Emre Can, fyrrum leikmaður Liverpool og núverandi samherji Jadon Sancho hjá Borussia Dortmund, segir að enska ungstirnið sé betur stadd að leika fyrir Dortmund í þýsku úrvalsdeildinni heldur en Manchester United í þeirri ensku.
Sancho hefur verið með betri leikmönnum þýsku deildarinnar í vetur og hefur hann verið orðaður við endurkomu til Manchester-borgar en hann fór frá Manchester City til Dortmund á sínum tíma. Can skilur þó ekki af hverju Sancho ætti að vilja fara.
„Sé ekki af hverju leikmaður ætti að velja Manchester United fram yfir Dortmund,“ sagði Can í viðtali við þýska fjölmiðilinn Bild en miðjumaðurinn var sjálfur orðaður við Man Utd áður en hann gekk í raðir Dortmund frá ítalska stórliðinu Juventus.
„Hann er á betri stað, íþróttalega séð, í Dortmund og það er fátt sem heillar við Manchester United þessa dagana. Ég ráðlegg honum að halda kyrru fyrir í Þýskalandi og þá getum við spilað saman að eilífu,“ sagði Can að lokum en hann lék með erkifjendum Man Utd í Liverpool frá árunum 2014 til 2018.