Hætti vatn að renna til tjarnarinnar verði það dauðadómur yfir fuglalífi á svæðinu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. maí 2020 22:00 Finnur Ingimarsson er forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs EGILL AÐALSTEINS Framkvæmdir á Hlíðarsvæðinu gætu haft áhrif á vatnsbúskap Tjarnarinnar. Líffræðingur segir mikilvægt að viðhalda lágmarksrennsli en hætta er á að vatn hætti að renna til tjarnarinnar sem yrði dauðadómur yfir fuglalífi á svæðinu. Í skýrslu um fuglalíf tjarnarinnar sem unnin var fyrir Reykjavíkurborg og birt í byrjun árs kemur fram að Urtöndum hafi fækkað töluvert. Veturinn 2007-2008 sáust mest 36 fuglar en það sem er af vetri 2019-2020 hafa sést mest 7 fuglar. Vetursetufuglar hafa haldið sig mest á Vatnsmýratjörn og Hústjörn en líka á skurðum austast í Vatnsmýrinni. Þessum skurðum hefur nú verið spillt í tengslum við uppbyggingu á Hlíðarendasvæðinu. Forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs segir mikilvægt að stuðla að blágrænum lausnum svo unnt sé að halda uppi vatnsrennsli frá nýbyggingum til tjarnarinnar. „Svo er náttúrulega spurning hvort hægt sé að horfa til byggðarinnar í kring. Er hægt að taka ofanvatn af þökum og veita því með einhverjum hætti til tjarnarinnar,“ sagði Finnur Ingimarsson, forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs. Ákveðið lágmarksrennsli þurfi að vera í tjörninni til að viðhalda smádýralífi sem er grundvöllur fuglalífs. Fuglalíf á Tjörninni. Það er ekki sjálfgefið að fuglalíf kryddi mannlífið í miðborg Reykjavíkur. „Hér í Vatnsmýrinni er eitt helsta varpsvæði Reykjavíkurborgar. Svæðið hér fyrir aftan er lokað þar sem varptíminn stendur sem hæst. Það myndi hafa gríðarleg áhrif á fuglalíf í borginni ef vatnsbúskapurinn er ekki í lagi.“ Í skýrslunni kemur fram að Vatnsbúskapur tjarnarinnar gæti verið í hættu vegna mikilla framkvæmda víða í Vatnsmýri eða í jaðri hennar. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á Hlíðarendasvæðinu og til stendur að byggja við sunnanverðan Flugvöllinn. Vakta þurfi vatnsbúskap tjarnarinnar þar sem framkvæmdirnar gætu haft áhrif á vatnsbúskapinn en hætta er á að vatn hætti að renna til Tjarnarinnar og það mundi verða endanlegur dauðadómur yfir lífríkinu og fuglalífinu. Umhverfismál Reykjavík Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Erlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Fleiri fréttir Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjá meira
Framkvæmdir á Hlíðarsvæðinu gætu haft áhrif á vatnsbúskap Tjarnarinnar. Líffræðingur segir mikilvægt að viðhalda lágmarksrennsli en hætta er á að vatn hætti að renna til tjarnarinnar sem yrði dauðadómur yfir fuglalífi á svæðinu. Í skýrslu um fuglalíf tjarnarinnar sem unnin var fyrir Reykjavíkurborg og birt í byrjun árs kemur fram að Urtöndum hafi fækkað töluvert. Veturinn 2007-2008 sáust mest 36 fuglar en það sem er af vetri 2019-2020 hafa sést mest 7 fuglar. Vetursetufuglar hafa haldið sig mest á Vatnsmýratjörn og Hústjörn en líka á skurðum austast í Vatnsmýrinni. Þessum skurðum hefur nú verið spillt í tengslum við uppbyggingu á Hlíðarendasvæðinu. Forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs segir mikilvægt að stuðla að blágrænum lausnum svo unnt sé að halda uppi vatnsrennsli frá nýbyggingum til tjarnarinnar. „Svo er náttúrulega spurning hvort hægt sé að horfa til byggðarinnar í kring. Er hægt að taka ofanvatn af þökum og veita því með einhverjum hætti til tjarnarinnar,“ sagði Finnur Ingimarsson, forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs. Ákveðið lágmarksrennsli þurfi að vera í tjörninni til að viðhalda smádýralífi sem er grundvöllur fuglalífs. Fuglalíf á Tjörninni. Það er ekki sjálfgefið að fuglalíf kryddi mannlífið í miðborg Reykjavíkur. „Hér í Vatnsmýrinni er eitt helsta varpsvæði Reykjavíkurborgar. Svæðið hér fyrir aftan er lokað þar sem varptíminn stendur sem hæst. Það myndi hafa gríðarleg áhrif á fuglalíf í borginni ef vatnsbúskapurinn er ekki í lagi.“ Í skýrslunni kemur fram að Vatnsbúskapur tjarnarinnar gæti verið í hættu vegna mikilla framkvæmda víða í Vatnsmýri eða í jaðri hennar. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á Hlíðarendasvæðinu og til stendur að byggja við sunnanverðan Flugvöllinn. Vakta þurfi vatnsbúskap tjarnarinnar þar sem framkvæmdirnar gætu haft áhrif á vatnsbúskapinn en hætta er á að vatn hætti að renna til Tjarnarinnar og það mundi verða endanlegur dauðadómur yfir lífríkinu og fuglalífinu.
Umhverfismál Reykjavík Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Erlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Fleiri fréttir Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjá meira