„Ekki bara mál feitra kvenna“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. maí 2020 20:00 Elva Björk Ágústsdóttir sálfræðingur leggur mikla áherslu á mikilvægi líkamsvirðingar. Vísir/Vilhelm „Ég er svo hrædd um að ég megi ekki tala um minn líkama og breytingar á mínum líkama út af því að ég er grönn,“ segir Andrea Eyland þáttastjórnandi Kviknar. Andrea segir að hún hafi stækkað „út í hið óendanlega“ á fimmtu meðgöngunni sinni en var hrædd við að ræða líkamsmynd sína á samfélagsmiðlum sínum Kviknar. „Ég er komin í svona hóp, ég er grönn og óslitin og þá á ég í rauninni ekki pláss í líkamsvirðingarumræðunni. En það er ekki það að ég er óánægð með líkamann minn, heldur er hann bara rosalega breyttur. Hann er allt öðruvísi en hann var áður en ég gekk með öll börnin mín fimm en sérstaklega núna síðast.“ Andrea ræddi breytingarnar sem gerast á líkama kvenna eftir meðgöngu og fæðingu við sálfræðinginn Elvu Björk Ágústsdóttur sálfræðing í hlaðvarpinu Kviknar. Elva Björk er móðir og hefur nýlega gegnið í gegnum líkamsbreytingarnar sem fylgja þessu ferli, eins og Andrea. Andrea Eyland þáttastjórnandi Kviknar fjallar um raunina í nýjasta þætti.Kviknar/Þorleifur Kamban Allar að upplifa eitthvað „Slæm líkamsímynd eða að vera óánægður með líkama sinn eða upplifa einhvers konar skrítnar tilfinningar gagnvart líkamanum, einhvers konar áhyggjur eða pirring eða eitthvað slíkt, á sér stað alveg óháð því hvernig við lítum út. Svo hef ég verið að vinna með ungum stúlkum sem eru í áhættu fyrir átröskun eða eitthvað slíkt og ég er að vinna með stúlkur í öllum stærðum og gerðum. Þannig að þetta er ekki bara mál feitra kvenna. Auðvitað eiga allir að eiga rödd þarna, þetta er líka bara svo hugrænt.“ Elva Björk segir að eftir fæðingu séu allar konur að ganga í gegnum það sama, bara í mismiklu mæli. Líkaminn er breyttur og sumar upplifa það jafnvel þannig að líkaminn sé þeim ókunnugur. „Líkami grannra stelpna breytist alveg eins og líkami feitra stelpna, í sumum tilfellum jafnvel meira en hjá einhverjum sem er feitur. Það er bara allur gangur á þessu. Við erum allar að upplifa eitthvað.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í þættinum Raunin af hlaðvarpinu Kviknar. Viðtalið við Elvu Björk hefst á mínútu 32:06 í þættinum. Sjálf hefur Elva Björk farið í gegnum mörg ár af slæmri líkamsímynd. Elva Björk rannsakar nú líkamsmynd kvenna eftir fæðingu, ásamt Sólrúnu Ósk Lárusdóttur sem einnig er sálfræðingur og móðir. Þær söfnuðu saman reynslusögum yfir 500 íslenskra kvenna sem eignuðust börn 2019 og 2020. Elva Björk er með virkilega áhugavert verkefni í gangi á samfélagsmiðlum núna. Hún vildi fylla samfélagsmiðla af líkamsvirðingu og gefur þátttakendum eitt líkamsvirðingarverkefni á dag, sem bæta á líkamsmyndina. Þeir sem vilja taka þátt geta skráð sig í Facebook hópinn Líkamsvirðing – Verkefni. View this post on Instagram Verkefni dagsins: Horfðu á sjálfa/n þig í spegli. Finndu 5 atriði sem þér þykir vænt um eða falleg við líkamann. Mynd fyrir athygli #bodyrespect #bodypositivity #bodyacceptance #líkamsvirðing #freeallbodies #fourthtrimester #mombody #postpartumbody #postpregnancybody A post shared by Elva Björk Ágústsdóttir (@elvaagustsdottir) on May 15, 2020 at 2:14am PDT Kviknar Frjósemi Tengdar fréttir „Við erum að fara út í eitthvað óvissuástand“ Hulda Jónsdóttir Tölgyes sálfræðingur ræddi um fyrstu dagana eftir að barn kemur í heiminn í hlaðvarpinu Kviknar. 7. maí 2020 22:03 Leyniskjölin: Elskar líkamann fyrir það sem honum tókst að gera Sálfræðingurinn Elva Björk segir að sumar konur upplifi það jákvætt að ganga með barn og deila líkamanum á meðan öðrum líður eins og það sé geimvera innra með þeim. 30. mars 2020 22:06 Mest lesið Ættleiða tvö börn á sama ári Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið Fleiri fréttir Ættleiða tvö börn á sama ári Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Sjá meira
„Ég er svo hrædd um að ég megi ekki tala um minn líkama og breytingar á mínum líkama út af því að ég er grönn,“ segir Andrea Eyland þáttastjórnandi Kviknar. Andrea segir að hún hafi stækkað „út í hið óendanlega“ á fimmtu meðgöngunni sinni en var hrædd við að ræða líkamsmynd sína á samfélagsmiðlum sínum Kviknar. „Ég er komin í svona hóp, ég er grönn og óslitin og þá á ég í rauninni ekki pláss í líkamsvirðingarumræðunni. En það er ekki það að ég er óánægð með líkamann minn, heldur er hann bara rosalega breyttur. Hann er allt öðruvísi en hann var áður en ég gekk með öll börnin mín fimm en sérstaklega núna síðast.“ Andrea ræddi breytingarnar sem gerast á líkama kvenna eftir meðgöngu og fæðingu við sálfræðinginn Elvu Björk Ágústsdóttur sálfræðing í hlaðvarpinu Kviknar. Elva Björk er móðir og hefur nýlega gegnið í gegnum líkamsbreytingarnar sem fylgja þessu ferli, eins og Andrea. Andrea Eyland þáttastjórnandi Kviknar fjallar um raunina í nýjasta þætti.Kviknar/Þorleifur Kamban Allar að upplifa eitthvað „Slæm líkamsímynd eða að vera óánægður með líkama sinn eða upplifa einhvers konar skrítnar tilfinningar gagnvart líkamanum, einhvers konar áhyggjur eða pirring eða eitthvað slíkt, á sér stað alveg óháð því hvernig við lítum út. Svo hef ég verið að vinna með ungum stúlkum sem eru í áhættu fyrir átröskun eða eitthvað slíkt og ég er að vinna með stúlkur í öllum stærðum og gerðum. Þannig að þetta er ekki bara mál feitra kvenna. Auðvitað eiga allir að eiga rödd þarna, þetta er líka bara svo hugrænt.“ Elva Björk segir að eftir fæðingu séu allar konur að ganga í gegnum það sama, bara í mismiklu mæli. Líkaminn er breyttur og sumar upplifa það jafnvel þannig að líkaminn sé þeim ókunnugur. „Líkami grannra stelpna breytist alveg eins og líkami feitra stelpna, í sumum tilfellum jafnvel meira en hjá einhverjum sem er feitur. Það er bara allur gangur á þessu. Við erum allar að upplifa eitthvað.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í þættinum Raunin af hlaðvarpinu Kviknar. Viðtalið við Elvu Björk hefst á mínútu 32:06 í þættinum. Sjálf hefur Elva Björk farið í gegnum mörg ár af slæmri líkamsímynd. Elva Björk rannsakar nú líkamsmynd kvenna eftir fæðingu, ásamt Sólrúnu Ósk Lárusdóttur sem einnig er sálfræðingur og móðir. Þær söfnuðu saman reynslusögum yfir 500 íslenskra kvenna sem eignuðust börn 2019 og 2020. Elva Björk er með virkilega áhugavert verkefni í gangi á samfélagsmiðlum núna. Hún vildi fylla samfélagsmiðla af líkamsvirðingu og gefur þátttakendum eitt líkamsvirðingarverkefni á dag, sem bæta á líkamsmyndina. Þeir sem vilja taka þátt geta skráð sig í Facebook hópinn Líkamsvirðing – Verkefni. View this post on Instagram Verkefni dagsins: Horfðu á sjálfa/n þig í spegli. Finndu 5 atriði sem þér þykir vænt um eða falleg við líkamann. Mynd fyrir athygli #bodyrespect #bodypositivity #bodyacceptance #líkamsvirðing #freeallbodies #fourthtrimester #mombody #postpartumbody #postpregnancybody A post shared by Elva Björk Ágústsdóttir (@elvaagustsdottir) on May 15, 2020 at 2:14am PDT
Kviknar Frjósemi Tengdar fréttir „Við erum að fara út í eitthvað óvissuástand“ Hulda Jónsdóttir Tölgyes sálfræðingur ræddi um fyrstu dagana eftir að barn kemur í heiminn í hlaðvarpinu Kviknar. 7. maí 2020 22:03 Leyniskjölin: Elskar líkamann fyrir það sem honum tókst að gera Sálfræðingurinn Elva Björk segir að sumar konur upplifi það jákvætt að ganga með barn og deila líkamanum á meðan öðrum líður eins og það sé geimvera innra með þeim. 30. mars 2020 22:06 Mest lesið Ættleiða tvö börn á sama ári Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið Fleiri fréttir Ættleiða tvö börn á sama ári Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Sjá meira
„Við erum að fara út í eitthvað óvissuástand“ Hulda Jónsdóttir Tölgyes sálfræðingur ræddi um fyrstu dagana eftir að barn kemur í heiminn í hlaðvarpinu Kviknar. 7. maí 2020 22:03
Leyniskjölin: Elskar líkamann fyrir það sem honum tókst að gera Sálfræðingurinn Elva Björk segir að sumar konur upplifi það jákvætt að ganga með barn og deila líkamanum á meðan öðrum líður eins og það sé geimvera innra með þeim. 30. mars 2020 22:06
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist