Sameyki gerir „tímamótasamning“ við borgina Samúel Karl Ólason og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 9. mars 2020 03:02 Frá undirritun samningsins. Vísir/Haukurinn Sameyki, stéttarfélag í almannaþjónustu, hefur gert kjarasamning við Reykjavíkurborg. Viðræður standa enn yfir á milli félagsins og hins opinbera. Reykjavíkurborg hefur ekki náð samkomulagi við önnur aðildarfélög BSRB en samninganefnd Sameykis á í viðræðum við ríkið. Verkfalli félagsmenna Sameykis sem starfa í Reykjavík, um 4.500 talsins, hefur nú verið aflýst. Þrátt fyrir að margir þeirra sem setið hafa við samningaborðið hafa verið að frá því snemma í morgun, er létt stemning á fólki í húsakynnum Ríkissáttasemjara. Kjarasamningar Sameykis við ríkið, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa verið lausir frá 31. mars 2019. Nýi samningurinn gildir til 31. mars 2023. Aðgerðaráætlunina fyrir verkföllin má sjá hér, á vef BSRB. Sjá einnig: Einn af mörgum kjarasamningum undirritaður Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis, segir samninginn ná eingöngu til starfsmanna Reykjavíkurborgar í félaginu. Um sirka 4.500 manns sé að ræða. Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis.Vísir/Jóhann „Tímamótasamningur“ „Þetta er að mörgu leyti tímamótasamningur og þá kannski aðallega vegna þess að þarna erum við að stytta vinnuvikuna töluvert. Bæði hjá dagvinnufólki og ekki síður hjá vaktavinnufólki. Það var nú það sem tók lengstan tíma. Þar vorum við eiginlega að gjörbylta vaktafyrirkomulagi hér á Íslandi,“ segir Árni. Hann segir að verið sé að taka upp margar nýjungar sem hafi ekki sést áður í vaktavinnu. Þú varst ekkert sérlega bjartsýnn þegar þú mættir til fundar í morgun. „Ég sagði að þetta væru svona fimmtíu prósent líkur. Það reyndist alveg rétt hjá mér. Þetta var nú bara að skríða saman á síðustu stundu og það þurfti að gera töluverðar málamiðlanir til að ná saman en það er svo sem oft sem það gerist.“ Erfitt að ná síðustu metrunum Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar, segist sátt við niðurstöðuna. Samningurinn byggi á Lífskjarasamningunum og feli í sér styttingu vinnuvikunnar. „Við erum mjög sátt með að ná þessari lendingu,“ segir Harpa. „Það er alltaf erfitt að ná svona síðustu metrunum en þetta hafðist.“ Samningarnir verða kynntir félagsfólki á næstu dögum og bornir undir atkvæði. Kjaramál Verkföll 2020 Reykjavík Tengdar fréttir Verkfall BSRB skollið á: Einn af mörgum kjarasamningum undirritaður BSRB hefur undirritað einn kjarasamning við samninganefnd hins opinbera. Samningur þessi nær til allra bæjarstarfsmanna. 9. mars 2020 00:02 Klukkan tifar í Karphúsinu Fundað er í hverju hverju herbergi í húsnæði Ríkissáttasemjara. Fólk gengur á milli herbergja enda allra leiða leitað til þess að afstýra verkfalli sextán þúsund félagsmanna BSRB sem hefst á miðnætti. 8. mars 2020 22:29 Stíf fundarhöld hjá BSRB halda áfram eftir nætursvefn Fundi í kjaraviðræðum BSRB við ríki, borg og sveitarfélög lauk nú á tólfta tímanum í kvöld. Fundarhöld hafa staðið yfir í allan dag og í gær og hefur verið boðað aftur til fundar hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í fyrramálið. 7. mars 2020 23:58 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Sjá meira
Sameyki, stéttarfélag í almannaþjónustu, hefur gert kjarasamning við Reykjavíkurborg. Viðræður standa enn yfir á milli félagsins og hins opinbera. Reykjavíkurborg hefur ekki náð samkomulagi við önnur aðildarfélög BSRB en samninganefnd Sameykis á í viðræðum við ríkið. Verkfalli félagsmenna Sameykis sem starfa í Reykjavík, um 4.500 talsins, hefur nú verið aflýst. Þrátt fyrir að margir þeirra sem setið hafa við samningaborðið hafa verið að frá því snemma í morgun, er létt stemning á fólki í húsakynnum Ríkissáttasemjara. Kjarasamningar Sameykis við ríkið, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa verið lausir frá 31. mars 2019. Nýi samningurinn gildir til 31. mars 2023. Aðgerðaráætlunina fyrir verkföllin má sjá hér, á vef BSRB. Sjá einnig: Einn af mörgum kjarasamningum undirritaður Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis, segir samninginn ná eingöngu til starfsmanna Reykjavíkurborgar í félaginu. Um sirka 4.500 manns sé að ræða. Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis.Vísir/Jóhann „Tímamótasamningur“ „Þetta er að mörgu leyti tímamótasamningur og þá kannski aðallega vegna þess að þarna erum við að stytta vinnuvikuna töluvert. Bæði hjá dagvinnufólki og ekki síður hjá vaktavinnufólki. Það var nú það sem tók lengstan tíma. Þar vorum við eiginlega að gjörbylta vaktafyrirkomulagi hér á Íslandi,“ segir Árni. Hann segir að verið sé að taka upp margar nýjungar sem hafi ekki sést áður í vaktavinnu. Þú varst ekkert sérlega bjartsýnn þegar þú mættir til fundar í morgun. „Ég sagði að þetta væru svona fimmtíu prósent líkur. Það reyndist alveg rétt hjá mér. Þetta var nú bara að skríða saman á síðustu stundu og það þurfti að gera töluverðar málamiðlanir til að ná saman en það er svo sem oft sem það gerist.“ Erfitt að ná síðustu metrunum Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar, segist sátt við niðurstöðuna. Samningurinn byggi á Lífskjarasamningunum og feli í sér styttingu vinnuvikunnar. „Við erum mjög sátt með að ná þessari lendingu,“ segir Harpa. „Það er alltaf erfitt að ná svona síðustu metrunum en þetta hafðist.“ Samningarnir verða kynntir félagsfólki á næstu dögum og bornir undir atkvæði.
Kjaramál Verkföll 2020 Reykjavík Tengdar fréttir Verkfall BSRB skollið á: Einn af mörgum kjarasamningum undirritaður BSRB hefur undirritað einn kjarasamning við samninganefnd hins opinbera. Samningur þessi nær til allra bæjarstarfsmanna. 9. mars 2020 00:02 Klukkan tifar í Karphúsinu Fundað er í hverju hverju herbergi í húsnæði Ríkissáttasemjara. Fólk gengur á milli herbergja enda allra leiða leitað til þess að afstýra verkfalli sextán þúsund félagsmanna BSRB sem hefst á miðnætti. 8. mars 2020 22:29 Stíf fundarhöld hjá BSRB halda áfram eftir nætursvefn Fundi í kjaraviðræðum BSRB við ríki, borg og sveitarfélög lauk nú á tólfta tímanum í kvöld. Fundarhöld hafa staðið yfir í allan dag og í gær og hefur verið boðað aftur til fundar hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í fyrramálið. 7. mars 2020 23:58 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Sjá meira
Verkfall BSRB skollið á: Einn af mörgum kjarasamningum undirritaður BSRB hefur undirritað einn kjarasamning við samninganefnd hins opinbera. Samningur þessi nær til allra bæjarstarfsmanna. 9. mars 2020 00:02
Klukkan tifar í Karphúsinu Fundað er í hverju hverju herbergi í húsnæði Ríkissáttasemjara. Fólk gengur á milli herbergja enda allra leiða leitað til þess að afstýra verkfalli sextán þúsund félagsmanna BSRB sem hefst á miðnætti. 8. mars 2020 22:29
Stíf fundarhöld hjá BSRB halda áfram eftir nætursvefn Fundi í kjaraviðræðum BSRB við ríki, borg og sveitarfélög lauk nú á tólfta tímanum í kvöld. Fundarhöld hafa staðið yfir í allan dag og í gær og hefur verið boðað aftur til fundar hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í fyrramálið. 7. mars 2020 23:58