Gátu ekki rofið nafnleynd þeirra sem kvörtuðu undan Atla Rafni eftir á Kjartan Kjartansson skrifar 19. maí 2020 12:08 Borgarleikhúsið sagði Atla Rafni upp störfum vegna kvartana um meinta kynferðislega áreitni og ofbeldi rétt fyrir stóra leiksýningu sem hann átti að koma fram í árið 2017. Hann hefur vísað öllum slíkum ásökunum á bug og vann mál vegna ólögmætrar uppsagnar í fyrra. Vísir/Vilhelm Ekki var hægt að láta einstaklinga sem kvörtuðu undan meintri kynferðislegri áreitni eða ofbeldi Atla Rafns Sigurðarsonar, leikara, hjá Borgarleikhúsinu sæta því að nafnleynd þeirra yrði rofin eftir á, að mati Persónuverndar. Ríkislögmaður sagði að Leikfélag Reykjavíkur yrði að svara fyrir það sem það gerði með ásakanirnar þegar krafa Atla Rafns um að fá aðgang að upplýsingum um kvartanirnar var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Kristín Eysteinsdóttir, þáverandi Borgarleikhússtjóri, sagði Atla Rafni upp störfum eftir að henni bárust nokkrar kvartanir um meinta kynferðislega áreitni eða ofbeldi leikarans í desember árið 2017. Atli Rafn fékk ekki að vita hverjir kvörtuðu undan honum eða nákvæmlega hvers vegna. Kristín bar því við að þeir sem kvörtuðu hefðu óskað nafnleyndar. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Atla Rafni í vil í máli sem hann höfðaði vegna ólögmætrar uppsagnar í október. Voru Kristín og Leikfélag Reykjavíkur dæmd til að greiða honum fimm og hálfa milljón króna í skaðabætur. Þau áfrýjuðu dómnum og bíður málið nú meðferðar Landsréttar. Sjá einnig: Kristínu mátti vera ljóst að orðspor og starfsheiður Atla Rafns væri að veði Persónuvernd úrskurðaði í október árið 2018 að Kristínu væri ekki skylt að afhenda Atla Rafni upplýsingar um kvartanirnar og vísaði þar meðal annars til hagsmuna þeirra sem kvörtuðu. Taldi Persónuvernd að vinnsla leikhússins á upplýsingunum hefði verið í samræmi við lög og að Atli Rafn hefði fengið fullnægjandi upplýsingar um vinnsluna. Atli Rafn stefndi Persónuvernd til að fá þann úrskurð felldan úr gildi og var stefnan tekin fyrir í héraðsdómi í morgun. Þar hélt Einar Þór Sverrisson, lögmaður Atla Rafns, því fram að Persónuvernd hefði metið rétt einstaklinga sem hefðu „vegið úr launsátri“ undir nafnleynd þyngri en rétt leikarans á upplýsingum sem lágu til grundvallar ákvörðunar Borgarleikhússins um að segja honum upp störfum. Úrskurðurinn hefði byggst á loforði sem Kristín hefði gefið þeim sem kvörtuðu um nafnleynd. Það loforð taldi Einar Þór ekki heimilt að veita. Atli Rafn Sigurðarson í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar mál hans gegn Kristínu og Borgarleikhúsinu vegna ólögmætrar uppsagnar var tekið fyrir í fyrra.Vísir/Egill Persónuvernd geti ekki svarað fyrir gjörðir leikhússins Einar Karl Hallvarðsson, ríkislögmaður, sagði fyrir dómnum að Persónuvernd hefði aðeins tekið afstöðu til vinnslu persónuupplýsinga um Atla Rafn og einstaklinganna sem kvörtuðu, ekki til þess hvaða ákvarðanir Leikfélag Reykjavíkur tók á grundvelli upplýsinganna. „Leikfélagið verður að svara fyrir það sem hefur verið gert og er að gera það fyrir dómstólum að mér skilst,“ sagði lögmaðurinn. Starfsmenn Persónuverndar hafi komist að þeirri niðurstöðu að kvartanirnar hafi aðeins verið lýsing á persónulegri upplifun einstaklinga sem ekki hafi verið hægt að sanna eða afsanna. Borgarleikhúsinu hafi verið heimilt að skrá þær upplýsingar. Þegar einstaklingarnir hafi veitt leikhússtjóranum upplýsingarnar í trúnaði hafi