Víðir hefði viljað sjá meira bil á milli fólks í biðröðum fyrir utan sundlaugar Birgir Olgeirsson skrifar 18. maí 2020 12:00 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn verður á sínum stað á upplýsingafundi almannavarna klukkan 14 í dag. Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi. Vísir/Vilhelm Uppselt var í Laugardalslaug 45 mínútum eftir að sundlaugar í Reykjavík voru opnaðar á miðnætti. Alls fóru 560 manns í laugina frá 12 til 6 í nótt og þurfti að minna nokkra gesti á reglur um sóttvarnir. Víðir Reynisson hefði viljað sjá meira bil á milli fólks í röðum fyrir utan laugarnar. Löng röð hafði myndast fyrir utan Laugardalslaug fyrir miðnætti þar sem óþreyjufullir borgarbúar biðu eftir að komast í sund. Laugarnar hafa verið lokaðar í tæpar átta vikur, eða frá 24. mars og eftirvæntingin mikil. „Nóttin var mjög góð. Við fengum ungt og ferskt fólk til okkar í gærkvöldi. Það var biðröð inn og uppselt í laugina frá korter í eitt til tvö. Svo var bara þægilegt eftir það,“ segir Sigurður Víðisson, forstöðumaður Laugardalslaugar. Samkvæmt tilmælum er aðgangur að sundlaugum takmarkaður þannig að aðeins helmingur af leyfilegum hámarksfjölda má vera í laugunum hverju sinni. 350 manna hámark er því í Laugardalslaug. „Frá 12 til 6 komu 560 gestir í sund, og flestir af þeim komu rétt eftir að við opnuðum.“ Mælst er til að sundlaugargestir virði tveggja metra regluna eins og hægt er. „Við notuðum kallkerfið til að hjálpa fólki að halda bili eins og hægt var. Það gekk svona upp og ofan.“ 120 manna hámark er í Sundhöll Reykjavíkur og fylltist laugin snögglega eftir miðnætti. Myndbönd frá opnun lauganna í Reykjavík sýndu fjölda í biðröðum þar sem ekki voru tveir metrar á milli fólks. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, hefði viljað sjá meira bil. „Við höfum engar kvartanir fengið. En auðvitað var mikið af fólki sem ætlaði að fara á sama tíma. Þetta var fyrirséð að þetta gæti gerst, það var mikil þrá að komast í sund. Það er gott að fólk fari í sund og nýti sundlaugarnar en maður hefði viljað sjá meira bil á milli fólks í biðröðinni,“ segir Víðir Reynisson „Það eru þessi tilmæli að fólk virði það eins og mögulegt er og það er mjög lítið mál að virða það þegar þú stendur í biðröð. Það er kannski erfiðara þegar þú ert kominn inn í búningsklefana og annað slíkt. En ég held að þetta hafi gengið vel, stóra málið er að sundlaugarnar eru búnar að opna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sundlaugar Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Erfitt að halda tveggja metra regluna í svo föngulegum félagsskap Tilhlökkunin hefur verið mikil undanfarna daga hjá fastagestum sundlauga um allt land sem opnuðu ýmist dyrnar á miðnætti eða í morgunsárið eftir tæplega tveggja mánaða lokun. 18. maí 2020 11:15 Rekin upp úr heita pottinum í Mosfellsbæ Upp úr klukkan hálfeitt í nótt barst lögreglunni tilkynnt um að fólk væri í sundi í óleyfi í einni af sundlaugum Mosfellsbæjar. 18. maí 2020 06:37 Sjáðu þegar dyr Laugardalslaugar voru opnaðar rétt eftir miðnætti Nokkur hundruð manns voru mættir við Laugardalslaugina um miðnætti þegar dyrnar að laugunum voru opnaðar á ný eftir að hafa staðið lokaðar í margar vikur. 18. maí 2020 00:21 Hundruð bíða í röðum eftir opnun sundlauga Sundlaugar opnuðu nú á miðnætti eftir að hafa verið lokaðar frá 16. mars síðastliðnum. 17. maí 2020 23:44 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Uppselt var í Laugardalslaug 45 mínútum eftir að sundlaugar í Reykjavík voru opnaðar á miðnætti. Alls fóru 560 manns í laugina frá 12 til 6 í nótt og þurfti að minna nokkra gesti á reglur um sóttvarnir. Víðir Reynisson hefði viljað sjá meira bil á milli fólks í röðum fyrir utan laugarnar. Löng röð hafði myndast fyrir utan Laugardalslaug fyrir miðnætti þar sem óþreyjufullir borgarbúar biðu eftir að komast í sund. Laugarnar hafa verið lokaðar í tæpar átta vikur, eða frá 24. mars og eftirvæntingin mikil. „Nóttin var mjög góð. Við fengum ungt og ferskt fólk til okkar í gærkvöldi. Það var biðröð inn og uppselt í laugina frá korter í eitt til tvö. Svo var bara þægilegt eftir það,“ segir Sigurður Víðisson, forstöðumaður Laugardalslaugar. Samkvæmt tilmælum er aðgangur að sundlaugum takmarkaður þannig að aðeins helmingur af leyfilegum hámarksfjölda má vera í laugunum hverju sinni. 350 manna hámark er því í Laugardalslaug. „Frá 12 til 6 komu 560 gestir í sund, og flestir af þeim komu rétt eftir að við opnuðum.“ Mælst er til að sundlaugargestir virði tveggja metra regluna eins og hægt er. „Við notuðum kallkerfið til að hjálpa fólki að halda bili eins og hægt var. Það gekk svona upp og ofan.“ 120 manna hámark er í Sundhöll Reykjavíkur og fylltist laugin snögglega eftir miðnætti. Myndbönd frá opnun lauganna í Reykjavík sýndu fjölda í biðröðum þar sem ekki voru tveir metrar á milli fólks. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, hefði viljað sjá meira bil. „Við höfum engar kvartanir fengið. En auðvitað var mikið af fólki sem ætlaði að fara á sama tíma. Þetta var fyrirséð að þetta gæti gerst, það var mikil þrá að komast í sund. Það er gott að fólk fari í sund og nýti sundlaugarnar en maður hefði viljað sjá meira bil á milli fólks í biðröðinni,“ segir Víðir Reynisson „Það eru þessi tilmæli að fólk virði það eins og mögulegt er og það er mjög lítið mál að virða það þegar þú stendur í biðröð. Það er kannski erfiðara þegar þú ert kominn inn í búningsklefana og annað slíkt. En ég held að þetta hafi gengið vel, stóra málið er að sundlaugarnar eru búnar að opna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sundlaugar Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Erfitt að halda tveggja metra regluna í svo föngulegum félagsskap Tilhlökkunin hefur verið mikil undanfarna daga hjá fastagestum sundlauga um allt land sem opnuðu ýmist dyrnar á miðnætti eða í morgunsárið eftir tæplega tveggja mánaða lokun. 18. maí 2020 11:15 Rekin upp úr heita pottinum í Mosfellsbæ Upp úr klukkan hálfeitt í nótt barst lögreglunni tilkynnt um að fólk væri í sundi í óleyfi í einni af sundlaugum Mosfellsbæjar. 18. maí 2020 06:37 Sjáðu þegar dyr Laugardalslaugar voru opnaðar rétt eftir miðnætti Nokkur hundruð manns voru mættir við Laugardalslaugina um miðnætti þegar dyrnar að laugunum voru opnaðar á ný eftir að hafa staðið lokaðar í margar vikur. 18. maí 2020 00:21 Hundruð bíða í röðum eftir opnun sundlauga Sundlaugar opnuðu nú á miðnætti eftir að hafa verið lokaðar frá 16. mars síðastliðnum. 17. maí 2020 23:44 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Erfitt að halda tveggja metra regluna í svo föngulegum félagsskap Tilhlökkunin hefur verið mikil undanfarna daga hjá fastagestum sundlauga um allt land sem opnuðu ýmist dyrnar á miðnætti eða í morgunsárið eftir tæplega tveggja mánaða lokun. 18. maí 2020 11:15
Rekin upp úr heita pottinum í Mosfellsbæ Upp úr klukkan hálfeitt í nótt barst lögreglunni tilkynnt um að fólk væri í sundi í óleyfi í einni af sundlaugum Mosfellsbæjar. 18. maí 2020 06:37
Sjáðu þegar dyr Laugardalslaugar voru opnaðar rétt eftir miðnætti Nokkur hundruð manns voru mættir við Laugardalslaugina um miðnætti þegar dyrnar að laugunum voru opnaðar á ný eftir að hafa staðið lokaðar í margar vikur. 18. maí 2020 00:21
Hundruð bíða í röðum eftir opnun sundlauga Sundlaugar opnuðu nú á miðnætti eftir að hafa verið lokaðar frá 16. mars síðastliðnum. 17. maí 2020 23:44