Gátu ekki rofið nafnleynd þeirra sem kvörtuðu undan Atla Rafni eftir á Kjartan Kjartansson skrifar 19. maí 2020 12:08 Borgarleikhúsið sagði Atla Rafni upp störfum vegna kvartana um meinta kynferðislega áreitni og ofbeldi rétt fyrir stóra leiksýningu sem hann átti að koma fram í árið 2017. Hann hefur vísað öllum slíkum ásökunum á bug og vann mál vegna ólögmætrar uppsagnar í fyrra. Vísir/Vilhelm Ekki var hægt að láta einstaklinga sem kvörtuðu undan meintri kynferðislegri áreitni eða ofbeldi Atla Rafns Sigurðarsonar, leikara, hjá Borgarleikhúsinu sæta því að nafnleynd þeirra yrði rofin eftir á, að mati Persónuverndar. Ríkislögmaður sagði að Leikfélag Reykjavíkur yrði að svara fyrir það sem það gerði með ásakanirnar þegar krafa Atla Rafns um að fá aðgang að upplýsingum um kvartanirnar var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Kristín Eysteinsdóttir, þáverandi Borgarleikhússtjóri, sagði Atla Rafni upp störfum eftir að henni bárust nokkrar kvartanir um meinta kynferðislega áreitni eða ofbeldi leikarans í desember árið 2017. Atli Rafn fékk ekki að vita hverjir kvörtuðu undan honum eða nákvæmlega hvers vegna. Kristín bar því við að þeir sem kvörtuðu hefðu óskað nafnleyndar. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Atla Rafni í vil í máli sem hann höfðaði vegna ólögmætrar uppsagnar í október. Voru Kristín og Leikfélag Reykjavíkur dæmd til að greiða honum fimm og hálfa milljón króna í skaðabætur. Þau áfrýjuðu dómnum og bíður málið nú meðferðar Landsréttar. Sjá einnig: Kristínu mátti vera ljóst að orðspor og starfsheiður Atla Rafns væri að veði Persónuvernd úrskurðaði í október árið 2018 að Kristínu væri ekki skylt að afhenda Atla Rafni upplýsingar um kvartanirnar og vísaði þar meðal annars til hagsmuna þeirra sem kvörtuðu. Taldi Persónuvernd að vinnsla leikhússins á upplýsingunum hefði verið í samræmi við lög og að Atli Rafn hefði fengið fullnægjandi upplýsingar um vinnsluna. Atli Rafn stefndi Persónuvernd til að fá þann úrskurð felldan úr gildi og var stefnan tekin fyrir í héraðsdómi í morgun. Þar hélt Einar Þór Sverrisson, lögmaður Atla Rafns, því fram að Persónuvernd hefði metið rétt einstaklinga sem hefðu „vegið úr launsátri“ undir nafnleynd þyngri en rétt leikarans á upplýsingum sem lágu til grundvallar ákvörðunar Borgarleikhússins um að segja honum upp störfum. Úrskurðurinn hefði byggst á loforði sem Kristín hefði gefið þeim sem kvörtuðu um nafnleynd. Það loforð taldi Einar Þór ekki heimilt að veita. Atli Rafn Sigurðarson í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar mál hans gegn Kristínu og Borgarleikhúsinu vegna ólögmætrar uppsagnar var tekið fyrir í fyrra.Vísir/Egill Persónuvernd geti ekki svarað fyrir gjörðir leikhússins Einar Karl Hallvarðsson, ríkislögmaður, sagði fyrir dómnum að Persónuvernd hefði aðeins tekið afstöðu til vinnslu persónuupplýsinga um Atla Rafn og einstaklinganna sem kvörtuðu, ekki til þess hvaða ákvarðanir Leikfélag Reykjavíkur tók á grundvelli upplýsinganna. „Leikfélagið verður að svara fyrir það sem hefur verið gert og er að gera það fyrir dómstólum að mér skilst,“ sagði lögmaðurinn. Starfsmenn Persónuverndar hafi komist að þeirri niðurstöðu að kvartanirnar hafi aðeins verið lýsing á persónulegri upplifun einstaklinga sem ekki hafi verið hægt að sanna eða afsanna. Borgarleikhúsinu hafi verið heimilt að skrá þær upplýsingar. Þegar einstaklingarnir hafi veitt leikhússtjóranum upplýsingarnar í trúnaði hafi þeir ekki vitað hvað yrði gert með þær, það hefði verið á ábyrgð leikhússins. Hvað Persónuvernd varðaði snerist málið einnig um persónuvernd þeirra sem kvörtuðu í trúnaði. Benti Einar Karl á að málflutningur lögmanns Atla Rafns beindist að miklu leyti að Leikfélagi Reykjavíkur og gagnrýni á það fyrir hvernig var staðið að uppsögninni. „Það getur Persónuvernd auðvitað ekki svarað fyrir,“ sagði ríkislögmaður. Kristín Eysteinsdóttir stýrði Borgarleikhúsinu þegar Atla Rafni var sagt upp. Hún lét af störfum í febrúar, einu og hálfu ári áður en starfstímabili hennar átti að ljúka.Vísir/Vilhelm Varðar ekki um ákvörðun kvartendanna um að tjá sig Hagsmunir Atla Rafns varði ákvörðun Leikfélagsins um að segja honum upp störfum en ekki ákvörðun einstaklinganna sem kvörtuðu um að tjá sig með þeim hætti sem þeir gerðu, að sögn ríkislögmanns. Persónuvernd hafi metið að leikhúsinu væri ekki skylt að veita Atla Rafni upplýsingar um ásakanirnar úr vinnuskjali þáverandi leikhússtjóra. Horfa yrði til þess að Atli Rafn hefði þó fengið tilteknar upplýsingar um að kvartanirnar vörðuðu meinta kynferðislega áreitni og ofbeldi. Ekki væri hins vegar hægt að láta kvartendurna sæta því að nafnleynd væri rofin eftir á. Í úrskurði Persónuverndar taldi stofnunin sig ekki hafa valdsvið til að taka afstöðu til þess hvort heimilt hefði verið að heita kvartendunum trúnaði. Einar Þór, lögmaður Atla Rafns, sagðist ósammála því. Eitthvað væri bogið við að Atla Rafni væri haldið í myrkri um ásakanirnar og þá sem settu þær fram á meðan ásakendurnir njóti skjóls. Úrskurður Persónuverndar hafi ráðist af ákvörðun sem Leikfélag Reykjavíkur hafi tekið um að lofa kvartendunum nafnleynd. Taldi Einar Þór að ekki væri hægt að grípa til aðgerða gegn starfsmanni á grundvelli nafnlausra ásakana. Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Dómsmál MeToo Persónuvernd Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Ekki var hægt að láta einstaklinga sem kvörtuðu undan meintri kynferðislegri áreitni eða ofbeldi Atla Rafns Sigurðarsonar, leikara, hjá Borgarleikhúsinu sæta því að nafnleynd þeirra yrði rofin eftir á, að mati Persónuverndar. Ríkislögmaður sagði að Leikfélag Reykjavíkur yrði að svara fyrir það sem það gerði með ásakanirnar þegar krafa Atla Rafns um að fá aðgang að upplýsingum um kvartanirnar var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Kristín Eysteinsdóttir, þáverandi Borgarleikhússtjóri, sagði Atla Rafni upp störfum eftir að henni bárust nokkrar kvartanir um meinta kynferðislega áreitni eða ofbeldi leikarans í desember árið 2017. Atli Rafn fékk ekki að vita hverjir kvörtuðu undan honum eða nákvæmlega hvers vegna. Kristín bar því við að þeir sem kvörtuðu hefðu óskað nafnleyndar. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Atla Rafni í vil í máli sem hann höfðaði vegna ólögmætrar uppsagnar í október. Voru Kristín og Leikfélag Reykjavíkur dæmd til að greiða honum fimm og hálfa milljón króna í skaðabætur. Þau áfrýjuðu dómnum og bíður málið nú meðferðar Landsréttar. Sjá einnig: Kristínu mátti vera ljóst að orðspor og starfsheiður Atla Rafns væri að veði Persónuvernd úrskurðaði í október árið 2018 að Kristínu væri ekki skylt að afhenda Atla Rafni upplýsingar um kvartanirnar og vísaði þar meðal annars til hagsmuna þeirra sem kvörtuðu. Taldi Persónuvernd að vinnsla leikhússins á upplýsingunum hefði verið í samræmi við lög og að Atli Rafn hefði fengið fullnægjandi upplýsingar um vinnsluna. Atli Rafn stefndi Persónuvernd til að fá þann úrskurð felldan úr gildi og var stefnan tekin fyrir í héraðsdómi í morgun. Þar hélt Einar Þór Sverrisson, lögmaður Atla Rafns, því fram að Persónuvernd hefði metið rétt einstaklinga sem hefðu „vegið úr launsátri“ undir nafnleynd þyngri en rétt leikarans á upplýsingum sem lágu til grundvallar ákvörðunar Borgarleikhússins um að segja honum upp störfum. Úrskurðurinn hefði byggst á loforði sem Kristín hefði gefið þeim sem kvörtuðu um nafnleynd. Það loforð taldi Einar Þór ekki heimilt að veita. Atli Rafn Sigurðarson í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar mál hans gegn Kristínu og Borgarleikhúsinu vegna ólögmætrar uppsagnar var tekið fyrir í fyrra.Vísir/Egill Persónuvernd geti ekki svarað fyrir gjörðir leikhússins Einar Karl Hallvarðsson, ríkislögmaður, sagði fyrir dómnum að Persónuvernd hefði aðeins tekið afstöðu til vinnslu persónuupplýsinga um Atla Rafn og einstaklinganna sem kvörtuðu, ekki til þess hvaða ákvarðanir Leikfélag Reykjavíkur tók á grundvelli upplýsinganna. „Leikfélagið verður að svara fyrir það sem hefur verið gert og er að gera það fyrir dómstólum að mér skilst,“ sagði lögmaðurinn. Starfsmenn Persónuverndar hafi komist að þeirri niðurstöðu að kvartanirnar hafi aðeins verið lýsing á persónulegri upplifun einstaklinga sem ekki hafi verið hægt að sanna eða afsanna. Borgarleikhúsinu hafi verið heimilt að skrá þær upplýsingar. Þegar einstaklingarnir hafi veitt leikhússtjóranum upplýsingarnar í trúnaði hafi þeir ekki vitað hvað yrði gert með þær, það hefði verið á ábyrgð leikhússins. Hvað Persónuvernd varðaði snerist málið einnig um persónuvernd þeirra sem kvörtuðu í trúnaði. Benti Einar Karl á að málflutningur lögmanns Atla Rafns beindist að miklu leyti að Leikfélagi Reykjavíkur og gagnrýni á það fyrir hvernig var staðið að uppsögninni. „Það getur Persónuvernd auðvitað ekki svarað fyrir,“ sagði ríkislögmaður. Kristín Eysteinsdóttir stýrði Borgarleikhúsinu þegar Atla Rafni var sagt upp. Hún lét af störfum í febrúar, einu og hálfu ári áður en starfstímabili hennar átti að ljúka.Vísir/Vilhelm Varðar ekki um ákvörðun kvartendanna um að tjá sig Hagsmunir Atla Rafns varði ákvörðun Leikfélagsins um að segja honum upp störfum en ekki ákvörðun einstaklinganna sem kvörtuðu um að tjá sig með þeim hætti sem þeir gerðu, að sögn ríkislögmanns. Persónuvernd hafi metið að leikhúsinu væri ekki skylt að veita Atla Rafni upplýsingar um ásakanirnar úr vinnuskjali þáverandi leikhússtjóra. Horfa yrði til þess að Atli Rafn hefði þó fengið tilteknar upplýsingar um að kvartanirnar vörðuðu meinta kynferðislega áreitni og ofbeldi. Ekki væri hins vegar hægt að láta kvartendurna sæta því að nafnleynd væri rofin eftir á. Í úrskurði Persónuverndar taldi stofnunin sig ekki hafa valdsvið til að taka afstöðu til þess hvort heimilt hefði verið að heita kvartendunum trúnaði. Einar Þór, lögmaður Atla Rafns, sagðist ósammála því. Eitthvað væri bogið við að Atla Rafni væri haldið í myrkri um ásakanirnar og þá sem settu þær fram á meðan ásakendurnir njóti skjóls. Úrskurður Persónuverndar hafi ráðist af ákvörðun sem Leikfélag Reykjavíkur hafi tekið um að lofa kvartendunum nafnleynd. Taldi Einar Þór að ekki væri hægt að grípa til aðgerða gegn starfsmanni á grundvelli nafnlausra ásakana.
Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Dómsmál MeToo Persónuvernd Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira