Hamfarahlýnun spyr hvorki kóng né prest Bjarni Halldór Janusson skrifar 20. maí 2020 10:30 Tíminn stendur ekki í stað þó við séum önnum kafin. Loftslagsvandinn hverfur ekki þó við séum annars upptekin við það að þróa bóluefni og leita viðeigandi lausna gegn veirufaraldrinum sem nú gengur yfir. Það er skiljanlegt að heimsbyggðin leiti nú allra leiða til að koma í veg fyrir enn meiri útbreiðslu veirunnar, en umhverfis- og loftslagsmálin mega þó ekki sitja á hakanum. Við ættum kannski að heyja stríð við hamfarahlýnun rétt eins og við eigum í stríði við smitsjúkdóma – eða mögulega er vandamálið það hvað við erum upptekin af því að lýsa yfir stríði gegn hinum og þessum vandamálum, en oftast án raunverulegs metnaðar eða nokkurs árangurs. Þá væru svo sem aðrar myndlíkingar sem ættu líklega betur við, því stríð eru sjaldnast réttlætanleg og valda gjarnan meiri deilum og alvarlegri vandamálum en ella. En vissulega er um hamfarir að ræða. Loftslagsbreytingarnar sem standa nú yfir eru þegar farnar að hrjá lífríki jarðar og ógna skilyrðum til lífs með alvarlegum hætti, sem þær munu að óbreyttu gera um ókomna tíð. Síðustu ár hafa verið þau heitustu frá upphafi mælinga og samhliða hækkandi hitastigi jarðar verða skógareldar og þurrkar tíðari og alvarlegri en nokkurn tímann fyrr í sögu mannsins, auk þess sem fellibyljum og flóðum fjölgar með tilfinnanlegum hætti fyrir dýraríkið og samfélög manna víðsvegar um heiminn. Raunar hefur fellibyljum, hitabylgjum og þurrkum fjölgað um allt að helming á síðastliðnum árum. Veðurhamfarir ár hvert draga þúsundir manna til dauða og valda neyðarástandi fyrir milljónir manna um allan heim. Fæðuöryggi manna er ógnað allverulega og geta okkar til að brauðfæða íbúa jarðar líður fyrir vikið. Áætlað er að fjórða hvert mannsbarn líði vatnsskort eftir tuttugu ár og talið er að fæðan sem annars skemmist af völdum árlegra þurrka geti útvegað daglega fæðu fyrir allt að 80 milljón manns. Þá er fjöldi dýrategunda í útrýmingarhættu, þar á meðal þriðja hver skordýrategund jarðar, og allt að helmingur allra landdýra í Afríku er í verulegri hættu verði ekki gripið til ráðstafana. Hamfarahlýnun af mannavöldum er helsti orsakavaldurinn, en hvers kyns mengun og skógareyðing manna ógnar dýraríki og náttúru jarðar enn frekar. Yfirborð sjávar hækkar þar sem hafís og jöklar bráðna á methraða og losun á koltvísýringi hefur hækkað sýrustig hafsins svo að fjölda lífvera þar er ógnað. Fátækt og eymd eykst fyrir vikið, hungursneyðir verða enn alvarlegri, og auknar líkur verða á útbreiðslu smitsjúkdóma eftir því sem skógareyðing eykst og lífríki jarðar er ógnað. Mannfólk neyðist til að yfirgefa heimabyggðir sínar og mannkynið þarf að bera fjölda fólks til grafar. Hamfarahlýnun veldur eyðileggingu og ofbeldi víðsvegar um heiminn. Áhrifanna gætir nú þegar og munu þau versna á næstu árum og áratugum þegar meðalhitastig jarðar hækkar enn frekar. Þó að staðan sé nú þegar grafalvarleg, þá verður hún enn alvarlegri fyrir framtíðarkynslóðir. Verði ekki gripið til viðeigandi aðgerða munu grundvallarbreytingar eiga sér stað á jörðinni, loftslagi hennar og vistkerfum – og alls ekki til hins góða. Þær hamfarir hlífa engum. Ekkert og enginn kemst undan; ekki nokkurt land, ekki nokkur mannvera, ekki nokkur lífvera. Sumir aðlagast þó betur en aðrir, sem er raunar lítið fagnaðarefni, því það eru helst dýrategundir í útrýmingarhættu, jaðarhópar og íbúar fátækra ríkja sem verða fyrir mestum skaða á næstu árum og áratugum. Næstu ár verða ekki eingöngu prófraun á skynsemi og sjálfsbjargarviðleitni manna, því næstu ár munu einnig reyna á siðferðislegar skyldur og segja til um siðferðilegt ágæti okkar (sjá fyrri pistil). Það hvernig samfélagið kemur fram við hina verst stöddu segir býsna mikið um ágæti þess. Alheimssamfélagið er skuldbundið til að bregðast við loftslagsvandanum og vestrænum velmegunarríkjum ber skylda til að gera allt sem í valdi þeirra stendur til að hlífa framtíðarkynslóðum sem og jörðinni allri frá hamförum af þessu tagi. Okkur ber skylda til að takast á við stærstu ógn okkar tíma og þar geta allir gert betur. Í ljósi þess hve mikið er í húfi er réttmæt krafa að mannsamfélagið geri betur, því hér er ekki um staðbundið stríð eða tímabundið vandamál að ræða. Því lengur sem við látum loftslags- og umhverfismál sitja á hakanum, því alvarlegri verða afleiðingarnar síðar meir. Höfundur er meistaranemi í stjórnmálaheimspeki við Háskólann í York. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Loftslagsmál Bjarni Halldór Janusson Hamfarahlýnun Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Tíminn stendur ekki í stað þó við séum önnum kafin. Loftslagsvandinn hverfur ekki þó við séum annars upptekin við það að þróa bóluefni og leita viðeigandi lausna gegn veirufaraldrinum sem nú gengur yfir. Það er skiljanlegt að heimsbyggðin leiti nú allra leiða til að koma í veg fyrir enn meiri útbreiðslu veirunnar, en umhverfis- og loftslagsmálin mega þó ekki sitja á hakanum. Við ættum kannski að heyja stríð við hamfarahlýnun rétt eins og við eigum í stríði við smitsjúkdóma – eða mögulega er vandamálið það hvað við erum upptekin af því að lýsa yfir stríði gegn hinum og þessum vandamálum, en oftast án raunverulegs metnaðar eða nokkurs árangurs. Þá væru svo sem aðrar myndlíkingar sem ættu líklega betur við, því stríð eru sjaldnast réttlætanleg og valda gjarnan meiri deilum og alvarlegri vandamálum en ella. En vissulega er um hamfarir að ræða. Loftslagsbreytingarnar sem standa nú yfir eru þegar farnar að hrjá lífríki jarðar og ógna skilyrðum til lífs með alvarlegum hætti, sem þær munu að óbreyttu gera um ókomna tíð. Síðustu ár hafa verið þau heitustu frá upphafi mælinga og samhliða hækkandi hitastigi jarðar verða skógareldar og þurrkar tíðari og alvarlegri en nokkurn tímann fyrr í sögu mannsins, auk þess sem fellibyljum og flóðum fjölgar með tilfinnanlegum hætti fyrir dýraríkið og samfélög manna víðsvegar um heiminn. Raunar hefur fellibyljum, hitabylgjum og þurrkum fjölgað um allt að helming á síðastliðnum árum. Veðurhamfarir ár hvert draga þúsundir manna til dauða og valda neyðarástandi fyrir milljónir manna um allan heim. Fæðuöryggi manna er ógnað allverulega og geta okkar til að brauðfæða íbúa jarðar líður fyrir vikið. Áætlað er að fjórða hvert mannsbarn líði vatnsskort eftir tuttugu ár og talið er að fæðan sem annars skemmist af völdum árlegra þurrka geti útvegað daglega fæðu fyrir allt að 80 milljón manns. Þá er fjöldi dýrategunda í útrýmingarhættu, þar á meðal þriðja hver skordýrategund jarðar, og allt að helmingur allra landdýra í Afríku er í verulegri hættu verði ekki gripið til ráðstafana. Hamfarahlýnun af mannavöldum er helsti orsakavaldurinn, en hvers kyns mengun og skógareyðing manna ógnar dýraríki og náttúru jarðar enn frekar. Yfirborð sjávar hækkar þar sem hafís og jöklar bráðna á methraða og losun á koltvísýringi hefur hækkað sýrustig hafsins svo að fjölda lífvera þar er ógnað. Fátækt og eymd eykst fyrir vikið, hungursneyðir verða enn alvarlegri, og auknar líkur verða á útbreiðslu smitsjúkdóma eftir því sem skógareyðing eykst og lífríki jarðar er ógnað. Mannfólk neyðist til að yfirgefa heimabyggðir sínar og mannkynið þarf að bera fjölda fólks til grafar. Hamfarahlýnun veldur eyðileggingu og ofbeldi víðsvegar um heiminn. Áhrifanna gætir nú þegar og munu þau versna á næstu árum og áratugum þegar meðalhitastig jarðar hækkar enn frekar. Þó að staðan sé nú þegar grafalvarleg, þá verður hún enn alvarlegri fyrir framtíðarkynslóðir. Verði ekki gripið til viðeigandi aðgerða munu grundvallarbreytingar eiga sér stað á jörðinni, loftslagi hennar og vistkerfum – og alls ekki til hins góða. Þær hamfarir hlífa engum. Ekkert og enginn kemst undan; ekki nokkurt land, ekki nokkur mannvera, ekki nokkur lífvera. Sumir aðlagast þó betur en aðrir, sem er raunar lítið fagnaðarefni, því það eru helst dýrategundir í útrýmingarhættu, jaðarhópar og íbúar fátækra ríkja sem verða fyrir mestum skaða á næstu árum og áratugum. Næstu ár verða ekki eingöngu prófraun á skynsemi og sjálfsbjargarviðleitni manna, því næstu ár munu einnig reyna á siðferðislegar skyldur og segja til um siðferðilegt ágæti okkar (sjá fyrri pistil). Það hvernig samfélagið kemur fram við hina verst stöddu segir býsna mikið um ágæti þess. Alheimssamfélagið er skuldbundið til að bregðast við loftslagsvandanum og vestrænum velmegunarríkjum ber skylda til að gera allt sem í valdi þeirra stendur til að hlífa framtíðarkynslóðum sem og jörðinni allri frá hamförum af þessu tagi. Okkur ber skylda til að takast á við stærstu ógn okkar tíma og þar geta allir gert betur. Í ljósi þess hve mikið er í húfi er réttmæt krafa að mannsamfélagið geri betur, því hér er ekki um staðbundið stríð eða tímabundið vandamál að ræða. Því lengur sem við látum loftslags- og umhverfismál sitja á hakanum, því alvarlegri verða afleiðingarnar síðar meir. Höfundur er meistaranemi í stjórnmálaheimspeki við Háskólann í York. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun