Arnar ætlaði að klófesta Inga Þór strax Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. maí 2020 15:47 Ingi Þór gerði KR að Íslandsmeisturum í fyrra en var sagt upp hjá vesturbæjarliðinu í vor. vísir/vilhelm Arnar Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í körfubolta, var staðráðinn í að næla í Inga Þór Steinþórsson eftir að honum var sagt upp störfum hjá KR. „Arnar sendi bæði á mig og menn í kringum mig að ég yrði að hafa samband við hann strax. Hann ætlaði að ná mér um leið. Hann var mjög áhugasamur um að við myndum ná saman,“ sagði Ingi Þór í Sportinu í dag. Hann var kynntur sem aðstoðarþjálfari Stjörnunnar ásamt Danielle Rodriguez í dag. Auk þess að vera aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla mun Ingi Þór stýra drengja- og unglingaflokki hjá Stjörnunni. Ingi Þór var síðast aðstoðarþjálfari hjá KR tímabilið 2008-09. Hann hlakkar til að takast á við þessa nýju áskorun og vinna með Arnari. „Ég ætla að nota þetta sem áskorun og til að kveikja aðeins í mér. Arnar er ekki allra en er mjög áhugasamur um þá hluti sem hann er góður í og ég tel mig geta lært af því,“ sagði Ingi Þór. „Ég held að ég hafi líka fullt af hlutum sem hann er kannski ekki alveg nógu góður í. Og Dani kemur svo með þriðju víddina inn í þetta. Ég held að við eigum eftir að læra af hvort öðru og mynda gott teymi.“ Þjálfarateymi karlaliðs Stjörnunnar í körfubolta.VÍSIR/KJARTAN ATLI Áskorunin var í Stjörnunni Ingi Þór hafði úr nokkrum tilboðum að velja og Þór á Akureyri vildi m.a. fá hann til að þjálfa karlalið félagsins. Stjarnan varð hins vegar fyrir valinu. „Maður hefur lengi verið í samkeppni við Stjörnuna og þetta er stórt félag. Ég sagði við Arnar, eins og alla aðra, að ég ætlaði að sjá hvað væri í boði. Og ég gerði það,“ sagði Ingi Þór. „Ég skoðaði alla möguleika og reyndi að meta hvað var best fyrir þjálfarann Inga Þór Steinþórsson. Ég var strax spenntur því ég fann að áskorunin sem ég vildi taka var klárlega þarna.“ Klippa: Sportið í dag - Ingi Þór vildi áskorunina í Garðabænum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild karla Stjarnan Sportið í dag Tengdar fréttir Arnar Guðjóns fær Inga Þór og Dani Rodriguez sér til aðstoðar í Garðabænum Ingi Þór Steinþórsson og Danielle Rodriguez fara bæði úr Vesturbænum yfir í Garðabæ því þau voru kynnt í dag sem nýir aðstoðarþjálfarar Stjörnunnar í Domino´s deild karla. 18. maí 2020 10:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Bein útsending: Dregið í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Sjá meira
Arnar Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í körfubolta, var staðráðinn í að næla í Inga Þór Steinþórsson eftir að honum var sagt upp störfum hjá KR. „Arnar sendi bæði á mig og menn í kringum mig að ég yrði að hafa samband við hann strax. Hann ætlaði að ná mér um leið. Hann var mjög áhugasamur um að við myndum ná saman,“ sagði Ingi Þór í Sportinu í dag. Hann var kynntur sem aðstoðarþjálfari Stjörnunnar ásamt Danielle Rodriguez í dag. Auk þess að vera aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla mun Ingi Þór stýra drengja- og unglingaflokki hjá Stjörnunni. Ingi Þór var síðast aðstoðarþjálfari hjá KR tímabilið 2008-09. Hann hlakkar til að takast á við þessa nýju áskorun og vinna með Arnari. „Ég ætla að nota þetta sem áskorun og til að kveikja aðeins í mér. Arnar er ekki allra en er mjög áhugasamur um þá hluti sem hann er góður í og ég tel mig geta lært af því,“ sagði Ingi Þór. „Ég held að ég hafi líka fullt af hlutum sem hann er kannski ekki alveg nógu góður í. Og Dani kemur svo með þriðju víddina inn í þetta. Ég held að við eigum eftir að læra af hvort öðru og mynda gott teymi.“ Þjálfarateymi karlaliðs Stjörnunnar í körfubolta.VÍSIR/KJARTAN ATLI Áskorunin var í Stjörnunni Ingi Þór hafði úr nokkrum tilboðum að velja og Þór á Akureyri vildi m.a. fá hann til að þjálfa karlalið félagsins. Stjarnan varð hins vegar fyrir valinu. „Maður hefur lengi verið í samkeppni við Stjörnuna og þetta er stórt félag. Ég sagði við Arnar, eins og alla aðra, að ég ætlaði að sjá hvað væri í boði. Og ég gerði það,“ sagði Ingi Þór. „Ég skoðaði alla möguleika og reyndi að meta hvað var best fyrir þjálfarann Inga Þór Steinþórsson. Ég var strax spenntur því ég fann að áskorunin sem ég vildi taka var klárlega þarna.“ Klippa: Sportið í dag - Ingi Þór vildi áskorunina í Garðabænum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild karla Stjarnan Sportið í dag Tengdar fréttir Arnar Guðjóns fær Inga Þór og Dani Rodriguez sér til aðstoðar í Garðabænum Ingi Þór Steinþórsson og Danielle Rodriguez fara bæði úr Vesturbænum yfir í Garðabæ því þau voru kynnt í dag sem nýir aðstoðarþjálfarar Stjörnunnar í Domino´s deild karla. 18. maí 2020 10:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Bein útsending: Dregið í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Sjá meira
Arnar Guðjóns fær Inga Þór og Dani Rodriguez sér til aðstoðar í Garðabænum Ingi Þór Steinþórsson og Danielle Rodriguez fara bæði úr Vesturbænum yfir í Garðabæ því þau voru kynnt í dag sem nýir aðstoðarþjálfarar Stjörnunnar í Domino´s deild karla. 18. maí 2020 10:30