„Þetta er kreppa sem er allt öðruvísi en hrunið“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 19. maí 2020 22:00 Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, segir marga undanfarið hafa haft samband til að ræða fjárhagsáhyggjur. Vísir/Sigurjón Hátt í sex þúsund manns hafa sótt um að fresta greiðslum af íbúðalánum sínum vegna kórónuveirufaraldursins. Umboðsmaður skuldara óttast að haustið geti orðið erfitt fyrir marga. Síðan í mars hefur fólki sem sér fram á greiðsluerfiðleika vegna kórónuveirufaraldursins verið boðið upp á að fresta afborgunum á íbúðalánum frá þremur og upp í sex mánuði. Hátt í sex þúsund hafa óskað eftir því að fresta því tímabundið að greiða af íbúðalánum sínum.Vísir/Hafsteinn Fimm þúsund og sjö hundruð manns hafa nú sótt um að fresta því að greiða af íbúðalánunum sínum hjá Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankanum, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og þremur stærstu lífeyrissjóðunum landsins, það er hjá Gildi, Lífeyrissjóði verslunarmanna og Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Misjafnt er hversu stór hluti lántakenda hefur óskað eftir greiðsluhléi en hjá Arion banka eru rúmlega 11% af lánum bankans til einstaklinga í greiðslufrystingu. Fjölmargir hafa leyst út séreignasparnað Bönkunum og lífeyrissjóðum hafa borist þúsundir beiðna frá fólki sem vill leysa út séreignasparnað. Langflestir hafa viljað leysa út undir einni milljón króna en þó eru dæmi um að fólk hafi beðið um að fá meira en sex milljónir greiddar út. Þá eru líka sífellt fleiri að endurfjármagna lánin sín en allt að þriðjungur lánveitinga hjá einstökum stofnunum eru vegna endurfjármögnunar. Þurfum líka að búast við hinu versta Atvinnuleysi í lok apríl var 17,8% og margir sem sjá fram að fara á atvinnuleysisbætur á næstunni. Fjölmargir hafa því undanfarið sett sig í samband við Umboðsmann skuldara til að ræða hvernig þeir geta staðið við fjárhagsskuldbindingar sínar. „Þetta verður kannski hópur sem hefur aldrei áður verið í fjárhagsvanda og við þurfum að mæta þeim hópi einmitt kannski með ólíkum hætti en áður af því þetta er kreppa sem er allt öðruvísi heldur en bankahrunið,“ segir Ásta Sigrún Helgadóttir umboðsmaður skuldara. Hún segir marga hafa haft góðar tekjur hingað til og því oft mikil viðbrigði fyrir fólk að fara á atvinnuleysisbætur. „Í raun og veru að fara inn í mikla tekjulækkun og þarf að endurskipuleggja fjárhaginn og er líka búið að skipuleggja sig miðað við þær tekjur sem það hefur verið með.“ Ásta segir það geta reynt á þegar fólk lýkur uppsagnarfresti sínum og hún óttast að haustið geti orðið erfitt fyrir marga. „Ég er með þá spá að svona síðsumars og í haust að þá gæti farið að kreppa að, auðvitað verður maður alltaf að halda í bjartsýnina, en við þurfum líka að búast við hinu versta.“ Vinnumarkaður Íslenskir bankar Lífeyrissjóðir Efnahagsmál Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Hátt í sex þúsund manns hafa sótt um að fresta greiðslum af íbúðalánum sínum vegna kórónuveirufaraldursins. Umboðsmaður skuldara óttast að haustið geti orðið erfitt fyrir marga. Síðan í mars hefur fólki sem sér fram á greiðsluerfiðleika vegna kórónuveirufaraldursins verið boðið upp á að fresta afborgunum á íbúðalánum frá þremur og upp í sex mánuði. Hátt í sex þúsund hafa óskað eftir því að fresta því tímabundið að greiða af íbúðalánum sínum.Vísir/Hafsteinn Fimm þúsund og sjö hundruð manns hafa nú sótt um að fresta því að greiða af íbúðalánunum sínum hjá Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankanum, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og þremur stærstu lífeyrissjóðunum landsins, það er hjá Gildi, Lífeyrissjóði verslunarmanna og Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Misjafnt er hversu stór hluti lántakenda hefur óskað eftir greiðsluhléi en hjá Arion banka eru rúmlega 11% af lánum bankans til einstaklinga í greiðslufrystingu. Fjölmargir hafa leyst út séreignasparnað Bönkunum og lífeyrissjóðum hafa borist þúsundir beiðna frá fólki sem vill leysa út séreignasparnað. Langflestir hafa viljað leysa út undir einni milljón króna en þó eru dæmi um að fólk hafi beðið um að fá meira en sex milljónir greiddar út. Þá eru líka sífellt fleiri að endurfjármagna lánin sín en allt að þriðjungur lánveitinga hjá einstökum stofnunum eru vegna endurfjármögnunar. Þurfum líka að búast við hinu versta Atvinnuleysi í lok apríl var 17,8% og margir sem sjá fram að fara á atvinnuleysisbætur á næstunni. Fjölmargir hafa því undanfarið sett sig í samband við Umboðsmann skuldara til að ræða hvernig þeir geta staðið við fjárhagsskuldbindingar sínar. „Þetta verður kannski hópur sem hefur aldrei áður verið í fjárhagsvanda og við þurfum að mæta þeim hópi einmitt kannski með ólíkum hætti en áður af því þetta er kreppa sem er allt öðruvísi heldur en bankahrunið,“ segir Ásta Sigrún Helgadóttir umboðsmaður skuldara. Hún segir marga hafa haft góðar tekjur hingað til og því oft mikil viðbrigði fyrir fólk að fara á atvinnuleysisbætur. „Í raun og veru að fara inn í mikla tekjulækkun og þarf að endurskipuleggja fjárhaginn og er líka búið að skipuleggja sig miðað við þær tekjur sem það hefur verið með.“ Ásta segir það geta reynt á þegar fólk lýkur uppsagnarfresti sínum og hún óttast að haustið geti orðið erfitt fyrir marga. „Ég er með þá spá að svona síðsumars og í haust að þá gæti farið að kreppa að, auðvitað verður maður alltaf að halda í bjartsýnina, en við þurfum líka að búast við hinu versta.“
Vinnumarkaður Íslenskir bankar Lífeyrissjóðir Efnahagsmál Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum