Mál fyrrverandi starfsmanns SÁÁ endaði með þriggja milljóna króna sekt Eiður Þór Árnason skrifar 10. mars 2020 22:17 Við ákvörðun sektarinnar var horft til þess að um væri að ræða samtök sem vinna að almannaheillum fyrir sjálfsaflafé. Vísir/Sigurjón Persónuvernd hefur sektað SÁÁ um þrjár milljónir króna vegna öryggisbrests. Sektin varðar sjúkragögn sem reyndust óvænt vera í vörslu fyrrverandi starfsmanns SÁÁ. Deilt hefur verið um það hvort að hann hafi fengið þau afhent fyrir mistök eða tekið þau ófrjálsri hendi. Umrædd gögn eru talin mjög viðkvæm og er meðal annars um að ræða dagbækur af AA-fundum, sjúkraskrár og innritunarbækur á meðferðarstöðvar frá árinu 1997-2006. Málið litið mjög alvarlegum augum Fram kom í umfjöllun um málið í ágúst síðastliðnum að embætti landlæknis og Persónuvernd hafi litið málið mjög alvarlegum augum. Gögnin voru að endingu afhent embætti landlæknis. Í úrskurði Persónuverndar kemur fram að stofnunin telji að afhending sjúkraskrárgagnanna „væri afleiðing af skorti á tæknilegum og skipulagslegum ráðstöfunum af hálfu S.Á.Á. til að tryggja öryggi persónuupplýsinga.“ Sjá einnig: Viðkvæmu gögnin komin á borð landlæknis og lögreglu gert viðvart Hjalti Þór Björnsson, fyrrverandi dagskrárstjóra SÁÁ, var sagt upp störfum árið 2017 eftir þrjátíu ára starf. Hjalti komst að því síðasta sumar að hann hefði í vörslu sinni pappakassa með trúnaðargögnum um sjúklinga félagsins. Í samtali við fréttastofu í ágúst síðastliðnum sagðist hann hafa greint Persónuvernd frá málinu en þáverandi stjórn SÁÁ tilkynnti málið sömuleiðis til Persónuverndar. Var lögreglu einnig gert viðvart. Ósammála um það hvernig hann komst yfir gögnin Þá hafði deila staðið á milli Hjalta og Arnþórs Jónssonar, formanns stjórnar SÁÁ, þar sem hinn síðarnefndi sakaði Hjalta um að hafa tekið gögnin ófrjálsri hendi við starfslokin. Hjalti hefur ætíð neitað því og sagt að honum hafi borist gögnin fyrir mistök með öðru dóti í kjölfar uppsagnarinnar. Niðurstaða Persónuverndar er sú að Hjalti hafi fengið umrædd gögn með öðrum persónulegum gögnum sem hann fékk afhent árið eftir að hann hætti störfum hjá SÁÁ. Við ákvörðun sektarinnar leit Persónuvernd til þess að um væri að ræða samtök sem „vinna að almannaheillum, starfa ekki í fjárhagslegum tilgangi og leggja sjálfsaflafé til heilbrigðisþjónustu sem er opin almenningi.“ Einnig var litið til þess að mikil umbótavinna hafi verið unnin innan félagsins, sem hófst áður en upp komst um öryggisbrestinn, til að uppfylla kröfur persónuverndarlöggjafar. Persónuvernd Heilbrigðismál Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Persónuvernd hefur sektað SÁÁ um þrjár milljónir króna vegna öryggisbrests. Sektin varðar sjúkragögn sem reyndust óvænt vera í vörslu fyrrverandi starfsmanns SÁÁ. Deilt hefur verið um það hvort að hann hafi fengið þau afhent fyrir mistök eða tekið þau ófrjálsri hendi. Umrædd gögn eru talin mjög viðkvæm og er meðal annars um að ræða dagbækur af AA-fundum, sjúkraskrár og innritunarbækur á meðferðarstöðvar frá árinu 1997-2006. Málið litið mjög alvarlegum augum Fram kom í umfjöllun um málið í ágúst síðastliðnum að embætti landlæknis og Persónuvernd hafi litið málið mjög alvarlegum augum. Gögnin voru að endingu afhent embætti landlæknis. Í úrskurði Persónuverndar kemur fram að stofnunin telji að afhending sjúkraskrárgagnanna „væri afleiðing af skorti á tæknilegum og skipulagslegum ráðstöfunum af hálfu S.Á.Á. til að tryggja öryggi persónuupplýsinga.“ Sjá einnig: Viðkvæmu gögnin komin á borð landlæknis og lögreglu gert viðvart Hjalti Þór Björnsson, fyrrverandi dagskrárstjóra SÁÁ, var sagt upp störfum árið 2017 eftir þrjátíu ára starf. Hjalti komst að því síðasta sumar að hann hefði í vörslu sinni pappakassa með trúnaðargögnum um sjúklinga félagsins. Í samtali við fréttastofu í ágúst síðastliðnum sagðist hann hafa greint Persónuvernd frá málinu en þáverandi stjórn SÁÁ tilkynnti málið sömuleiðis til Persónuverndar. Var lögreglu einnig gert viðvart. Ósammála um það hvernig hann komst yfir gögnin Þá hafði deila staðið á milli Hjalta og Arnþórs Jónssonar, formanns stjórnar SÁÁ, þar sem hinn síðarnefndi sakaði Hjalta um að hafa tekið gögnin ófrjálsri hendi við starfslokin. Hjalti hefur ætíð neitað því og sagt að honum hafi borist gögnin fyrir mistök með öðru dóti í kjölfar uppsagnarinnar. Niðurstaða Persónuverndar er sú að Hjalti hafi fengið umrædd gögn með öðrum persónulegum gögnum sem hann fékk afhent árið eftir að hann hætti störfum hjá SÁÁ. Við ákvörðun sektarinnar leit Persónuvernd til þess að um væri að ræða samtök sem „vinna að almannaheillum, starfa ekki í fjárhagslegum tilgangi og leggja sjálfsaflafé til heilbrigðisþjónustu sem er opin almenningi.“ Einnig var litið til þess að mikil umbótavinna hafi verið unnin innan félagsins, sem hófst áður en upp komst um öryggisbrestinn, til að uppfylla kröfur persónuverndarlöggjafar.
Persónuvernd Heilbrigðismál Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira