20 dagar í Pepsi Max: Guðmundur jafnaði markametið um leið og Pétur mætti aftur í íslenska boltann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2020 10:00 Guðmundur Torfason með gullskóinn sinn á forsíðu bókarinnar „Mörk og sætir sigrar“ eftir Sigmund Ó. Steinarsson en í bókinn var meðal annars gert upp þetta ótrúlega 1986 tímabil þar sem Guðmundur skoraði 19 mörk fyrir Íslandsmeistaralið Fram. Skjámynd/Mörk og sætir sigrar Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag er 20 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Nú er komið að öðrum manninum sem komst í nítján marka hópinn sem meðlimum í hópnum hefur síðan fjölgað síðan. Guðmundur Torfson skoraði 19 mörk í 18 leikjum með Fram sumarið 1986 og jafnaði þar með átta ára met Péturs Péturssonar frá 1978. Guðmundur varð aftur á móti fyrstur til að skora 19 mörk fyrir Íslandsmeistaralið því hann og Framarar unnu Íslandsmeistarabikarinn 1986. Pétur fór strax út í atvinnumennsku eftir 1978 tímabilið og hafði spilað í Hollandi, í Belgíu og á Spáni í átta ár. Pétur kom hins vegar aftur heim sumarið 1986 og spilaði aftur með Skagaliðinu. Pétur spilaði sinn fyrsta leik í ágúst en þá var Guðmundur kominn með 14 mörk í aðeins 13 leikjum og farinn að nálgast metið. Guðmundur jafnaði síðan markamet Péturs í næstsíðustu umferð þegar hann skoraði tvö mörk í 4-1 sigri á Fram á Laugardalsvellinum. Fyrra markið skoraði hann þegar hann fylgdi eftir eigin vítaspyrnu sem var varin en seinna markið kom á 63. mínútu með skoti sem fór af varnarmanni og í netið. Guðmundi tókst ekki að bæta metið í lokaleiknum en fagnaði engu að síður eftir hann því Framliðið tryggði sér þá Íslandmeistarabikarinn með því að gera markalaust jafntefli á móti KR. Guðmundur var reyndar nálægt því að skora en Stefán Jóhannsson, markvörður KR, varð þá frábærlega frá honum. „Ég sá boltann í markinu, hann stefndi uppí vinkilinn en Stefán varði þetta stórkostlega," sagði Guðmundur við Þjóðviljann. „Ég er alls ekkert svekktur yfir því að hafa ekki náð að skora. Ég er fyrst og fremst ánægður með Íslandsmeistaratitilinn. Nú á ég markametið með Pétri, 19 mörk, og get sett mér það markmið að bæta það næst," sagði Guðmundur enn fremur við Þjóðviljann eftir leikinn. Guðmundur fékk þó ekki tækifæri til þess því að hann fór út í atvinnumennsku og spilaði ekki aftur í deildinni fyrr en hann var orðinn 35 ára gamall og orðinn spilandi þjálfari Grindavíkur. Þá voru meðlimir nítján marka klúbbsins orðnir þrír en það er önnur saga. Annar meðlimur nítján marka klúbbsins: Guðmundur Torfason, Fram 1986 19 mörk í 18 leikjum 10 á heimavelli - 9 á útivelli 8 í fyrri hálfleik - 11 í seinni hálfeik 9 mörk i fyrri umferð - 10 mörk í seinni umferð 11 skot - 2 víti - 2 aukaspyrnur - 3 skallamörk 4 tvennur - 1 þrenna Á móti hverjum 3 mörk á móti efstu þremur liðunum 5 mörk á móti efri hluta 14 mörk á móti neðri hluta 6 mörk á móti falliðum Markahæstu mánuðir: 8 mörk í júní 5 mörk í júlí 3 mörk í ágúst Flest mörk á móti einstökum liðum 4 mörk á móti FH 3 mörk á móti Víði 3 mörk á móti Breiðabliki 3 mörk á móti ÍBV Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Fram Mest lesið Leik lokið: Ísland - Úkraína 3-5 | Dýr mistök og sárt tap Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag er 20 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Nú er komið að öðrum manninum sem komst í nítján marka hópinn sem meðlimum í hópnum hefur síðan fjölgað síðan. Guðmundur Torfson skoraði 19 mörk í 18 leikjum með Fram sumarið 1986 og jafnaði þar með átta ára met Péturs Péturssonar frá 1978. Guðmundur varð aftur á móti fyrstur til að skora 19 mörk fyrir Íslandsmeistaralið því hann og Framarar unnu Íslandsmeistarabikarinn 1986. Pétur fór strax út í atvinnumennsku eftir 1978 tímabilið og hafði spilað í Hollandi, í Belgíu og á Spáni í átta ár. Pétur kom hins vegar aftur heim sumarið 1986 og spilaði aftur með Skagaliðinu. Pétur spilaði sinn fyrsta leik í ágúst en þá var Guðmundur kominn með 14 mörk í aðeins 13 leikjum og farinn að nálgast metið. Guðmundur jafnaði síðan markamet Péturs í næstsíðustu umferð þegar hann skoraði tvö mörk í 4-1 sigri á Fram á Laugardalsvellinum. Fyrra markið skoraði hann þegar hann fylgdi eftir eigin vítaspyrnu sem var varin en seinna markið kom á 63. mínútu með skoti sem fór af varnarmanni og í netið. Guðmundi tókst ekki að bæta metið í lokaleiknum en fagnaði engu að síður eftir hann því Framliðið tryggði sér þá Íslandmeistarabikarinn með því að gera markalaust jafntefli á móti KR. Guðmundur var reyndar nálægt því að skora en Stefán Jóhannsson, markvörður KR, varð þá frábærlega frá honum. „Ég sá boltann í markinu, hann stefndi uppí vinkilinn en Stefán varði þetta stórkostlega," sagði Guðmundur við Þjóðviljann. „Ég er alls ekkert svekktur yfir því að hafa ekki náð að skora. Ég er fyrst og fremst ánægður með Íslandsmeistaratitilinn. Nú á ég markametið með Pétri, 19 mörk, og get sett mér það markmið að bæta það næst," sagði Guðmundur enn fremur við Þjóðviljann eftir leikinn. Guðmundur fékk þó ekki tækifæri til þess því að hann fór út í atvinnumennsku og spilaði ekki aftur í deildinni fyrr en hann var orðinn 35 ára gamall og orðinn spilandi þjálfari Grindavíkur. Þá voru meðlimir nítján marka klúbbsins orðnir þrír en það er önnur saga. Annar meðlimur nítján marka klúbbsins: Guðmundur Torfason, Fram 1986 19 mörk í 18 leikjum 10 á heimavelli - 9 á útivelli 8 í fyrri hálfleik - 11 í seinni hálfeik 9 mörk i fyrri umferð - 10 mörk í seinni umferð 11 skot - 2 víti - 2 aukaspyrnur - 3 skallamörk 4 tvennur - 1 þrenna Á móti hverjum 3 mörk á móti efstu þremur liðunum 5 mörk á móti efri hluta 14 mörk á móti neðri hluta 6 mörk á móti falliðum Markahæstu mánuðir: 8 mörk í júní 5 mörk í júlí 3 mörk í ágúst Flest mörk á móti einstökum liðum 4 mörk á móti FH 3 mörk á móti Víði 3 mörk á móti Breiðabliki 3 mörk á móti ÍBV
Annar meðlimur nítján marka klúbbsins: Guðmundur Torfason, Fram 1986 19 mörk í 18 leikjum 10 á heimavelli - 9 á útivelli 8 í fyrri hálfleik - 11 í seinni hálfeik 9 mörk i fyrri umferð - 10 mörk í seinni umferð 11 skot - 2 víti - 2 aukaspyrnur - 3 skallamörk 4 tvennur - 1 þrenna Á móti hverjum 3 mörk á móti efstu þremur liðunum 5 mörk á móti efri hluta 14 mörk á móti neðri hluta 6 mörk á móti falliðum Markahæstu mánuðir: 8 mörk í júní 5 mörk í júlí 3 mörk í ágúst Flest mörk á móti einstökum liðum 4 mörk á móti FH 3 mörk á móti Víði 3 mörk á móti Breiðabliki 3 mörk á móti ÍBV
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Fram Mest lesið Leik lokið: Ísland - Úkraína 3-5 | Dýr mistök og sárt tap Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira