20 dagar í Pepsi Max: Guðmundur jafnaði markametið um leið og Pétur mætti aftur í íslenska boltann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2020 10:00 Guðmundur Torfason með gullskóinn sinn á forsíðu bókarinnar „Mörk og sætir sigrar“ eftir Sigmund Ó. Steinarsson en í bókinn var meðal annars gert upp þetta ótrúlega 1986 tímabil þar sem Guðmundur skoraði 19 mörk fyrir Íslandsmeistaralið Fram. Skjámynd/Mörk og sætir sigrar Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag er 20 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Nú er komið að öðrum manninum sem komst í nítján marka hópinn sem meðlimum í hópnum hefur síðan fjölgað síðan. Guðmundur Torfson skoraði 19 mörk í 18 leikjum með Fram sumarið 1986 og jafnaði þar með átta ára met Péturs Péturssonar frá 1978. Guðmundur varð aftur á móti fyrstur til að skora 19 mörk fyrir Íslandsmeistaralið því hann og Framarar unnu Íslandsmeistarabikarinn 1986. Pétur fór strax út í atvinnumennsku eftir 1978 tímabilið og hafði spilað í Hollandi, í Belgíu og á Spáni í átta ár. Pétur kom hins vegar aftur heim sumarið 1986 og spilaði aftur með Skagaliðinu. Pétur spilaði sinn fyrsta leik í ágúst en þá var Guðmundur kominn með 14 mörk í aðeins 13 leikjum og farinn að nálgast metið. Guðmundur jafnaði síðan markamet Péturs í næstsíðustu umferð þegar hann skoraði tvö mörk í 4-1 sigri á Fram á Laugardalsvellinum. Fyrra markið skoraði hann þegar hann fylgdi eftir eigin vítaspyrnu sem var varin en seinna markið kom á 63. mínútu með skoti sem fór af varnarmanni og í netið. Guðmundi tókst ekki að bæta metið í lokaleiknum en fagnaði engu að síður eftir hann því Framliðið tryggði sér þá Íslandmeistarabikarinn með því að gera markalaust jafntefli á móti KR. Guðmundur var reyndar nálægt því að skora en Stefán Jóhannsson, markvörður KR, varð þá frábærlega frá honum. „Ég sá boltann í markinu, hann stefndi uppí vinkilinn en Stefán varði þetta stórkostlega," sagði Guðmundur við Þjóðviljann. „Ég er alls ekkert svekktur yfir því að hafa ekki náð að skora. Ég er fyrst og fremst ánægður með Íslandsmeistaratitilinn. Nú á ég markametið með Pétri, 19 mörk, og get sett mér það markmið að bæta það næst," sagði Guðmundur enn fremur við Þjóðviljann eftir leikinn. Guðmundur fékk þó ekki tækifæri til þess því að hann fór út í atvinnumennsku og spilaði ekki aftur í deildinni fyrr en hann var orðinn 35 ára gamall og orðinn spilandi þjálfari Grindavíkur. Þá voru meðlimir nítján marka klúbbsins orðnir þrír en það er önnur saga. Annar meðlimur nítján marka klúbbsins: Guðmundur Torfason, Fram 1986 19 mörk í 18 leikjum 10 á heimavelli - 9 á útivelli 8 í fyrri hálfleik - 11 í seinni hálfeik 9 mörk i fyrri umferð - 10 mörk í seinni umferð 11 skot - 2 víti - 2 aukaspyrnur - 3 skallamörk 4 tvennur - 1 þrenna Á móti hverjum 3 mörk á móti efstu þremur liðunum 5 mörk á móti efri hluta 14 mörk á móti neðri hluta 6 mörk á móti falliðum Markahæstu mánuðir: 8 mörk í júní 5 mörk í júlí 3 mörk í ágúst Flest mörk á móti einstökum liðum 4 mörk á móti FH 3 mörk á móti Víði 3 mörk á móti Breiðabliki 3 mörk á móti ÍBV Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Fram Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag er 20 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Nú er komið að öðrum manninum sem komst í nítján marka hópinn sem meðlimum í hópnum hefur síðan fjölgað síðan. Guðmundur Torfson skoraði 19 mörk í 18 leikjum með Fram sumarið 1986 og jafnaði þar með átta ára met Péturs Péturssonar frá 1978. Guðmundur varð aftur á móti fyrstur til að skora 19 mörk fyrir Íslandsmeistaralið því hann og Framarar unnu Íslandsmeistarabikarinn 1986. Pétur fór strax út í atvinnumennsku eftir 1978 tímabilið og hafði spilað í Hollandi, í Belgíu og á Spáni í átta ár. Pétur kom hins vegar aftur heim sumarið 1986 og spilaði aftur með Skagaliðinu. Pétur spilaði sinn fyrsta leik í ágúst en þá var Guðmundur kominn með 14 mörk í aðeins 13 leikjum og farinn að nálgast metið. Guðmundur jafnaði síðan markamet Péturs í næstsíðustu umferð þegar hann skoraði tvö mörk í 4-1 sigri á Fram á Laugardalsvellinum. Fyrra markið skoraði hann þegar hann fylgdi eftir eigin vítaspyrnu sem var varin en seinna markið kom á 63. mínútu með skoti sem fór af varnarmanni og í netið. Guðmundi tókst ekki að bæta metið í lokaleiknum en fagnaði engu að síður eftir hann því Framliðið tryggði sér þá Íslandmeistarabikarinn með því að gera markalaust jafntefli á móti KR. Guðmundur var reyndar nálægt því að skora en Stefán Jóhannsson, markvörður KR, varð þá frábærlega frá honum. „Ég sá boltann í markinu, hann stefndi uppí vinkilinn en Stefán varði þetta stórkostlega," sagði Guðmundur við Þjóðviljann. „Ég er alls ekkert svekktur yfir því að hafa ekki náð að skora. Ég er fyrst og fremst ánægður með Íslandsmeistaratitilinn. Nú á ég markametið með Pétri, 19 mörk, og get sett mér það markmið að bæta það næst," sagði Guðmundur enn fremur við Þjóðviljann eftir leikinn. Guðmundur fékk þó ekki tækifæri til þess því að hann fór út í atvinnumennsku og spilaði ekki aftur í deildinni fyrr en hann var orðinn 35 ára gamall og orðinn spilandi þjálfari Grindavíkur. Þá voru meðlimir nítján marka klúbbsins orðnir þrír en það er önnur saga. Annar meðlimur nítján marka klúbbsins: Guðmundur Torfason, Fram 1986 19 mörk í 18 leikjum 10 á heimavelli - 9 á útivelli 8 í fyrri hálfleik - 11 í seinni hálfeik 9 mörk i fyrri umferð - 10 mörk í seinni umferð 11 skot - 2 víti - 2 aukaspyrnur - 3 skallamörk 4 tvennur - 1 þrenna Á móti hverjum 3 mörk á móti efstu þremur liðunum 5 mörk á móti efri hluta 14 mörk á móti neðri hluta 6 mörk á móti falliðum Markahæstu mánuðir: 8 mörk í júní 5 mörk í júlí 3 mörk í ágúst Flest mörk á móti einstökum liðum 4 mörk á móti FH 3 mörk á móti Víði 3 mörk á móti Breiðabliki 3 mörk á móti ÍBV
Annar meðlimur nítján marka klúbbsins: Guðmundur Torfason, Fram 1986 19 mörk í 18 leikjum 10 á heimavelli - 9 á útivelli 8 í fyrri hálfleik - 11 í seinni hálfeik 9 mörk i fyrri umferð - 10 mörk í seinni umferð 11 skot - 2 víti - 2 aukaspyrnur - 3 skallamörk 4 tvennur - 1 þrenna Á móti hverjum 3 mörk á móti efstu þremur liðunum 5 mörk á móti efri hluta 14 mörk á móti neðri hluta 6 mörk á móti falliðum Markahæstu mánuðir: 8 mörk í júní 5 mörk í júlí 3 mörk í ágúst Flest mörk á móti einstökum liðum 4 mörk á móti FH 3 mörk á móti Víði 3 mörk á móti Breiðabliki 3 mörk á móti ÍBV
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Fram Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli Sjá meira