„Rangfærslur og vangaveltur“ sem eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum Sylvía Hall skrifar 21. maí 2020 21:13 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair. Vísir/Egill Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir marga starfsmenn hafa óskað eftir upplýsingum um síðasta tilboð félagsins í viðræðum þess við Flugfreyjufélag Íslands. Hann og samninganefndin hafi orðið vör við rangfærslur og vangaveltur í fjölmiðlum og víðar sem eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Þetta kemur fram í bréfi Boga til starfsfólks nú í kvöld. Þar fer hann yfir „helstu staðreyndir“ sem hann segir vera í samræmi við stefnu félagsins um góða upplýsingagjöf til samstarfsfólks. Í fyrsta lagi tekur Bogi það fram að Icelandair hafi ekki átt í viðræðum við önnur stéttarfélög flugfreyja og flugþjóna en Flugfreyjufélag Íslands. Orðrómur þess efnis komst á kreik fyrr í vikunni eftir fréttir þess efnis á forsíðum beggja dagblaða landsins. Í öðru lagi segir Bogi tilboðið sem lagt var fram nú síðast vera ólíkt því sem lagt var fram í síðustu viku. Þær breytingar sem séu í nýjasta tilboðinu séu launahækkanir fyrir alla við undirritun samnings, 12,1% hækkun lægstu launa og vegin meðaltalshækkun fyrir allan hópinn upp á 5,7%. Launin hækki þó ekki 2021 og 2022 en árið 2023 muni þau hækka í takt við launaþróun á íslenskum vinnumarkaði frá undirritun samningsins. Þá verði launaflokkur FAC felldur niður og B-taflan muni eiga við um alla sem ekki eru í launaflokki FAA eða FAD. Í nýjasta samningstilboðinu er jafnframt kveðið á um eitt og hálft helgarfrí í hverjum mánuði í stað eins og flugtímahámark verði 85 og launatrygging 75 í stað 78. Þá verði tryggt að hlutfall lausráðinna sé aldrei hærra en 30% yfir vetrartímann og því þurfi að fastráða eftir tiltekinn tíma. Að minnsta kosti tveir verða að vera um borð sem hafa yfir tólf mánaða starfsaldur. Möguleiki á fleiri fríum en aukið vinnuframlag Í bréfinu segir jafnframt að greiðsla fyrir rauða daga hafi verið hækkuð, hvíld eftir Ameríkuflug aukin og aukið framboð af hlutastörfum eftir þriggja ára starf. Tilboðið hafi falið í sér jákvæðar breytingar fyrir stéttina; betri afsláttamiðakjör, einn auka frídag yfir sumarið og möguleika á fleiri helgarfríum yfir vetrartímann með tilkomu afleysingastarfa. Þá hafi mörg grundvallarréttindi í kjarasamningnum haldist óbreytt, til að mynda „einn sterkasti veikindaréttur sem þekkist á Íslandi“ líkt og segir í bréfinu. Bogi segir vissulega vera kröfu um aukið vinnuframlag og með því færist vinnuframlagið nær því sem þekkist hjá öðrum flugfélögum. Laun og réttindi séu þó áfram þau bestu sem þekkist í starfinu á heimsvísu. Félagið sé ekki að varpa ábyrgð á flugfreyjur Í bréfinu segir Bogi margt í umræðu undanfarinna daga vera til þess fallið að skapa tortryggni í garð Icelandair og sumt sé í besta falli misskilningur. Það eina sem Icelandair vilji er að greina starfsfólki sínu frá þeirri erfiðu stöðu sem félagið sé í. „Það er okkur mjög verðmætt að félagið verði áfram góður vinnustaður fyrir flugfreyjur og flugþjóna. En við verðum að leiðrétta það sem ranglega hefur verið haldið fram,“ skrifar Bogi og bætir við að samninganefndin sé tilbúin að sýna hverjum sem er úr stéttinni umrætt samningstilboð í heild sinni. Þá segir hann mikilvægt að árétta að enginn sé að færa ábyrgðina á ástandinu á flugfreyjur eða flugþjóna. Kórónuveirufaraldurinn hafi einfaldlega gert það að verkum að flugrekstur verði aldrei samur. „Icelandair státar af langri sögu og frábæru starfsfólki og það eina sem vakir fyrir félaginu í þessu ferli er að tryggja framtíð þessa einstaka fyrirtækis. Samþykkt samninga á þeim nótum sem síðasta tilboð Icelandair byggir á væri mikilvægt skref í þá átt.“ Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Mikilvægt að samningar náist við flugfreyjur fyrir hlutafjárútboð Afar mikilvægt er að Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands nái samningum fyrir fyrirhugað hlutafjárútboð félagsins að mati greinenda 21. maí 2020 14:45 Lokatilboðið ekkert lággjaldaflugfélagstilboð að sögn Boga Forstjóri Icelandair Group segir að lokatilboð félagsins til FFÍ hefði fært flugfélagið nær keppinautum sínum á Norðurlöndum, eins og SAS og Finnair. Starfskjör flugliða væru áfram með þeim bestu á Vesturlöndum. 20. maí 2020 17:03 Ósáttar flugfreyjur láta ekki beygja sig í duftið Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ) lýsir yfir miklum vonbrigðum með það sem félagið lýsir sem einarðri og óbilgjarnri afstöðu Icelandair í árangurslausu samningaviðræðum sem staðið hafa yfir milli aðila síðustu vikur. Samningaviðræðum var slitið í dag og nýr fundur ekki í sjónmáli. 20. maí 2020 16:49 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir marga starfsmenn hafa óskað eftir upplýsingum um síðasta tilboð félagsins í viðræðum þess við Flugfreyjufélag Íslands. Hann og samninganefndin hafi orðið vör við rangfærslur og vangaveltur í fjölmiðlum og víðar sem eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Þetta kemur fram í bréfi Boga til starfsfólks nú í kvöld. Þar fer hann yfir „helstu staðreyndir“ sem hann segir vera í samræmi við stefnu félagsins um góða upplýsingagjöf til samstarfsfólks. Í fyrsta lagi tekur Bogi það fram að Icelandair hafi ekki átt í viðræðum við önnur stéttarfélög flugfreyja og flugþjóna en Flugfreyjufélag Íslands. Orðrómur þess efnis komst á kreik fyrr í vikunni eftir fréttir þess efnis á forsíðum beggja dagblaða landsins. Í öðru lagi segir Bogi tilboðið sem lagt var fram nú síðast vera ólíkt því sem lagt var fram í síðustu viku. Þær breytingar sem séu í nýjasta tilboðinu séu launahækkanir fyrir alla við undirritun samnings, 12,1% hækkun lægstu launa og vegin meðaltalshækkun fyrir allan hópinn upp á 5,7%. Launin hækki þó ekki 2021 og 2022 en árið 2023 muni þau hækka í takt við launaþróun á íslenskum vinnumarkaði frá undirritun samningsins. Þá verði launaflokkur FAC felldur niður og B-taflan muni eiga við um alla sem ekki eru í launaflokki FAA eða FAD. Í nýjasta samningstilboðinu er jafnframt kveðið á um eitt og hálft helgarfrí í hverjum mánuði í stað eins og flugtímahámark verði 85 og launatrygging 75 í stað 78. Þá verði tryggt að hlutfall lausráðinna sé aldrei hærra en 30% yfir vetrartímann og því þurfi að fastráða eftir tiltekinn tíma. Að minnsta kosti tveir verða að vera um borð sem hafa yfir tólf mánaða starfsaldur. Möguleiki á fleiri fríum en aukið vinnuframlag Í bréfinu segir jafnframt að greiðsla fyrir rauða daga hafi verið hækkuð, hvíld eftir Ameríkuflug aukin og aukið framboð af hlutastörfum eftir þriggja ára starf. Tilboðið hafi falið í sér jákvæðar breytingar fyrir stéttina; betri afsláttamiðakjör, einn auka frídag yfir sumarið og möguleika á fleiri helgarfríum yfir vetrartímann með tilkomu afleysingastarfa. Þá hafi mörg grundvallarréttindi í kjarasamningnum haldist óbreytt, til að mynda „einn sterkasti veikindaréttur sem þekkist á Íslandi“ líkt og segir í bréfinu. Bogi segir vissulega vera kröfu um aukið vinnuframlag og með því færist vinnuframlagið nær því sem þekkist hjá öðrum flugfélögum. Laun og réttindi séu þó áfram þau bestu sem þekkist í starfinu á heimsvísu. Félagið sé ekki að varpa ábyrgð á flugfreyjur Í bréfinu segir Bogi margt í umræðu undanfarinna daga vera til þess fallið að skapa tortryggni í garð Icelandair og sumt sé í besta falli misskilningur. Það eina sem Icelandair vilji er að greina starfsfólki sínu frá þeirri erfiðu stöðu sem félagið sé í. „Það er okkur mjög verðmætt að félagið verði áfram góður vinnustaður fyrir flugfreyjur og flugþjóna. En við verðum að leiðrétta það sem ranglega hefur verið haldið fram,“ skrifar Bogi og bætir við að samninganefndin sé tilbúin að sýna hverjum sem er úr stéttinni umrætt samningstilboð í heild sinni. Þá segir hann mikilvægt að árétta að enginn sé að færa ábyrgðina á ástandinu á flugfreyjur eða flugþjóna. Kórónuveirufaraldurinn hafi einfaldlega gert það að verkum að flugrekstur verði aldrei samur. „Icelandair státar af langri sögu og frábæru starfsfólki og það eina sem vakir fyrir félaginu í þessu ferli er að tryggja framtíð þessa einstaka fyrirtækis. Samþykkt samninga á þeim nótum sem síðasta tilboð Icelandair byggir á væri mikilvægt skref í þá átt.“
Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Mikilvægt að samningar náist við flugfreyjur fyrir hlutafjárútboð Afar mikilvægt er að Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands nái samningum fyrir fyrirhugað hlutafjárútboð félagsins að mati greinenda 21. maí 2020 14:45 Lokatilboðið ekkert lággjaldaflugfélagstilboð að sögn Boga Forstjóri Icelandair Group segir að lokatilboð félagsins til FFÍ hefði fært flugfélagið nær keppinautum sínum á Norðurlöndum, eins og SAS og Finnair. Starfskjör flugliða væru áfram með þeim bestu á Vesturlöndum. 20. maí 2020 17:03 Ósáttar flugfreyjur láta ekki beygja sig í duftið Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ) lýsir yfir miklum vonbrigðum með það sem félagið lýsir sem einarðri og óbilgjarnri afstöðu Icelandair í árangurslausu samningaviðræðum sem staðið hafa yfir milli aðila síðustu vikur. Samningaviðræðum var slitið í dag og nýr fundur ekki í sjónmáli. 20. maí 2020 16:49 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Mikilvægt að samningar náist við flugfreyjur fyrir hlutafjárútboð Afar mikilvægt er að Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands nái samningum fyrir fyrirhugað hlutafjárútboð félagsins að mati greinenda 21. maí 2020 14:45
Lokatilboðið ekkert lággjaldaflugfélagstilboð að sögn Boga Forstjóri Icelandair Group segir að lokatilboð félagsins til FFÍ hefði fært flugfélagið nær keppinautum sínum á Norðurlöndum, eins og SAS og Finnair. Starfskjör flugliða væru áfram með þeim bestu á Vesturlöndum. 20. maí 2020 17:03
Ósáttar flugfreyjur láta ekki beygja sig í duftið Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ) lýsir yfir miklum vonbrigðum með það sem félagið lýsir sem einarðri og óbilgjarnri afstöðu Icelandair í árangurslausu samningaviðræðum sem staðið hafa yfir milli aðila síðustu vikur. Samningaviðræðum var slitið í dag og nýr fundur ekki í sjónmáli. 20. maí 2020 16:49
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?