þeir ekki vitað hvað yrði gert með þær, það hefði verið á ábyrgð leikhússins. Hvað Persónuvernd varðaði snerist málið einnig um persónuvernd þeirra sem kvörtuðu í trúnaði. Benti Einar Karl á að málflutningur lögmanns Atla Rafns beindist að miklu leyti að Leikfélagi Reykjavíkur og gagnrýni á það fyrir hvernig var staðið að uppsögninni. „Það getur Persónuvernd auðvitað ekki svarað fyrir,“ sagði ríkislögmaður. Kristín Eysteinsdóttir stýrði Borgarleikhúsinu þegar Atla Rafni var sagt upp. Hún lét af störfum í febrúar, einu og hálfu ári áður en starfstímabili hennar átti að ljúka.Vísir/Vilhelm Varðar ekki um ákvörðun kvartendanna um að tjá sig Hagsmunir Atla Rafns varði ákvörðun Leikfélagsins um að segja honum upp störfum en ekki ákvörðun einstaklinganna sem kvörtuðu um að tjá sig með þeim hætti sem þeir gerðu, að sögn ríkislögmanns. Persónuvernd hafi metið að leikhúsinu væri ekki skylt að veita Atla Rafni upplýsingar um ásakanirnar úr vinnuskjali þáverandi leikhússtjóra. Horfa yrði til þess að Atli Rafn hefði þó fengið tilteknar upplýsingar um að kvartanirnar vörðuðu meinta kynferðislega áreitni og ofbeldi. Ekki væri hins vegar hægt að láta kvartendurna sæta því að nafnleynd væri rofin eftir á. Í úrskurði Persónuverndar taldi stofnunin sig ekki hafa valdsvið til að taka afstöðu til þess hvort heimilt hefði verið að heita kvartendunum trúnaði. Einar Þór, lögmaður Atla Rafns, sagðist ósammála því. Eitthvað væri bogið við að Atla Rafni væri haldið í myrkri um ásakanirnar og þá sem settu þær fram á meðan ásakendurnir njóti skjóls. Úrskurður Persónuverndar hafi ráðist af ákvörðun sem Leikfélag Reykjavíkur hafi tekið um að lofa kvartendunum nafnleynd. Taldi Einar Þór að ekki væri hægt að grípa til aðgerða gegn starfsmanni á grundvelli nafnlausra ásakana. Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Dómsmál MeToo Persónuvernd Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Ekki var hægt að láta einstaklinga sem kvörtuðu undan meintri kynferðislegri áreitni eða ofbeldi Atla Rafns Sigurðarsonar, leikara, hjá Borgarleikhúsinu sæta því að nafnleynd þeirra yrði rofin eftir á, að mati Persónuverndar. Ríkislögmaður sagði að Leikfélag Reykjavíkur yrði að svara fyrir það sem það gerði með ásakanirnar þegar krafa Atla Rafns um að fá aðgang að upplýsingum um kvartanirnar var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Kristín Eysteinsdóttir, þáverandi Borgarleikhússtjóri, sagði Atla Rafni upp störfum eftir að henni bárust nokkrar kvartanir um meinta kynferðislega áreitni eða ofbeldi leikarans í desember árið 2017. Atli Rafn fékk ekki að vita hverjir kvörtuðu undan honum eða nákvæmlega hvers vegna. Kristín bar því við að þeir sem kvörtuðu hefðu óskað nafnleyndar. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Atla Rafni í vil í máli sem hann höfðaði vegna ólögmætrar uppsagnar í október. Voru Kristín og Leikfélag Reykjavíkur dæmd til að greiða honum fimm og hálfa milljón króna í skaðabætur. Þau áfrýjuðu dómnum og bíður málið nú meðferðar Landsréttar. Sjá einnig: Kristínu mátti vera ljóst að orðspor og starfsheiður Atla Rafns væri að veði Persónuvernd úrskurðaði í október árið 2018 að Kristínu væri ekki skylt að afhenda Atla Rafni upplýsingar um kvartanirnar og vísaði þar meðal annars til hagsmuna þeirra sem kvörtuðu. Taldi Persónuvernd að vinnsla leikhússins á upplýsingunum hefði verið í samræmi við lög og að Atli Rafn hefði fengið fullnægjandi upplýsingar um vinnsluna. Atli Rafn stefndi Persónuvernd til að fá þann úrskurð felldan úr gildi og var stefnan tekin fyrir í héraðsdómi í morgun. Þar hélt Einar Þór Sverrisson, lögmaður Atla Rafns, því fram að Persónuvernd hefði metið rétt einstaklinga sem hefðu „vegið úr launsátri“ undir nafnleynd þyngri en rétt leikarans á upplýsingum sem lágu til grundvallar ákvörðunar Borgarleikhússins um að segja honum upp störfum. Úrskurðurinn hefði byggst á loforði sem Kristín hefði gefið þeim sem kvörtuðu um nafnleynd. Það loforð taldi Einar Þór ekki heimilt að veita. Atli Rafn Sigurðarson í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar mál hans gegn Kristínu og Borgarleikhúsinu vegna ólögmætrar uppsagnar var tekið fyrir í fyrra.Vísir/Egill Persónuvernd geti ekki svarað fyrir gjörðir leikhússins Einar Karl Hallvarðsson, ríkislögmaður, sagði fyrir dómnum að Persónuvernd hefði aðeins tekið afstöðu til vinnslu persónuupplýsinga um Atla Rafn og einstaklinganna sem kvörtuðu, ekki til þess hvaða ákvarðanir Leikfélag Reykjavíkur tók á grundvelli upplýsinganna. „Leikfélagið verður að svara fyrir það sem hefur verið gert og er að gera það fyrir dómstólum að mér skilst,“ sagði lögmaðurinn. Starfsmenn Persónuverndar hafi komist að þeirri niðurstöðu að kvartanirnar hafi aðeins verið lýsing á persónulegri upplifun einstaklinga sem ekki hafi verið hægt að sanna eða afsanna. Borgarleikhúsinu hafi verið heimilt að skrá þær upplýsingar. Þegar einstaklingarnir hafi veitt leikhússtjóranum upplýsingarnar í trúnaði hafi þeir ekki vitað hvað yrði gert með þær, það hefði verið á ábyrgð leikhússins. Hvað Persónuvernd varðaði snerist málið einnig um persónuvernd þeirra sem kvörtuðu í trúnaði. Benti Einar Karl á að málflutningur lögmanns Atla Rafns beindist að miklu leyti að Leikfélagi Reykjavíkur og gagnrýni á það fyrir hvernig var staðið að uppsögninni. „Það getur Persónuvernd auðvitað ekki svarað fyrir,“ sagði ríkislögmaður. Kristín Eysteinsdóttir stýrði Borgarleikhúsinu þegar Atla Rafni var sagt upp. Hún lét af störfum í febrúar, einu og hálfu ári áður en starfstímabili hennar átti að ljúka.Vísir/Vilhelm Varðar ekki um ákvörðun kvartendanna um að tjá sig Hagsmunir Atla Rafns varði ákvörðun Leikfélagsins um að segja honum upp störfum en ekki ákvörðun einstaklinganna sem kvörtuðu um að tjá sig með þeim hætti sem þeir gerðu, að sögn ríkislögmanns. Persónuvernd hafi metið að leikhúsinu væri ekki skylt að veita Atla Rafni upplýsingar um ásakanirnar úr vinnuskjali þáverandi leikhússtjóra. Horfa yrði til þess að Atli Rafn hefði þó fengið tilteknar upplýsingar um að kvartanirnar vörðuðu meinta kynferðislega áreitni og ofbeldi. Ekki væri hins vegar hægt að láta kvartendurna sæta því að nafnleynd væri rofin eftir á. Í úrskurði Persónuverndar taldi stofnunin sig ekki hafa valdsvið til að taka afstöðu til þess hvort heimilt hefði verið að heita kvartendunum trúnaði. Einar Þór, lögmaður Atla Rafns, sagðist ósammála því. Eitthvað væri bogið við að Atla Rafni væri haldið í myrkri um ásakanirnar og þá sem settu þær fram á meðan ásakendurnir njóti skjóls. Úrskurður Persónuverndar hafi ráðist af ákvörðun sem Leikfélag Reykjavíkur hafi tekið um að lofa kvartendunum nafnleynd. Taldi Einar Þór að ekki væri hægt að grípa til aðgerða gegn starfsmanni á grundvelli nafnlausra ásakana.
Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Dómsmál MeToo Persónuvernd Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent