypubíll eltur af lögreglu á Sæbraut Lögreglan veitti steypubíl eftirför í Reykjavík í dag. Mikil hætta skapaðist þegar bíllinn ók á móti umferð. 11. mars 2020 08:37 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira
Gangandi vegfarendur áttu fótum sínum fjör að launa undan steypubílnum Gríðarleg hætta skapaðist í miðbæ Reykjavíkur og á Sæbrautinni á tíunda tímanum í morgun eftir að maður, sem var undir áhrifum efna eða lyfja, stal steypubíl, fullum af steypu, af byggingasvæði við Vitastíg. 11. mars 2020 11:45
Steypubíll eltur af lögreglu á Sæbraut Lögreglan veitti steypubíl eftirför í Reykjavík í dag. Mikil hætta skapaðist þegar bíllinn ók á móti umferð. 11. mars 2020 08:37