...Í þúsund ár bjó þjóð við nyrztu voga... Þorsteinn Sæmundsson skrifar 17. apríl 2020 08:30 Hornsteinar hvers þjóðfélags eru heimilin. Þessi grein mín sem er númer sex í röðinni um tækifæri þjóðarinnar að lokinni farsótt fjallar um heimilin og nauðsynlegar ráðstafanir þeim til handa svo þau megi ná vopnum sínum og blómstra eftir að kórónaveiran rennur sitt skeið. Mikil hætta er á því þeir einstaklingar sem búa nú við lækkað starfshlutfall eða hafa misst vinnuna lendi í greiðslufalli tímabundið. Tryggilega þarf að ganga frá því að bankar og fjármálastofnanir standi við að skapa þessu fólki greiðsluskjól meðan ástandið er verst án verulegs kostnaðarauka fyrir þá sem aðstoð þurfa. Til greina hlýtur að koma að fjármálakerfið geri einstaklingum einnig kleift að greiða einungis vexti en ekki afborganir í einhvern tíma eftir að kórónaveiran sleppir takinu. Ríkisbankarnir sem nú er gott að ekki var búið að koma í hendur kunnugra eiga að sjálfsögðu að vera í fararbroddi góðra vinnubragða í þessu efni. Eftirlaunasjóðir erfiðismanna, lífeyrissjóðirnir eiga að axla sína samfélagslegu ábyrgð og fylgja góðum siðum og viðskiptaháttum meðan verst gegnir en hlaupa ekki frá ábyrgð sinni líkt og gerðist í eftirmála hrunsins. Hætt er við því að höggið af kreppu í kjölfar kórónuveiru bitni sérstaklega hart á heimilum einyrkja og sjálfstæðra smáatvinnurekenda sem misst geta allar tekjur sínar. Sérstaklega þarf að huga að úrræðum sem þeim hópi komi best að gagni. Heimilin í landinu eru mörg enn brennd af áfalli bankahrunsins. Eins og allir vita lentu margar fjölskyldur í greiðslufalli sem varð til þess að þúsundir misstu heimili sín. Það má ekki gerast aftur. Nú er huggun harmi gegn að vaxtastig á Íslandi hefur farið lækkandi undanfarandi þó enn sé svigrúm til enn frekari vaxtalækkana. Gera þarf fólki auðveldara fyrir að endurfjármagna fasteignalán. Ráðast þarf í skilmálabreytingar hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun til þess að tryggja aðstöðu þeirra sem læstir eru inni með mjög óhagstæð verðtryggð lán hjá stofnuninni með föstum vöxtum allt að 5,5%. Að auki eru þessi sömu lán með uppgreiðsluálagi sem nemur allt að 16%. Það má hverjum ljóst vera að staða þessara lántakenda er óþolandi og óásættanleg. Gera verður þeim kleift að skuldbreyta þessum okurlánum með réttlátum hætti. Stjórnvöld verða nú þegar að gera ráðstafanir til þess að frysta vísitölutengingu lána ef verðbólguskot lætur á sér kræla. Það er óhugsandi að íslensk heimili sitji enn og aftur ein uppi með kostnað af slíku. Víða um heim hefur verið bannað að segja fólki upp húsaleigu þrátt fyrir greiðslufall. Það hlýtur að koma til álita að hlaupa undir bagga með þeim sem eru á leigumarkaði og verða fyrir alvarlegu tekjufalli annað hvort með hærri leigubótum tímabundið eða beinum fjárstuðningi. Eftir vel heppnaða skuldaleiðréttingu árið 2014 sáu tugþúsundir íslenskra heimila til sólar aftur eftir erfiðleika hrunsins. Það áfall sem nú hefur dunið yfir má ekki verða til þess að þau heimili og önnur rati á ný í greiðsluerfiðleika sem hægt er að komast hjá með markvissum ákvörðunum. Miðflokkurinn heitir stjórnvöldum liðveislu í góðum málum og er fús að leggja góðar hugmyndir fram til að leysa úr erfiðum málum er varða heimilin í landinu. Í næstu grein verður fjallað um fjármálakerfið. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Hornsteinar hvers þjóðfélags eru heimilin. Þessi grein mín sem er númer sex í röðinni um tækifæri þjóðarinnar að lokinni farsótt fjallar um heimilin og nauðsynlegar ráðstafanir þeim til handa svo þau megi ná vopnum sínum og blómstra eftir að kórónaveiran rennur sitt skeið. Mikil hætta er á því þeir einstaklingar sem búa nú við lækkað starfshlutfall eða hafa misst vinnuna lendi í greiðslufalli tímabundið. Tryggilega þarf að ganga frá því að bankar og fjármálastofnanir standi við að skapa þessu fólki greiðsluskjól meðan ástandið er verst án verulegs kostnaðarauka fyrir þá sem aðstoð þurfa. Til greina hlýtur að koma að fjármálakerfið geri einstaklingum einnig kleift að greiða einungis vexti en ekki afborganir í einhvern tíma eftir að kórónaveiran sleppir takinu. Ríkisbankarnir sem nú er gott að ekki var búið að koma í hendur kunnugra eiga að sjálfsögðu að vera í fararbroddi góðra vinnubragða í þessu efni. Eftirlaunasjóðir erfiðismanna, lífeyrissjóðirnir eiga að axla sína samfélagslegu ábyrgð og fylgja góðum siðum og viðskiptaháttum meðan verst gegnir en hlaupa ekki frá ábyrgð sinni líkt og gerðist í eftirmála hrunsins. Hætt er við því að höggið af kreppu í kjölfar kórónuveiru bitni sérstaklega hart á heimilum einyrkja og sjálfstæðra smáatvinnurekenda sem misst geta allar tekjur sínar. Sérstaklega þarf að huga að úrræðum sem þeim hópi komi best að gagni. Heimilin í landinu eru mörg enn brennd af áfalli bankahrunsins. Eins og allir vita lentu margar fjölskyldur í greiðslufalli sem varð til þess að þúsundir misstu heimili sín. Það má ekki gerast aftur. Nú er huggun harmi gegn að vaxtastig á Íslandi hefur farið lækkandi undanfarandi þó enn sé svigrúm til enn frekari vaxtalækkana. Gera þarf fólki auðveldara fyrir að endurfjármagna fasteignalán. Ráðast þarf í skilmálabreytingar hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun til þess að tryggja aðstöðu þeirra sem læstir eru inni með mjög óhagstæð verðtryggð lán hjá stofnuninni með föstum vöxtum allt að 5,5%. Að auki eru þessi sömu lán með uppgreiðsluálagi sem nemur allt að 16%. Það má hverjum ljóst vera að staða þessara lántakenda er óþolandi og óásættanleg. Gera verður þeim kleift að skuldbreyta þessum okurlánum með réttlátum hætti. Stjórnvöld verða nú þegar að gera ráðstafanir til þess að frysta vísitölutengingu lána ef verðbólguskot lætur á sér kræla. Það er óhugsandi að íslensk heimili sitji enn og aftur ein uppi með kostnað af slíku. Víða um heim hefur verið bannað að segja fólki upp húsaleigu þrátt fyrir greiðslufall. Það hlýtur að koma til álita að hlaupa undir bagga með þeim sem eru á leigumarkaði og verða fyrir alvarlegu tekjufalli annað hvort með hærri leigubótum tímabundið eða beinum fjárstuðningi. Eftir vel heppnaða skuldaleiðréttingu árið 2014 sáu tugþúsundir íslenskra heimila til sólar aftur eftir erfiðleika hrunsins. Það áfall sem nú hefur dunið yfir má ekki verða til þess að þau heimili og önnur rati á ný í greiðsluerfiðleika sem hægt er að komast hjá með markvissum ákvörðunum. Miðflokkurinn heitir stjórnvöldum liðveislu í góðum málum og er fús að leggja góðar hugmyndir fram til að leysa úr erfiðum málum er varða heimilin í landinu. Í næstu grein verður fjallað um fjármálakerfið. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar