...Í þúsund ár bjó þjóð við nyrztu voga... Þorsteinn Sæmundsson skrifar 17. apríl 2020 08:30 Hornsteinar hvers þjóðfélags eru heimilin. Þessi grein mín sem er númer sex í röðinni um tækifæri þjóðarinnar að lokinni farsótt fjallar um heimilin og nauðsynlegar ráðstafanir þeim til handa svo þau megi ná vopnum sínum og blómstra eftir að kórónaveiran rennur sitt skeið. Mikil hætta er á því þeir einstaklingar sem búa nú við lækkað starfshlutfall eða hafa misst vinnuna lendi í greiðslufalli tímabundið. Tryggilega þarf að ganga frá því að bankar og fjármálastofnanir standi við að skapa þessu fólki greiðsluskjól meðan ástandið er verst án verulegs kostnaðarauka fyrir þá sem aðstoð þurfa. Til greina hlýtur að koma að fjármálakerfið geri einstaklingum einnig kleift að greiða einungis vexti en ekki afborganir í einhvern tíma eftir að kórónaveiran sleppir takinu. Ríkisbankarnir sem nú er gott að ekki var búið að koma í hendur kunnugra eiga að sjálfsögðu að vera í fararbroddi góðra vinnubragða í þessu efni. Eftirlaunasjóðir erfiðismanna, lífeyrissjóðirnir eiga að axla sína samfélagslegu ábyrgð og fylgja góðum siðum og viðskiptaháttum meðan verst gegnir en hlaupa ekki frá ábyrgð sinni líkt og gerðist í eftirmála hrunsins. Hætt er við því að höggið af kreppu í kjölfar kórónuveiru bitni sérstaklega hart á heimilum einyrkja og sjálfstæðra smáatvinnurekenda sem misst geta allar tekjur sínar. Sérstaklega þarf að huga að úrræðum sem þeim hópi komi best að gagni. Heimilin í landinu eru mörg enn brennd af áfalli bankahrunsins. Eins og allir vita lentu margar fjölskyldur í greiðslufalli sem varð til þess að þúsundir misstu heimili sín. Það má ekki gerast aftur. Nú er huggun harmi gegn að vaxtastig á Íslandi hefur farið lækkandi undanfarandi þó enn sé svigrúm til enn frekari vaxtalækkana. Gera þarf fólki auðveldara fyrir að endurfjármagna fasteignalán. Ráðast þarf í skilmálabreytingar hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun til þess að tryggja aðstöðu þeirra sem læstir eru inni með mjög óhagstæð verðtryggð lán hjá stofnuninni með föstum vöxtum allt að 5,5%. Að auki eru þessi sömu lán með uppgreiðsluálagi sem nemur allt að 16%. Það má hverjum ljóst vera að staða þessara lántakenda er óþolandi og óásættanleg. Gera verður þeim kleift að skuldbreyta þessum okurlánum með réttlátum hætti. Stjórnvöld verða nú þegar að gera ráðstafanir til þess að frysta vísitölutengingu lána ef verðbólguskot lætur á sér kræla. Það er óhugsandi að íslensk heimili sitji enn og aftur ein uppi með kostnað af slíku. Víða um heim hefur verið bannað að segja fólki upp húsaleigu þrátt fyrir greiðslufall. Það hlýtur að koma til álita að hlaupa undir bagga með þeim sem eru á leigumarkaði og verða fyrir alvarlegu tekjufalli annað hvort með hærri leigubótum tímabundið eða beinum fjárstuðningi. Eftir vel heppnaða skuldaleiðréttingu árið 2014 sáu tugþúsundir íslenskra heimila til sólar aftur eftir erfiðleika hrunsins. Það áfall sem nú hefur dunið yfir má ekki verða til þess að þau heimili og önnur rati á ný í greiðsluerfiðleika sem hægt er að komast hjá með markvissum ákvörðunum. Miðflokkurinn heitir stjórnvöldum liðveislu í góðum málum og er fús að leggja góðar hugmyndir fram til að leysa úr erfiðum málum er varða heimilin í landinu. Í næstu grein verður fjallað um fjármálakerfið. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Hornsteinar hvers þjóðfélags eru heimilin. Þessi grein mín sem er númer sex í röðinni um tækifæri þjóðarinnar að lokinni farsótt fjallar um heimilin og nauðsynlegar ráðstafanir þeim til handa svo þau megi ná vopnum sínum og blómstra eftir að kórónaveiran rennur sitt skeið. Mikil hætta er á því þeir einstaklingar sem búa nú við lækkað starfshlutfall eða hafa misst vinnuna lendi í greiðslufalli tímabundið. Tryggilega þarf að ganga frá því að bankar og fjármálastofnanir standi við að skapa þessu fólki greiðsluskjól meðan ástandið er verst án verulegs kostnaðarauka fyrir þá sem aðstoð þurfa. Til greina hlýtur að koma að fjármálakerfið geri einstaklingum einnig kleift að greiða einungis vexti en ekki afborganir í einhvern tíma eftir að kórónaveiran sleppir takinu. Ríkisbankarnir sem nú er gott að ekki var búið að koma í hendur kunnugra eiga að sjálfsögðu að vera í fararbroddi góðra vinnubragða í þessu efni. Eftirlaunasjóðir erfiðismanna, lífeyrissjóðirnir eiga að axla sína samfélagslegu ábyrgð og fylgja góðum siðum og viðskiptaháttum meðan verst gegnir en hlaupa ekki frá ábyrgð sinni líkt og gerðist í eftirmála hrunsins. Hætt er við því að höggið af kreppu í kjölfar kórónuveiru bitni sérstaklega hart á heimilum einyrkja og sjálfstæðra smáatvinnurekenda sem misst geta allar tekjur sínar. Sérstaklega þarf að huga að úrræðum sem þeim hópi komi best að gagni. Heimilin í landinu eru mörg enn brennd af áfalli bankahrunsins. Eins og allir vita lentu margar fjölskyldur í greiðslufalli sem varð til þess að þúsundir misstu heimili sín. Það má ekki gerast aftur. Nú er huggun harmi gegn að vaxtastig á Íslandi hefur farið lækkandi undanfarandi þó enn sé svigrúm til enn frekari vaxtalækkana. Gera þarf fólki auðveldara fyrir að endurfjármagna fasteignalán. Ráðast þarf í skilmálabreytingar hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun til þess að tryggja aðstöðu þeirra sem læstir eru inni með mjög óhagstæð verðtryggð lán hjá stofnuninni með föstum vöxtum allt að 5,5%. Að auki eru þessi sömu lán með uppgreiðsluálagi sem nemur allt að 16%. Það má hverjum ljóst vera að staða þessara lántakenda er óþolandi og óásættanleg. Gera verður þeim kleift að skuldbreyta þessum okurlánum með réttlátum hætti. Stjórnvöld verða nú þegar að gera ráðstafanir til þess að frysta vísitölutengingu lána ef verðbólguskot lætur á sér kræla. Það er óhugsandi að íslensk heimili sitji enn og aftur ein uppi með kostnað af slíku. Víða um heim hefur verið bannað að segja fólki upp húsaleigu þrátt fyrir greiðslufall. Það hlýtur að koma til álita að hlaupa undir bagga með þeim sem eru á leigumarkaði og verða fyrir alvarlegu tekjufalli annað hvort með hærri leigubótum tímabundið eða beinum fjárstuðningi. Eftir vel heppnaða skuldaleiðréttingu árið 2014 sáu tugþúsundir íslenskra heimila til sólar aftur eftir erfiðleika hrunsins. Það áfall sem nú hefur dunið yfir má ekki verða til þess að þau heimili og önnur rati á ný í greiðsluerfiðleika sem hægt er að komast hjá með markvissum ákvörðunum. Miðflokkurinn heitir stjórnvöldum liðveislu í góðum málum og er fús að leggja góðar hugmyndir fram til að leysa úr erfiðum málum er varða heimilin í landinu. Í næstu grein verður fjallað um fjármálakerfið. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun