Böðvar Reynisson, betur þekktur sem Böddi í Dalton, gaf á dögunum út sitt fyrsta lag eftir tíu ára hlé. Lagið ber heiti Þessi tár en Böddi gaf síðast út sólóplötu árið 2009.
Það er Kristina Bærendsen sem syngur með Bödda í laginu.
„Það lenda allir í áföllum á lífsleiðinni, og okkur gengur misvel að vinna úr þeim áföllum. En eins og Eyþór sonur minn orðaði það svo snyrtilega í sinni túlkun á textanum, þá getur maður næstum allt ef maður trúir á sjálfan sig,“ segir Böddi.
Hér að neðan má hlusta á nýja lagið frá Bödda.