Kæra hefur ekki áhrif á frekari friðlýsingar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. maí 2020 20:15 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Kæra landeigenda vegna friðlýsingar vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum hefur ekki áhrif á frekari áform stjórnvalda um friðlýsingar að sögn umhverfisráðherra. Hann telur að rétt hafi verið staðið að öllu í ferlinu og kveðst ekki óttast hugsanlega skaðabótaskyldu á hendur ríkinu. Umhverfisráðherra undirritaði friðlýsingu vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum í ágúst í fyrra. Ákvörðunin byggði á rammaáætlun sem samþykkt var 2013 en með friðlýsingunni er áin vernduð gegn orkuvinnslu sem tillögur höfðu verið uppi um. Mbl.is greindi frá því nýverið að eigendur jarðarinnar Brúar á Jökuldal hafi höfðað dómsmál á heldur ríkinu þar sem þess er krafist, að ákvörðun um friðlýsingu á vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum fyrir orkuvinnslu, verði dæmd ógild. Ráðherra segir að ríkið muni taka til varna í málinu. „Við teljum að það hafi verið staðið rétt að þessari friðlýsingu á allan hátt og við megum ekki gleyma því að það er ákvörðun Alþingis árið 2013 að ráðast í friðlýsingu meðal annars á Jökulsá á Fjöllum. Það sem ég er að gera er að framfylgja þeirri ákvörðun, enda löngu kominn tími til. Það eru sjö ár síðan Alþingi samþykkti þetta og mjög mikilvægt að það sé kominn umhverfisráðherra sem gengur í þau verk að klára þessar friðlýsingar á grundvelli ákvörðunar Alþingis um rammaáætlun.“ Hann kveðst hvorki óttast að ákvörðuninni verði hnekkt, né heldur að ríkið kunni að hafa kallað yfir sig skaðabótaskyldu. „Málið fer bara í þann farveg sem að það fer í þegar að svona ákvarðanir eru bornar undir óháða aðila, þannig að það bara á sinn gang í ferlinu,“ segir umhverfisráðherra. Umrædd friðlýsing var sú fyrsta í verndarflokki rammaáætlunar og er hluti af átaki stjórnvalda í friðlýsingum. Þessi kæra, hefur hún einhver áhrif á frekari áform um friðlýsingar? „Nei, hún hefur það ekki.“ Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Norðurþing Skútustaðahreppur Fljótsdalshérað Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira
Kæra landeigenda vegna friðlýsingar vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum hefur ekki áhrif á frekari áform stjórnvalda um friðlýsingar að sögn umhverfisráðherra. Hann telur að rétt hafi verið staðið að öllu í ferlinu og kveðst ekki óttast hugsanlega skaðabótaskyldu á hendur ríkinu. Umhverfisráðherra undirritaði friðlýsingu vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum í ágúst í fyrra. Ákvörðunin byggði á rammaáætlun sem samþykkt var 2013 en með friðlýsingunni er áin vernduð gegn orkuvinnslu sem tillögur höfðu verið uppi um. Mbl.is greindi frá því nýverið að eigendur jarðarinnar Brúar á Jökuldal hafi höfðað dómsmál á heldur ríkinu þar sem þess er krafist, að ákvörðun um friðlýsingu á vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum fyrir orkuvinnslu, verði dæmd ógild. Ráðherra segir að ríkið muni taka til varna í málinu. „Við teljum að það hafi verið staðið rétt að þessari friðlýsingu á allan hátt og við megum ekki gleyma því að það er ákvörðun Alþingis árið 2013 að ráðast í friðlýsingu meðal annars á Jökulsá á Fjöllum. Það sem ég er að gera er að framfylgja þeirri ákvörðun, enda löngu kominn tími til. Það eru sjö ár síðan Alþingi samþykkti þetta og mjög mikilvægt að það sé kominn umhverfisráðherra sem gengur í þau verk að klára þessar friðlýsingar á grundvelli ákvörðunar Alþingis um rammaáætlun.“ Hann kveðst hvorki óttast að ákvörðuninni verði hnekkt, né heldur að ríkið kunni að hafa kallað yfir sig skaðabótaskyldu. „Málið fer bara í þann farveg sem að það fer í þegar að svona ákvarðanir eru bornar undir óháða aðila, þannig að það bara á sinn gang í ferlinu,“ segir umhverfisráðherra. Umrædd friðlýsing var sú fyrsta í verndarflokki rammaáætlunar og er hluti af átaki stjórnvalda í friðlýsingum. Þessi kæra, hefur hún einhver áhrif á frekari áform um friðlýsingar? „Nei, hún hefur það ekki.“
Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Norðurþing Skútustaðahreppur Fljótsdalshérað Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira