Kæra hefur ekki áhrif á frekari friðlýsingar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. maí 2020 20:15 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Kæra landeigenda vegna friðlýsingar vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum hefur ekki áhrif á frekari áform stjórnvalda um friðlýsingar að sögn umhverfisráðherra. Hann telur að rétt hafi verið staðið að öllu í ferlinu og kveðst ekki óttast hugsanlega skaðabótaskyldu á hendur ríkinu. Umhverfisráðherra undirritaði friðlýsingu vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum í ágúst í fyrra. Ákvörðunin byggði á rammaáætlun sem samþykkt var 2013 en með friðlýsingunni er áin vernduð gegn orkuvinnslu sem tillögur höfðu verið uppi um. Mbl.is greindi frá því nýverið að eigendur jarðarinnar Brúar á Jökuldal hafi höfðað dómsmál á heldur ríkinu þar sem þess er krafist, að ákvörðun um friðlýsingu á vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum fyrir orkuvinnslu, verði dæmd ógild. Ráðherra segir að ríkið muni taka til varna í málinu. „Við teljum að það hafi verið staðið rétt að þessari friðlýsingu á allan hátt og við megum ekki gleyma því að það er ákvörðun Alþingis árið 2013 að ráðast í friðlýsingu meðal annars á Jökulsá á Fjöllum. Það sem ég er að gera er að framfylgja þeirri ákvörðun, enda löngu kominn tími til. Það eru sjö ár síðan Alþingi samþykkti þetta og mjög mikilvægt að það sé kominn umhverfisráðherra sem gengur í þau verk að klára þessar friðlýsingar á grundvelli ákvörðunar Alþingis um rammaáætlun.“ Hann kveðst hvorki óttast að ákvörðuninni verði hnekkt, né heldur að ríkið kunni að hafa kallað yfir sig skaðabótaskyldu. „Málið fer bara í þann farveg sem að það fer í þegar að svona ákvarðanir eru bornar undir óháða aðila, þannig að það bara á sinn gang í ferlinu,“ segir umhverfisráðherra. Umrædd friðlýsing var sú fyrsta í verndarflokki rammaáætlunar og er hluti af átaki stjórnvalda í friðlýsingum. Þessi kæra, hefur hún einhver áhrif á frekari áform um friðlýsingar? „Nei, hún hefur það ekki.“ Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Norðurþing Skútustaðahreppur Fljótsdalshérað Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Kæra landeigenda vegna friðlýsingar vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum hefur ekki áhrif á frekari áform stjórnvalda um friðlýsingar að sögn umhverfisráðherra. Hann telur að rétt hafi verið staðið að öllu í ferlinu og kveðst ekki óttast hugsanlega skaðabótaskyldu á hendur ríkinu. Umhverfisráðherra undirritaði friðlýsingu vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum í ágúst í fyrra. Ákvörðunin byggði á rammaáætlun sem samþykkt var 2013 en með friðlýsingunni er áin vernduð gegn orkuvinnslu sem tillögur höfðu verið uppi um. Mbl.is greindi frá því nýverið að eigendur jarðarinnar Brúar á Jökuldal hafi höfðað dómsmál á heldur ríkinu þar sem þess er krafist, að ákvörðun um friðlýsingu á vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum fyrir orkuvinnslu, verði dæmd ógild. Ráðherra segir að ríkið muni taka til varna í málinu. „Við teljum að það hafi verið staðið rétt að þessari friðlýsingu á allan hátt og við megum ekki gleyma því að það er ákvörðun Alþingis árið 2013 að ráðast í friðlýsingu meðal annars á Jökulsá á Fjöllum. Það sem ég er að gera er að framfylgja þeirri ákvörðun, enda löngu kominn tími til. Það eru sjö ár síðan Alþingi samþykkti þetta og mjög mikilvægt að það sé kominn umhverfisráðherra sem gengur í þau verk að klára þessar friðlýsingar á grundvelli ákvörðunar Alþingis um rammaáætlun.“ Hann kveðst hvorki óttast að ákvörðuninni verði hnekkt, né heldur að ríkið kunni að hafa kallað yfir sig skaðabótaskyldu. „Málið fer bara í þann farveg sem að það fer í þegar að svona ákvarðanir eru bornar undir óháða aðila, þannig að það bara á sinn gang í ferlinu,“ segir umhverfisráðherra. Umrædd friðlýsing var sú fyrsta í verndarflokki rammaáætlunar og er hluti af átaki stjórnvalda í friðlýsingum. Þessi kæra, hefur hún einhver áhrif á frekari áform um friðlýsingar? „Nei, hún hefur það ekki.“
Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Norðurþing Skútustaðahreppur Fljótsdalshérað Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira