Xi varði viðbrögð Kína við faraldrinum, WHO lofar rannsókn Kjartan Kjartansson skrifar 18. maí 2020 14:04 Xi Jinping, forseti Kína, ræði við Covid-sjúkling í gegnum fjarfundarbúnað. Forsetinn varði viðbrögð ríkisstjórnar sinnar við faraldrinum á ársþingi WHO í dag. Vísir/EPA Kínversk stjórnvöld eru opin fyrir óháðri úttekt á viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum eftir að ríkjum tekst að hafa hemil á honum. Xi Jinping, forseti Kína, varði viðbrögð ríkisstjórnar sinnar á fundi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í dag þar sem forstjóri stofnunarinnar lofaði rannsókn eins fljótt og auðið yrði. Ísland er á meðal 122 aðildarríkja WHO sem lögðu til að uppruni nýs afbrigðis kórónuveiru og viðbrögð ríkja heims við henni verði rannsökuð á ársþingi stofnunarinnar sem hófst í morgun og fer fram í gegnum fjarfundarbúnað. Bandarísk og áströlsk stjórnvöld hafa sérstaklega beint spjótum sínum að Kína og WHO vegna faraldursins. Tedros Ghebreyesus, forstjóri WHO, fullyrti á þingi að rannsókn færi fram „við fyrsta mögulega tækifæri“ og að hún myndi hjálpa til við undirbúning fyrir farsóttir framtíðarinnar. „Við drögum öll lærdóm af þessum faraldri. Öll lönd og allar stofnanir verða að kanna viðbrögð sín og læra af reynslunni. WHO er skuldbundin gegnsæi, ábyrgð og áframhaldandi umbótum,“ sagði Tedros. Stjórnvöld í Beijing hafa fram að þessu lagst gegn rannsókn á uppruna og útbreiðslu veirunnar en Xi forseti sagði á þinginu í dag að WHO þyrfti að leiða slíka rannsókn með hlutlægni og sanngirni að leiðarljósi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Frá upphafi höfum við komið fram á opinn hátt með gegnsæi og ábyrgð,“ fullyrti Xi. Kínversk stjórnvöld neituðu þó í upphafi faraldursins að deila upplýsingum um veiruna með öðrum þjóðum og yfirvöld í Wuhan reyndu að þagga niður í læknum og fréttamönnum sem vöruðu við hættunni. Tilkynnti Xi að kínversk stjórnvöld myndu verja tveimur milljörðum dollara til að aðstoða ríki heims til að berjast gegn kórónuveirunni og efnahagsáhrifum faraldursins, sérstaklega þróunarríkin. Kína Sameinuðu þjóðirnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vilja óháða og alþjóðlega rannsókn á uppruna veirunnar og viðbrögðum við henni Fleiri en hundrað ríki hafa lagt fram tillögu um að uppruni kórónuveirunnar verði rannsakaður, sem og viðbrögð ríkja heims við farsóttinni. 18. maí 2020 12:24 Hlutverk markaðarins í Wuhan ekki ljóst samkvæmt WHO Tiltekinn markaður í Wuhan í Kína spilaði einhverja rullu í upphafi heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar (Sars-CoV-2) í fyrra. Ekki liggur þó fyrir hvort veiran hafi færst úr dýrum yfir í menn þar eða hafi áður stökkbreyst svo hún gæti smitað menn þegar hún barst þangað. 8. maí 2020 12:58 WHO hvetur ríki heims til að rannsaka gömul sýni Christian Lindmeier, talsmaður stofnunarinnar, sagði á blaðamannafundi í Genf í gær að það hefði ekki komið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni á óvart að eitt af tuttugu og fjögur sýnum sem voru tekin úr lungabólgusjúklingum í Frakklandi í desember hefði reynst jákvætt fyrir Covid-19. 5. maí 2020 12:09 Segir WHO hafa gefið heimsbyggðinni nægan tíma til undirbúnings Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) segir að stofnunin hafi gefið heimsbyggðinni nægan tíma til að búa sig undir kórónuveirufaraldurinn. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gert WHO að blóraböggli fyrir faraldrinum og sakað stofnunina um að hafa klúðrað viðbrögðum við honum. 1. maí 2020 21:16 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Sjá meira
