Hætti vatn að renna til tjarnarinnar verði það dauðadómur yfir fuglalífi á svæðinu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. maí 2020 22:00 Finnur Ingimarsson er forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs EGILL AÐALSTEINS Framkvæmdir á Hlíðarsvæðinu gætu haft áhrif á vatnsbúskap Tjarnarinnar. Líffræðingur segir mikilvægt að viðhalda lágmarksrennsli en hætta er á að vatn hætti að renna til tjarnarinnar sem yrði dauðadómur yfir fuglalífi á svæðinu. Í skýrslu um fuglalíf tjarnarinnar sem unnin var fyrir Reykjavíkurborg og birt í byrjun árs kemur fram að Urtöndum hafi fækkað töluvert. Veturinn 2007-2008 sáust mest 36 fuglar en það sem er af vetri 2019-2020 hafa sést mest 7 fuglar. Vetursetufuglar hafa haldið sig mest á Vatnsmýratjörn og Hústjörn en líka á skurðum austast í Vatnsmýrinni. Þessum skurðum hefur nú verið spillt í tengslum við uppbyggingu á Hlíðarendasvæðinu. Forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs segir mikilvægt að stuðla að blágrænum lausnum svo unnt sé að halda uppi vatnsrennsli frá nýbyggingum til tjarnarinnar. „Svo er náttúrulega spurning hvort hægt sé að horfa til byggðarinnar í kring. Er hægt að taka ofanvatn af þökum og veita því með einhverjum hætti til tjarnarinnar,“ sagði Finnur Ingimarsson, forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs. Ákveðið lágmarksrennsli þurfi að vera í tjörninni til að viðhalda smádýralífi sem er grundvöllur fuglalífs. Fuglalíf á Tjörninni. Það er ekki sjálfgefið að fuglalíf kryddi mannlífið í miðborg Reykjavíkur. „Hér í Vatnsmýrinni er eitt helsta varpsvæði Reykjavíkurborgar. Svæðið hér fyrir aftan er lokað þar sem varptíminn stendur sem hæst. Það myndi hafa gríðarleg áhrif á fuglalíf í borginni ef vatnsbúskapurinn er ekki í lagi.“ Í skýrslunni kemur fram að Vatnsbúskapur tjarnarinnar gæti verið í hættu vegna mikilla framkvæmda víða í Vatnsmýri eða í jaðri hennar. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á Hlíðarendasvæðinu og til stendur að byggja við sunnanverðan Flugvöllinn. Vakta þurfi vatnsbúskap tjarnarinnar þar sem framkvæmdirnar gætu haft áhrif á vatnsbúskapinn en hætta er á að vatn hætti að renna til Tjarnarinnar og það mundi verða endanlegur dauðadómur yfir lífríkinu og fuglalífinu. Umhverfismál Reykjavík Mest lesið Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Fleiri fréttir Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Sjá meira
Framkvæmdir á Hlíðarsvæðinu gætu haft áhrif á vatnsbúskap Tjarnarinnar. Líffræðingur segir mikilvægt að viðhalda lágmarksrennsli en hætta er á að vatn hætti að renna til tjarnarinnar sem yrði dauðadómur yfir fuglalífi á svæðinu. Í skýrslu um fuglalíf tjarnarinnar sem unnin var fyrir Reykjavíkurborg og birt í byrjun árs kemur fram að Urtöndum hafi fækkað töluvert. Veturinn 2007-2008 sáust mest 36 fuglar en það sem er af vetri 2019-2020 hafa sést mest 7 fuglar. Vetursetufuglar hafa haldið sig mest á Vatnsmýratjörn og Hústjörn en líka á skurðum austast í Vatnsmýrinni. Þessum skurðum hefur nú verið spillt í tengslum við uppbyggingu á Hlíðarendasvæðinu. Forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs segir mikilvægt að stuðla að blágrænum lausnum svo unnt sé að halda uppi vatnsrennsli frá nýbyggingum til tjarnarinnar. „Svo er náttúrulega spurning hvort hægt sé að horfa til byggðarinnar í kring. Er hægt að taka ofanvatn af þökum og veita því með einhverjum hætti til tjarnarinnar,“ sagði Finnur Ingimarsson, forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs. Ákveðið lágmarksrennsli þurfi að vera í tjörninni til að viðhalda smádýralífi sem er grundvöllur fuglalífs. Fuglalíf á Tjörninni. Það er ekki sjálfgefið að fuglalíf kryddi mannlífið í miðborg Reykjavíkur. „Hér í Vatnsmýrinni er eitt helsta varpsvæði Reykjavíkurborgar. Svæðið hér fyrir aftan er lokað þar sem varptíminn stendur sem hæst. Það myndi hafa gríðarleg áhrif á fuglalíf í borginni ef vatnsbúskapurinn er ekki í lagi.“ Í skýrslunni kemur fram að Vatnsbúskapur tjarnarinnar gæti verið í hættu vegna mikilla framkvæmda víða í Vatnsmýri eða í jaðri hennar. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á Hlíðarendasvæðinu og til stendur að byggja við sunnanverðan Flugvöllinn. Vakta þurfi vatnsbúskap tjarnarinnar þar sem framkvæmdirnar gætu haft áhrif á vatnsbúskapinn en hætta er á að vatn hætti að renna til Tjarnarinnar og það mundi verða endanlegur dauðadómur yfir lífríkinu og fuglalífinu.
Umhverfismál Reykjavík Mest lesið Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Fleiri fréttir Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Sjá meira