Segir heilbrigðiskerfið hafa staðist álagið vel Samúel Karl Ólason skrifar 18. maí 2020 18:38 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/vilhelm Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar sýna betur en áður hve mikilvæg samstæða þjóða er og hve dýrmætt það er að eiga sameiginlegan vettvang eins og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina, WHO. Þetta sagði Svandís í ávarpi á ársþingi WHO í dag. Þar sagði hún einni að Íslendingar hefðu fylgt leiðsögn WHO, lagt kapp á greiningu smita, smitrakningu og sóttkví til að hindra útbreiðslu veirunnar. Þannig hafi tekist að fækka smitum, verja heilbrigðiskerfið og vernda viðkvæma hópa. „Íslenska heilbrigðiskerfið hefur staðist álagið vel. Við búum að sterkri, samhæfðri opinberri heilbrigðisþjónustu sem hefur sýnt aðdáunarverðan sveigjanleika og aðlögunarhæfni. Margt höfum við lært sem mun gagnast við uppbyggingu og endurskipulagningu heilbrigðiskerfisins framundan,“ sagði Svandís. Ávarp hennar var flutt á ensku en hún tók einnig upp íslenska útgáfu sem sjá má hér að neðan. Svandís sagði einnig að áhrif faraldursins væru víðtæk. „Nýr veruleiki blasir við. Djúp kreppa, atvinnuleysi og óöryggi setur mark sitt á líf fjölmargra. Við þurfum að fylgjast með áhrifum þessa á líðan fólks og geðheilsu, hlúa að samfélagslegum innviðum og sjá til þess að enginn verði skilinn eftir. Ég nefni hér sérstaklega konur og börn í viðkvæmri stöðu. Ég nefni hér fátækar þjóðir.“ Hún sagði áframhaldandi samstöðu grundvallaratriði þar sem heimurinn væri enn í miðjum faraldri. Til að mynda væri samvinna á sviði rannsókna og vísinda meginforsenda fyrir þróun bóluefnis gegn kórónuveirunni. „Við búum í samfélagi þjóða og við eigum okkur sameiginleg markmið. Látum heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna verða vegvísi okkar inn í framtíðina og skiljum engan eftir,“ sagði Svandís. ÁVARP // Ræða heilbrigðisráðherra 18. maí á ráðherrafundi Alþjóðheilbrigðismálastofnunarinnar from Landspítali on Vimeo. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar sýna betur en áður hve mikilvæg samstæða þjóða er og hve dýrmætt það er að eiga sameiginlegan vettvang eins og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina, WHO. Þetta sagði Svandís í ávarpi á ársþingi WHO í dag. Þar sagði hún einni að Íslendingar hefðu fylgt leiðsögn WHO, lagt kapp á greiningu smita, smitrakningu og sóttkví til að hindra útbreiðslu veirunnar. Þannig hafi tekist að fækka smitum, verja heilbrigðiskerfið og vernda viðkvæma hópa. „Íslenska heilbrigðiskerfið hefur staðist álagið vel. Við búum að sterkri, samhæfðri opinberri heilbrigðisþjónustu sem hefur sýnt aðdáunarverðan sveigjanleika og aðlögunarhæfni. Margt höfum við lært sem mun gagnast við uppbyggingu og endurskipulagningu heilbrigðiskerfisins framundan,“ sagði Svandís. Ávarp hennar var flutt á ensku en hún tók einnig upp íslenska útgáfu sem sjá má hér að neðan. Svandís sagði einnig að áhrif faraldursins væru víðtæk. „Nýr veruleiki blasir við. Djúp kreppa, atvinnuleysi og óöryggi setur mark sitt á líf fjölmargra. Við þurfum að fylgjast með áhrifum þessa á líðan fólks og geðheilsu, hlúa að samfélagslegum innviðum og sjá til þess að enginn verði skilinn eftir. Ég nefni hér sérstaklega konur og börn í viðkvæmri stöðu. Ég nefni hér fátækar þjóðir.“ Hún sagði áframhaldandi samstöðu grundvallaratriði þar sem heimurinn væri enn í miðjum faraldri. Til að mynda væri samvinna á sviði rannsókna og vísinda meginforsenda fyrir þróun bóluefnis gegn kórónuveirunni. „Við búum í samfélagi þjóða og við eigum okkur sameiginleg markmið. Látum heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna verða vegvísi okkar inn í framtíðina og skiljum engan eftir,“ sagði Svandís. ÁVARP // Ræða heilbrigðisráðherra 18. maí á ráðherrafundi Alþjóðheilbrigðismálastofnunarinnar from Landspítali on Vimeo.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Sjá meira