Kínversk stjórnvöld eru opin fyrir óháðri úttekt á viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum eftir að ríkjum tekst að hafa hemil á honum. Xi Jinping, forseti Kína, varði viðbrögð ríkisstjórnar sinnar á fundi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í dag þar sem forstjóri stofnunarinnar lofaði rannsókn eins fljótt og auðið yrði. Ísland er á meðal 122 aðildarríkja WHO sem lögðu til að uppruni nýs afbrigðis kórónuveiru og viðbrögð ríkja heims við henni verði rannsökuð á ársþingi stofnunarinnar sem hófst í morgun og fer fram í gegnum fjarfundarbúnað. Bandarísk og áströlsk stjórnvöld hafa sérstaklega beint spjótum sínum að Kína og WHO vegna faraldursins. Tedros Ghebreyesus, forstjóri WHO, fullyrti á þingi að rannsókn færi fram „við fyrsta mögulega tækifæri“ og að hún myndi hjálpa til við undirbúning fyrir farsóttir framtíðarinnar. „Við drögum öll lærdóm af þessum faraldri. Öll lönd og allar stofnanir verða að kanna viðbrögð sín og læra af reynslunni. WHO er skuldbundin gegnsæi, ábyrgð og áframhaldandi umbótum,“ sagði Tedros. Stjórnvöld í Beijing hafa fram að þessu lagst gegn rannsókn á uppruna og útbreiðslu veirunnar en Xi forseti sagði á þinginu í dag að WHO þyrfti að leiða slíka rannsókn með hlutlægni og sanngirni að leiðarljósi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Frá upphafi höfum við komið fram á opinn hátt með gegnsæi og ábyrgð,“ fullyrti Xi. Kínversk stjórnvöld neituðu þó í upphafi faraldursins að deila upplýsingum um veiruna með öðrum þjóðum og yfirvöld í Wuhan reyndu að þagga niður í læknum og fréttamönnum sem vöruðu við hættunni. Tilkynnti Xi að kínversk stjórnvöld myndu verja tveimur milljörðum dollara til að aðstoða ríki heims til að berjast gegn kórónuveirunni og efnahagsáhrifum faraldursins, sérstaklega þróunarríkin.
Kína Sameinuðu þjóðirnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vilja óháða og alþjóðlega rannsókn á uppruna veirunnar og viðbrögðum við henni Fleiri en hundrað ríki hafa lagt fram tillögu um að uppruni kórónuveirunnar verði rannsakaður, sem og viðbrögð ríkja heims við farsóttinni. 18. maí 2020 12:24 Hlutverk markaðarins í Wuhan ekki ljóst samkvæmt WHO Tiltekinn markaður í Wuhan í Kína spilaði einhverja rullu í upphafi heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar (Sars-CoV-2) í fyrra. Ekki liggur þó fyrir hvort veiran hafi færst úr dýrum yfir í menn þar eða hafi áður stökkbreyst svo hún gæti smitað menn þegar hún barst þangað. 8. maí 2020 12:58 WHO hvetur ríki heims til að rannsaka gömul sýni Christian Lindmeier, talsmaður stofnunarinnar, sagði á blaðamannafundi í Genf í gær að það hefði ekki komið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni á óvart að eitt af tuttugu og fjögur sýnum sem voru tekin úr lungabólgusjúklingum í Frakklandi í desember hefði reynst jákvætt fyrir Covid-19. 5. maí 2020 12:09 Segir WHO hafa gefið heimsbyggðinni nægan tíma til undirbúnings Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) segir að stofnunin hafi gefið heimsbyggðinni nægan tíma til að búa sig undir kórónuveirufaraldurinn. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gert WHO að blóraböggli fyrir faraldrinum og sakað stofnunina um að hafa klúðrað viðbrögðum við honum. 1. maí 2020 21:16 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Sjá meira
Vilja óháða og alþjóðlega rannsókn á uppruna veirunnar og viðbrögðum við henni Fleiri en hundrað ríki hafa lagt fram tillögu um að uppruni kórónuveirunnar verði rannsakaður, sem og viðbrögð ríkja heims við farsóttinni. 18. maí 2020 12:24
Hlutverk markaðarins í Wuhan ekki ljóst samkvæmt WHO Tiltekinn markaður í Wuhan í Kína spilaði einhverja rullu í upphafi heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar (Sars-CoV-2) í fyrra. Ekki liggur þó fyrir hvort veiran hafi færst úr dýrum yfir í menn þar eða hafi áður stökkbreyst svo hún gæti smitað menn þegar hún barst þangað. 8. maí 2020 12:58
WHO hvetur ríki heims til að rannsaka gömul sýni Christian Lindmeier, talsmaður stofnunarinnar, sagði á blaðamannafundi í Genf í gær að það hefði ekki komið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni á óvart að eitt af tuttugu og fjögur sýnum sem voru tekin úr lungabólgusjúklingum í Frakklandi í desember hefði reynst jákvætt fyrir Covid-19. 5. maí 2020 12:09
Segir WHO hafa gefið heimsbyggðinni nægan tíma til undirbúnings Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) segir að stofnunin hafi gefið heimsbyggðinni nægan tíma til að búa sig undir kórónuveirufaraldurinn. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gert WHO að blóraböggli fyrir faraldrinum og sakað stofnunina um að hafa klúðrað viðbrögðum við honum. 1. maí 2020 21:16