Ríkið viðurkennir brot í málum Byko- og Húsasmiðjumanna og greiðir þeim 11 milljónir Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. maí 2020 09:07 Þrír mannanna sem eiga hlut að máli voru starfsmenn Húsasmiðjunnar. Vísir/vilhelm Íslenska ríkið viðurkennir brot af sinni hálfu í málum sex starfsmanna Húsasmiðjunnar og Byko, ýmist fyrrverandi og núverandi, sem dæmdir voru í Hæstarétti árið 2016 fyrir þátt í ólöglegu verðsamráði fyrirtækjanna. Þetta kemur fram í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu í málum mannanna, þar sem sátt milli ríkisins og umræddra starfsmanna er staðfest. Dómarnir voru birtir á vef MDE í morgun og eru allir eins. Mennirnir sem eiga aðild að málunum eru Stefán Árni Einarsson, fyrrum framkvæmdastjóri vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar, Kenneth Breiðfjörð, fyrrum vörustjóri timbursölu Húsasmiðjunnar, Leifur Örn Gunnarsson, fyrrum verslunarstjóri timbursölu Byko, Stefán Ingi Valsson, fyrrverandi sölustjóri fagsölusviðs Byko, Ragnar Már Amazeen, starfsmaður í timbursölu Byko, og Steingrímur Birkir Björnsson, fyrrum framkvæmdastjóri fagsölusviðs Byko. Mannréttindadómstóllinn kvað upp dóm í máli sjöunda mannsins, Júlíusar Þórs Sigurðssonar, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar, í fyrra. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið á rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar við meðferð málsins í Hæstarétti. Með sáttinni við ríkið nú, sem barst MDE 18. mars síðastliðinn, viðurkennir ríkið, með vísan til dóms í máli Júlíusar, að réttur mannanna til réttlátrar málsmeðferðar í Hæstarétti hafi verið brotinn á sínum tíma. Þeir fá jafnframt 12 þúsund evrur, tæpar tvær milljónir íslenskra króna, hver í sinn hlut en samþykkja að falla frá frekari kröfum á hendur ríkinu. Í dómi MDE segir að sáttin milli málsaðila sé staðfest. Ánægjulegt sé að sáttin sé byggð á virðingu fyrir mannréttindum og ekki þyki tilefni til að skoða málið frekar af hálfu dómsins. Tólf menn voru upphaflega ákærðir í málinu og ellefu þeirra sýknaðir í héraðsdómi árið 2015. Hæstiréttur sneri svo við dómi héraðsdóms ári síðar og sakfelldi átta af mönnunum fyrir verðsamráð og samkeppnislagabrot. Þeir voru sakaðir um að hafa átt í verðsamráði til að koma í veg fyrir að Byko, Húsasmiðjan og Úlfurinn ættu í samkeppni. Brotin voru sögð hafa falist í skipulagðri upplýsingagjöf um verð og tilboðskjör sérgreindra grófvörutegunda, einkum bygginga- og timburvara, í símtölum milli starfsmanna fyrirtækjanna. Dómsmál Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Sjá meira
Íslenska ríkið viðurkennir brot af sinni hálfu í málum sex starfsmanna Húsasmiðjunnar og Byko, ýmist fyrrverandi og núverandi, sem dæmdir voru í Hæstarétti árið 2016 fyrir þátt í ólöglegu verðsamráði fyrirtækjanna. Þetta kemur fram í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu í málum mannanna, þar sem sátt milli ríkisins og umræddra starfsmanna er staðfest. Dómarnir voru birtir á vef MDE í morgun og eru allir eins. Mennirnir sem eiga aðild að málunum eru Stefán Árni Einarsson, fyrrum framkvæmdastjóri vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar, Kenneth Breiðfjörð, fyrrum vörustjóri timbursölu Húsasmiðjunnar, Leifur Örn Gunnarsson, fyrrum verslunarstjóri timbursölu Byko, Stefán Ingi Valsson, fyrrverandi sölustjóri fagsölusviðs Byko, Ragnar Már Amazeen, starfsmaður í timbursölu Byko, og Steingrímur Birkir Björnsson, fyrrum framkvæmdastjóri fagsölusviðs Byko. Mannréttindadómstóllinn kvað upp dóm í máli sjöunda mannsins, Júlíusar Þórs Sigurðssonar, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar, í fyrra. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið á rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar við meðferð málsins í Hæstarétti. Með sáttinni við ríkið nú, sem barst MDE 18. mars síðastliðinn, viðurkennir ríkið, með vísan til dóms í máli Júlíusar, að réttur mannanna til réttlátrar málsmeðferðar í Hæstarétti hafi verið brotinn á sínum tíma. Þeir fá jafnframt 12 þúsund evrur, tæpar tvær milljónir íslenskra króna, hver í sinn hlut en samþykkja að falla frá frekari kröfum á hendur ríkinu. Í dómi MDE segir að sáttin milli málsaðila sé staðfest. Ánægjulegt sé að sáttin sé byggð á virðingu fyrir mannréttindum og ekki þyki tilefni til að skoða málið frekar af hálfu dómsins. Tólf menn voru upphaflega ákærðir í málinu og ellefu þeirra sýknaðir í héraðsdómi árið 2015. Hæstiréttur sneri svo við dómi héraðsdóms ári síðar og sakfelldi átta af mönnunum fyrir verðsamráð og samkeppnislagabrot. Þeir voru sakaðir um að hafa átt í verðsamráði til að koma í veg fyrir að Byko, Húsasmiðjan og Úlfurinn ættu í samkeppni. Brotin voru sögð hafa falist í skipulagðri upplýsingagjöf um verð og tilboðskjör sérgreindra grófvörutegunda, einkum bygginga- og timburvara, í símtölum milli starfsmanna fyrirtækjanna.
Dómsmál Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Sjá meira