Gréta Karen landaði umboðssamningi og sendi frá sér myndband Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. mars 2020 13:34 Gréta Karen Grétarsdóttir söngkona sendi á dögunum frá sér nýtt lag og myndband. „Lagið fjallar um þetta erfiða ferli sem það er að sleppa taki á einhverjum sem maður elskar út af lífinu þegar sambandið er ekki að ganga,“ segir söngkonan Gréta Karen Grétarsdóttir um nýja lagið sitt Betra svona. Lagið samdi hún ásamt bróður sínum Kristjáni Grétarssyni. Mikil tónlist er í fjölskyldunni en þau eru börn Grétars Örvarssonar söngvara Stjórnarinnar. Innblásturinn að laginu kom þegar systkinin gengu bæði í gegnum erfið sambandsslit á sama tíma. „Við áttum mörg samtöl þar sem við hughreystum hvert annað og út frá því spratt sú hugmynd að gera úr þessum erfiðu tilfinningum lag.“ Aðspurð hvernig samstarf þeirra systkina gangi, svarar Gréta Karen: „Það gengur bara svona eins og öll systkini geta skilið. Eina stundina langar okkur að drepa hvort annað, en svo hina stundina erum við bestu vinir og alveg sammála um allt. En a endanum mætumst við alltaf á miðri leið.“ View this post on Instagram "Segðu þeim bara hvernig þér leið, skrifaðu það niður á blað, settu svo saman nokkra hljóma og bættu við það laglínu" .. Eða öllu heldur látum Grétu Karen @gretakg segja ykkur það, enda skildi hún mig 150% og tjáir það hér 150%. Hennar ómetanlega innlegg hefur hjálpað að móta stefnu og tilfinningu þessa lags okkar sem við unnum að og útsettum saman ásamt undradrengnum honum Bjarka Ómars @bomarzmusic. Lagið varð á endanum 'Betra svona' gjörið svo vel. https://open.spotify.com/track/3gIsarq57FQFLq2oEZEMjW?si=rtZvflSeTqaTWMlxG61bYw Hlustið og vonandi njótið .. og endilega skellið í follow á Grétu, hún er vægt til orða tekið ótrúlega hæfileikarík. Thank you : @gretakg @bomarzmusic @siggidori A post shared by Kristján Grétarsson (@kiddigretars) on Mar 6, 2020 at 2:51am PST Tárast yfir myndbandinu Gréta Karen segir að viðbrögðin við laginu hafi verið mjög góð. „Margir virðast vera að tengja mikið við lagið og textann og höfum við meira að segja fengið skilaboð frá fólki sem segist hafa tárast við að hlusta á lagið, sérstaklega eftir að það hafi horft á myndbandið í kjölfarið sem var auðvitað tilfinningin sem við vildum ná fram með laginu og myndbandinu.“ Bjarki Ómarsson „Bómarz“ próduser vann með systkinunum að laginu, Brynjar Snær tók upp og leikstýrði. Einar Snorri sá upp klippingu. Klippa: Gréta Karen - Betra svona Eltir draumana Gréta Karen býr í Los Angeles í Bandaríkjunum og segir að það sé fjölbreytilegt og sólríkt. „Ég er að vinna við tónlist. Auk þess að vinna í mínu eigin efni, tek ég að mér allskonar verkefni eins og til dæmis að syngja og semja tónlist fyrir bíómyndir, þætti og auglýsingar, ásamt því koma fram á ýmsum stöðum og tónleikum. Aðalega á live music stöðum eins og til dæmis The Sayers Club, The Black Rabbit Rose, Viper Room, Delilah, The Hotel Café og The W Hotel.“ „Bæði; Bæði betra - BETRA SVONA,“ svarar Gréta Karen hress þegar hún var spurð hvort hún væri að flytja eigin lög, cover lög eða bæði á þessum stöðum. Hún segir að það besta við LA sé „Postmates, open minded people og frelsið til að vera þú sjálfur og elta draumana þína.“ Það versta sé umferðin og heilsukerfið. „Á einhver hóstamixxxtúru?“ View this post on Instagram The Little Mermaid A post shared by G R É T A K A R E N (@gretakg) on Feb 28, 2020 at 12:17pm PST Uppgötvuðu Lady Gaga Gréta Karen er alltaf með annan fótinn á Íslandi en það er ekkert á dagskránni hjá henni í dag að flytja aftur heim. „Hvað hefur þú langan tíma. Ég gæti skrifað heila bók,“ segir Gréta Karen þegar blaðamaður spyr hvaða tónlistarfólk sé helst í uppáhaldi hjá henni. „Þessa dagana eru Caleb Hawley,Yebba, Brandi Carlile, Billie Eilish og Vince Gill mikið í spilun hjá mér.“ Hún segir að það sem hafi mótað hana mest sem listamann sé fólkið sem hún hefur kynnst. „Og lífið sem ég hef lifað, bæði það góða og slæma.“ Gréta Karen er að vinna í fleiri lögum með bróður sínum og það eru mjög spennandi tímar fram undan hjá henni. „Svo var ég að skrifa undir umboðssamning við Wendy Starland, sem meðal annars uppgötvaði Lady Gaga, í LA. Þar eru líka mörg spennandi verkefni í býgerð sem ég get ekki rætt mikið um á þessari stundu.“ Áhugasamir geta fylgst með Grétu Kareni á Instagram Tónlist Menning Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Lagið fjallar um þetta erfiða ferli sem það er að sleppa taki á einhverjum sem maður elskar út af lífinu þegar sambandið er ekki að ganga,“ segir söngkonan Gréta Karen Grétarsdóttir um nýja lagið sitt Betra svona. Lagið samdi hún ásamt bróður sínum Kristjáni Grétarssyni. Mikil tónlist er í fjölskyldunni en þau eru börn Grétars Örvarssonar söngvara Stjórnarinnar. Innblásturinn að laginu kom þegar systkinin gengu bæði í gegnum erfið sambandsslit á sama tíma. „Við áttum mörg samtöl þar sem við hughreystum hvert annað og út frá því spratt sú hugmynd að gera úr þessum erfiðu tilfinningum lag.“ Aðspurð hvernig samstarf þeirra systkina gangi, svarar Gréta Karen: „Það gengur bara svona eins og öll systkini geta skilið. Eina stundina langar okkur að drepa hvort annað, en svo hina stundina erum við bestu vinir og alveg sammála um allt. En a endanum mætumst við alltaf á miðri leið.“ View this post on Instagram "Segðu þeim bara hvernig þér leið, skrifaðu það niður á blað, settu svo saman nokkra hljóma og bættu við það laglínu" .. Eða öllu heldur látum Grétu Karen @gretakg segja ykkur það, enda skildi hún mig 150% og tjáir það hér 150%. Hennar ómetanlega innlegg hefur hjálpað að móta stefnu og tilfinningu þessa lags okkar sem við unnum að og útsettum saman ásamt undradrengnum honum Bjarka Ómars @bomarzmusic. Lagið varð á endanum 'Betra svona' gjörið svo vel. https://open.spotify.com/track/3gIsarq57FQFLq2oEZEMjW?si=rtZvflSeTqaTWMlxG61bYw Hlustið og vonandi njótið .. og endilega skellið í follow á Grétu, hún er vægt til orða tekið ótrúlega hæfileikarík. Thank you : @gretakg @bomarzmusic @siggidori A post shared by Kristján Grétarsson (@kiddigretars) on Mar 6, 2020 at 2:51am PST Tárast yfir myndbandinu Gréta Karen segir að viðbrögðin við laginu hafi verið mjög góð. „Margir virðast vera að tengja mikið við lagið og textann og höfum við meira að segja fengið skilaboð frá fólki sem segist hafa tárast við að hlusta á lagið, sérstaklega eftir að það hafi horft á myndbandið í kjölfarið sem var auðvitað tilfinningin sem við vildum ná fram með laginu og myndbandinu.“ Bjarki Ómarsson „Bómarz“ próduser vann með systkinunum að laginu, Brynjar Snær tók upp og leikstýrði. Einar Snorri sá upp klippingu. Klippa: Gréta Karen - Betra svona Eltir draumana Gréta Karen býr í Los Angeles í Bandaríkjunum og segir að það sé fjölbreytilegt og sólríkt. „Ég er að vinna við tónlist. Auk þess að vinna í mínu eigin efni, tek ég að mér allskonar verkefni eins og til dæmis að syngja og semja tónlist fyrir bíómyndir, þætti og auglýsingar, ásamt því koma fram á ýmsum stöðum og tónleikum. Aðalega á live music stöðum eins og til dæmis The Sayers Club, The Black Rabbit Rose, Viper Room, Delilah, The Hotel Café og The W Hotel.“ „Bæði; Bæði betra - BETRA SVONA,“ svarar Gréta Karen hress þegar hún var spurð hvort hún væri að flytja eigin lög, cover lög eða bæði á þessum stöðum. Hún segir að það besta við LA sé „Postmates, open minded people og frelsið til að vera þú sjálfur og elta draumana þína.“ Það versta sé umferðin og heilsukerfið. „Á einhver hóstamixxxtúru?“ View this post on Instagram The Little Mermaid A post shared by G R É T A K A R E N (@gretakg) on Feb 28, 2020 at 12:17pm PST Uppgötvuðu Lady Gaga Gréta Karen er alltaf með annan fótinn á Íslandi en það er ekkert á dagskránni hjá henni í dag að flytja aftur heim. „Hvað hefur þú langan tíma. Ég gæti skrifað heila bók,“ segir Gréta Karen þegar blaðamaður spyr hvaða tónlistarfólk sé helst í uppáhaldi hjá henni. „Þessa dagana eru Caleb Hawley,Yebba, Brandi Carlile, Billie Eilish og Vince Gill mikið í spilun hjá mér.“ Hún segir að það sem hafi mótað hana mest sem listamann sé fólkið sem hún hefur kynnst. „Og lífið sem ég hef lifað, bæði það góða og slæma.“ Gréta Karen er að vinna í fleiri lögum með bróður sínum og það eru mjög spennandi tímar fram undan hjá henni. „Svo var ég að skrifa undir umboðssamning við Wendy Starland, sem meðal annars uppgötvaði Lady Gaga, í LA. Þar eru líka mörg spennandi verkefni í býgerð sem ég get ekki rætt mikið um á þessari stundu.“ Áhugasamir geta fylgst með Grétu Kareni á Instagram
Tónlist Menning Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira