Atkvæðagreiðslu flugmanna lýkur á sama tíma og fundur hluthafa hefst Birgir Olgeirsson skrifar 19. maí 2020 11:23 Flugvélar Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Viðræður samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélagsins eru á viðkvæmu stigi eftir langa fundatörn. Atkvæðagreiðsla um samninga flugmanna og flugvirkja stendur yfir. Atkvæðagreiðslu flugmanna lýkur á sama tíma og hluthafafundur Icelandair hefst á föstudag. Samninganefndirnar höfðu fundað í ellefu tíma þegar ríkissáttasemjari ákvað að slíta fundi klukkan eitt í nótt. Flugfreyjur hafa verið kjarasamningslausar í eitt og hálft ár og hafa á fjórða tug funda verið haldnir hjá sáttasemjara. Annar fundur hefur verið boðaður klukkan fimm í dag. Ríkissáttasemjari hefur sett samninganefndirnar í fjölmiðlabann. Icelandair hefur farið fram á að flugfreyjur skili meira vinnuframlagi fyrir sömu laun en fagfélagið hefur sagt það þýða tæplega fjörutíu prósenta kjaraskerðingu. Icelandair freistar þess að safna allt að 29 milljörðum króna í hlutafjárútboð. Fjárfestar eru þó sagðir gera kröfu um langtíma kjarasamninga við flugstéttir Icelandair. Flugvirkjar og flugmenn hafa skrifað undir samninga til fimm ára. Atkvæðagreiðsla stendur yfir á meðal félagsmanna Flugvirkjafélagsins sem lýkur á morgun. Formaður Flugvirkjafélagsins segir samninginn við flugvirkja á svipuðum nótum og þann sem flugmenn hafa skrifað undir, sem kveður á um kjaraskerðingu í formi auknu vinnuframlags. Flugmenn Icelandair hafa fengið kynningu á samningnum sem var undirritaður við Icelandair. Atkvæðagreiðsla um samninginn stendur yfir og lýkur klukkan fjögur á föstudag. Á sama tíma hefst hluthafafundur Icelandair þar sem ákveðið verður hvort ráðist verði í umrætt hlutafjárútboð. „Þeir sem ég hef heyrt í beint hafa tekið vel í þetta. Menn eru mjög meðvitaðir um ástandið og ætla að fylkja sér saman um þetta,“ segir Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Hann segir stærstu breytinguna hjá flugmönnum varða flugvaktir og hvíldartíma. „Okkar hagsmunir liggja fyrst og fremst í því að Icelandair komist vel í gegnum þetta og verði samkeppnishæfara en það var fyrir eftir þessa samninga. Í því felast okkar hagsmunir,“ segir Jón Þór. Icelandair Kjaramál Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira
Viðræður samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélagsins eru á viðkvæmu stigi eftir langa fundatörn. Atkvæðagreiðsla um samninga flugmanna og flugvirkja stendur yfir. Atkvæðagreiðslu flugmanna lýkur á sama tíma og hluthafafundur Icelandair hefst á föstudag. Samninganefndirnar höfðu fundað í ellefu tíma þegar ríkissáttasemjari ákvað að slíta fundi klukkan eitt í nótt. Flugfreyjur hafa verið kjarasamningslausar í eitt og hálft ár og hafa á fjórða tug funda verið haldnir hjá sáttasemjara. Annar fundur hefur verið boðaður klukkan fimm í dag. Ríkissáttasemjari hefur sett samninganefndirnar í fjölmiðlabann. Icelandair hefur farið fram á að flugfreyjur skili meira vinnuframlagi fyrir sömu laun en fagfélagið hefur sagt það þýða tæplega fjörutíu prósenta kjaraskerðingu. Icelandair freistar þess að safna allt að 29 milljörðum króna í hlutafjárútboð. Fjárfestar eru þó sagðir gera kröfu um langtíma kjarasamninga við flugstéttir Icelandair. Flugvirkjar og flugmenn hafa skrifað undir samninga til fimm ára. Atkvæðagreiðsla stendur yfir á meðal félagsmanna Flugvirkjafélagsins sem lýkur á morgun. Formaður Flugvirkjafélagsins segir samninginn við flugvirkja á svipuðum nótum og þann sem flugmenn hafa skrifað undir, sem kveður á um kjaraskerðingu í formi auknu vinnuframlags. Flugmenn Icelandair hafa fengið kynningu á samningnum sem var undirritaður við Icelandair. Atkvæðagreiðsla um samninginn stendur yfir og lýkur klukkan fjögur á föstudag. Á sama tíma hefst hluthafafundur Icelandair þar sem ákveðið verður hvort ráðist verði í umrætt hlutafjárútboð. „Þeir sem ég hef heyrt í beint hafa tekið vel í þetta. Menn eru mjög meðvitaðir um ástandið og ætla að fylkja sér saman um þetta,“ segir Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Hann segir stærstu breytinguna hjá flugmönnum varða flugvaktir og hvíldartíma. „Okkar hagsmunir liggja fyrst og fremst í því að Icelandair komist vel í gegnum þetta og verði samkeppnishæfara en það var fyrir eftir þessa samninga. Í því felast okkar hagsmunir,“ segir Jón Þór.
Icelandair Kjaramál Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira