„Rangfærslur og vangaveltur“ sem eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum Sylvía Hall skrifar 21. maí 2020 21:13 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair. Vísir/Egill Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir marga starfsmenn hafa óskað eftir upplýsingum um síðasta tilboð félagsins í viðræðum þess við Flugfreyjufélag Íslands. Hann og samninganefndin hafi orðið vör við rangfærslur og vangaveltur í fjölmiðlum og víðar sem eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Þetta kemur fram í bréfi Boga til starfsfólks nú í kvöld. Þar fer hann yfir „helstu staðreyndir“ sem hann segir vera í samræmi við stefnu félagsins um góða upplýsingagjöf til samstarfsfólks. Í fyrsta lagi tekur Bogi það fram að Icelandair hafi ekki átt í viðræðum við önnur stéttarfélög flugfreyja og flugþjóna en Flugfreyjufélag Íslands. Orðrómur þess efnis komst á kreik fyrr í vikunni eftir fréttir þess efnis á forsíðum beggja dagblaða landsins. Í öðru lagi segir Bogi tilboðið sem lagt var fram nú síðast vera ólíkt því sem lagt var fram í síðustu viku. Þær breytingar sem séu í nýjasta tilboðinu séu launahækkanir fyrir alla við undirritun samnings, 12,1% hækkun lægstu launa og vegin meðaltalshækkun fyrir allan hópinn upp á 5,7%. Launin hækki þó ekki 2021 og 2022 en árið 2023 muni þau hækka í takt við launaþróun á íslenskum vinnumarkaði frá undirritun samningsins. Þá verði launaflokkur FAC felldur niður og B-taflan muni eiga við um alla sem ekki eru í launaflokki FAA eða FAD. Í nýjasta samningstilboðinu er jafnframt kveðið á um eitt og hálft helgarfrí í hverjum mánuði í stað eins og flugtímahámark verði 85 og launatrygging 75 í stað 78. Þá verði tryggt að hlutfall lausráðinna sé aldrei hærra en 30% yfir vetrartímann og því þurfi að fastráða eftir tiltekinn tíma. Að minnsta kosti tveir verða að vera um borð sem hafa yfir tólf mánaða starfsaldur. Möguleiki á fleiri fríum en aukið vinnuframlag Í bréfinu segir jafnframt að greiðsla fyrir rauða daga hafi verið hækkuð, hvíld eftir Ameríkuflug aukin og aukið framboð af hlutastörfum eftir þriggja ára starf. Tilboðið hafi falið í sér jákvæðar breytingar fyrir stéttina; betri afsláttamiðakjör, einn auka frídag yfir sumarið og möguleika á fleiri helgarfríum yfir vetrartímann með tilkomu afleysingastarfa. Þá hafi mörg grundvallarréttindi í kjarasamningnum haldist óbreytt, til að mynda „einn sterkasti veikindaréttur sem þekkist á Íslandi“ líkt og segir í bréfinu. Bogi segir vissulega vera kröfu um aukið vinnuframlag og með því færist vinnuframlagið nær því sem þekkist hjá öðrum flugfélögum. Laun og réttindi séu þó áfram þau bestu sem þekkist í starfinu á heimsvísu. Félagið sé ekki að varpa ábyrgð á flugfreyjur Í bréfinu segir Bogi margt í umræðu undanfarinna daga vera til þess fallið að skapa tortryggni í garð Icelandair og sumt sé í besta falli misskilningur. Það eina sem Icelandair vilji er að greina starfsfólki sínu frá þeirri erfiðu stöðu sem félagið sé í. „Það er okkur mjög verðmætt að félagið verði áfram góður vinnustaður fyrir flugfreyjur og flugþjóna. En við verðum að leiðrétta það sem ranglega hefur verið haldið fram,“ skrifar Bogi og bætir við að samninganefndin sé tilbúin að sýna hverjum sem er úr stéttinni umrætt samningstilboð í heild sinni. Þá segir hann mikilvægt að árétta að enginn sé að færa ábyrgðina á ástandinu á flugfreyjur eða flugþjóna. Kórónuveirufaraldurinn hafi einfaldlega gert það að verkum að flugrekstur verði aldrei samur. „Icelandair státar af langri sögu og frábæru starfsfólki og það eina sem vakir fyrir félaginu í þessu ferli er að tryggja framtíð þessa einstaka fyrirtækis. Samþykkt samninga á þeim nótum sem síðasta tilboð Icelandair byggir á væri mikilvægt skref í þá átt.“ Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Mikilvægt að samningar náist við flugfreyjur fyrir hlutafjárútboð Afar mikilvægt er að Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands nái samningum fyrir fyrirhugað hlutafjárútboð félagsins að mati greinenda 21. maí 2020 14:45 Lokatilboðið ekkert lággjaldaflugfélagstilboð að sögn Boga Forstjóri Icelandair Group segir að lokatilboð félagsins til FFÍ hefði fært flugfélagið nær keppinautum sínum á Norðurlöndum, eins og SAS og Finnair. Starfskjör flugliða væru áfram með þeim bestu á Vesturlöndum. 20. maí 2020 17:03 Ósáttar flugfreyjur láta ekki beygja sig í duftið Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ) lýsir yfir miklum vonbrigðum með það sem félagið lýsir sem einarðri og óbilgjarnri afstöðu Icelandair í árangurslausu samningaviðræðum sem staðið hafa yfir milli aðila síðustu vikur. Samningaviðræðum var slitið í dag og nýr fundur ekki í sjónmáli. 20. maí 2020 16:49 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Sjá meira
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir marga starfsmenn hafa óskað eftir upplýsingum um síðasta tilboð félagsins í viðræðum þess við Flugfreyjufélag Íslands. Hann og samninganefndin hafi orðið vör við rangfærslur og vangaveltur í fjölmiðlum og víðar sem eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Þetta kemur fram í bréfi Boga til starfsfólks nú í kvöld. Þar fer hann yfir „helstu staðreyndir“ sem hann segir vera í samræmi við stefnu félagsins um góða upplýsingagjöf til samstarfsfólks. Í fyrsta lagi tekur Bogi það fram að Icelandair hafi ekki átt í viðræðum við önnur stéttarfélög flugfreyja og flugþjóna en Flugfreyjufélag Íslands. Orðrómur þess efnis komst á kreik fyrr í vikunni eftir fréttir þess efnis á forsíðum beggja dagblaða landsins. Í öðru lagi segir Bogi tilboðið sem lagt var fram nú síðast vera ólíkt því sem lagt var fram í síðustu viku. Þær breytingar sem séu í nýjasta tilboðinu séu launahækkanir fyrir alla við undirritun samnings, 12,1% hækkun lægstu launa og vegin meðaltalshækkun fyrir allan hópinn upp á 5,7%. Launin hækki þó ekki 2021 og 2022 en árið 2023 muni þau hækka í takt við launaþróun á íslenskum vinnumarkaði frá undirritun samningsins. Þá verði launaflokkur FAC felldur niður og B-taflan muni eiga við um alla sem ekki eru í launaflokki FAA eða FAD. Í nýjasta samningstilboðinu er jafnframt kveðið á um eitt og hálft helgarfrí í hverjum mánuði í stað eins og flugtímahámark verði 85 og launatrygging 75 í stað 78. Þá verði tryggt að hlutfall lausráðinna sé aldrei hærra en 30% yfir vetrartímann og því þurfi að fastráða eftir tiltekinn tíma. Að minnsta kosti tveir verða að vera um borð sem hafa yfir tólf mánaða starfsaldur. Möguleiki á fleiri fríum en aukið vinnuframlag Í bréfinu segir jafnframt að greiðsla fyrir rauða daga hafi verið hækkuð, hvíld eftir Ameríkuflug aukin og aukið framboð af hlutastörfum eftir þriggja ára starf. Tilboðið hafi falið í sér jákvæðar breytingar fyrir stéttina; betri afsláttamiðakjör, einn auka frídag yfir sumarið og möguleika á fleiri helgarfríum yfir vetrartímann með tilkomu afleysingastarfa. Þá hafi mörg grundvallarréttindi í kjarasamningnum haldist óbreytt, til að mynda „einn sterkasti veikindaréttur sem þekkist á Íslandi“ líkt og segir í bréfinu. Bogi segir vissulega vera kröfu um aukið vinnuframlag og með því færist vinnuframlagið nær því sem þekkist hjá öðrum flugfélögum. Laun og réttindi séu þó áfram þau bestu sem þekkist í starfinu á heimsvísu. Félagið sé ekki að varpa ábyrgð á flugfreyjur Í bréfinu segir Bogi margt í umræðu undanfarinna daga vera til þess fallið að skapa tortryggni í garð Icelandair og sumt sé í besta falli misskilningur. Það eina sem Icelandair vilji er að greina starfsfólki sínu frá þeirri erfiðu stöðu sem félagið sé í. „Það er okkur mjög verðmætt að félagið verði áfram góður vinnustaður fyrir flugfreyjur og flugþjóna. En við verðum að leiðrétta það sem ranglega hefur verið haldið fram,“ skrifar Bogi og bætir við að samninganefndin sé tilbúin að sýna hverjum sem er úr stéttinni umrætt samningstilboð í heild sinni. Þá segir hann mikilvægt að árétta að enginn sé að færa ábyrgðina á ástandinu á flugfreyjur eða flugþjóna. Kórónuveirufaraldurinn hafi einfaldlega gert það að verkum að flugrekstur verði aldrei samur. „Icelandair státar af langri sögu og frábæru starfsfólki og það eina sem vakir fyrir félaginu í þessu ferli er að tryggja framtíð þessa einstaka fyrirtækis. Samþykkt samninga á þeim nótum sem síðasta tilboð Icelandair byggir á væri mikilvægt skref í þá átt.“
Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Mikilvægt að samningar náist við flugfreyjur fyrir hlutafjárútboð Afar mikilvægt er að Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands nái samningum fyrir fyrirhugað hlutafjárútboð félagsins að mati greinenda 21. maí 2020 14:45 Lokatilboðið ekkert lággjaldaflugfélagstilboð að sögn Boga Forstjóri Icelandair Group segir að lokatilboð félagsins til FFÍ hefði fært flugfélagið nær keppinautum sínum á Norðurlöndum, eins og SAS og Finnair. Starfskjör flugliða væru áfram með þeim bestu á Vesturlöndum. 20. maí 2020 17:03 Ósáttar flugfreyjur láta ekki beygja sig í duftið Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ) lýsir yfir miklum vonbrigðum með það sem félagið lýsir sem einarðri og óbilgjarnri afstöðu Icelandair í árangurslausu samningaviðræðum sem staðið hafa yfir milli aðila síðustu vikur. Samningaviðræðum var slitið í dag og nýr fundur ekki í sjónmáli. 20. maí 2020 16:49 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Sjá meira
Mikilvægt að samningar náist við flugfreyjur fyrir hlutafjárútboð Afar mikilvægt er að Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands nái samningum fyrir fyrirhugað hlutafjárútboð félagsins að mati greinenda 21. maí 2020 14:45
Lokatilboðið ekkert lággjaldaflugfélagstilboð að sögn Boga Forstjóri Icelandair Group segir að lokatilboð félagsins til FFÍ hefði fært flugfélagið nær keppinautum sínum á Norðurlöndum, eins og SAS og Finnair. Starfskjör flugliða væru áfram með þeim bestu á Vesturlöndum. 20. maí 2020 17:03
Ósáttar flugfreyjur láta ekki beygja sig í duftið Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ) lýsir yfir miklum vonbrigðum með það sem félagið lýsir sem einarðri og óbilgjarnri afstöðu Icelandair í árangurslausu samningaviðræðum sem staðið hafa yfir milli aðila síðustu vikur. Samningaviðræðum var slitið í dag og nýr fundur ekki í sjónmáli. 20. maí 2020 16:49