Bankar lýsa áhyggjum sínum af frumvarpi ferðamálaráðherra Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. maí 2020 09:26 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Fyrir aftan hana má sjá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Arion banki og Íslandsbanki hafa varað við frumvarpi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra sem heimilar ferðaskrifstofum og flugfélögum að endurgreiða viðskiptavinum sínum með inneignarnótum í stað peninga fyrir ferðir sem ekki voru farnar vegna kórónuveirufaraldursins. Bankarnir segja hættu fólgna í frumvarpinu. RÚV greinir frá þessu. Samkvæmt frumvarpi Þórdísar Kolbrúnar gildir inneignarnótan sem fæst í endurgreiðslu í ár. Verði inneignarnótan ekki nýtt innan þess tíma gefst fólki svo kostur á því að fá ferðir sínar endurgreiddar í peningum. Lögmenn bæði Arion og Íslandsbanka telja að frumvarpið geti rýrt þann rétt sem neytendur hafa gagnvart ferðaþjónustufyrirtækjunum. Eins og staðan er núna geta þeir sótt um endurgreiðslu hjá kortafyrirtækjum sínum fyrir ferðir sem ekki voru farnar, en fresturinn til þess er átján mánuðir frá greiðslu. Íslandsbanki hefur skilað inn umsögn þar sem áhyggjum af áhrifum frumvarpsins á neytendur er lýst.Vísir/Vilhelm Vara við tvenns konar réttarskerðingu Lögmenn bankanna segja að frumvarpið geti rýrt rétt neytenda á tvennan hátt. Þeir benda á að fólk muni ekki getað sótt um endurgreiðslu hjá kortafyrirtækjum sínum fyrr en að ári liðnu. Þá geti frestur til að krefjast endurgreiðslu verið liðinn, sökum þess hversu margir bóka og greiða tímanlega fyrir ferðalög sín. Þá er einnig bent á að endurgreiðsla í formi inneignarnótu gæti komið í veg fyrir að fólk fái endurgreiðslu hjá kortafyrirtækjum sínum, en eitt skilyrði þess er að hafa óskað eftir endurgreiðslu hjá seljanda en verið hafnað um hana. „Þá er óvíst hvort alþjóðlegar kortasamsteypur víki frá skilmálum sínum þó svo að lögum einstakra ríkja verði breytt þannig að þau kunni að brjóta gegn skilmálunum. Það er því ljóst að huga þarf að þessum atriðum við meðferð málsins,“ segir í umsögn Íslandsbanka. Þá segir í umsögn Arion banka að bankinn sé mótfallinn frumvarpinu. Eins tekur bankinn undir sjónarmið Neytendastofu um að neytendum séu ekki tryggðar fullar endurgreiðslur í samræmi við lög og skilmála sem í gildi voru þegar kaup áttu sér stað. Samtök ferðaþjónustunnar hafa gefið það út að þau séu fylgjandi frumvarpinu. BSRB, ASÍ og Neytendasamtökin hafa hins vegar lagst gegn því. Íslenskir bankar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Tengdar fréttir Spyr hvernig hægt verði að ferðast innanlands með ferðasjóðinn fastan í ferð sem ekki verður farin „Það er hreint ótrúlegt að einhverjum þyki bara í lagi að ganga á stjórnarskrárvarinn rétt fólks og vilji skikka fólk til að gerast lánveitendur ferðaskrifstofa að þeim forspurðum, vaxtalaust og með óvissu um endurgreiðslu,“ skrifar Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna 7. maí 2020 18:19 Neytendasamtökin með á annað hundrað mála í vinnslu Málum hefur fjölgað um 70 prósent hjá Neytendasamtökunum á þessu ári og varða þau allt að 600 hundruð manns. Flestir leita þangað með endurgreiðslukröfur á fyrirtæki tengdum kórónuveirufaraldrinum. 2. maí 2020 11:15 ESB segir neytendur eiga skýlausan rétt á endurgreiðslu fyrir ferðir sem falla niður Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirstrikar í dag að flugfélög og seljendur pakkaferða verði að endurgreiða farþegum sínum falli ferðir þeirra niður. 13. maí 2020 11:03 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Arion banki og Íslandsbanki hafa varað við frumvarpi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra sem heimilar ferðaskrifstofum og flugfélögum að endurgreiða viðskiptavinum sínum með inneignarnótum í stað peninga fyrir ferðir sem ekki voru farnar vegna kórónuveirufaraldursins. Bankarnir segja hættu fólgna í frumvarpinu. RÚV greinir frá þessu. Samkvæmt frumvarpi Þórdísar Kolbrúnar gildir inneignarnótan sem fæst í endurgreiðslu í ár. Verði inneignarnótan ekki nýtt innan þess tíma gefst fólki svo kostur á því að fá ferðir sínar endurgreiddar í peningum. Lögmenn bæði Arion og Íslandsbanka telja að frumvarpið geti rýrt þann rétt sem neytendur hafa gagnvart ferðaþjónustufyrirtækjunum. Eins og staðan er núna geta þeir sótt um endurgreiðslu hjá kortafyrirtækjum sínum fyrir ferðir sem ekki voru farnar, en fresturinn til þess er átján mánuðir frá greiðslu. Íslandsbanki hefur skilað inn umsögn þar sem áhyggjum af áhrifum frumvarpsins á neytendur er lýst.Vísir/Vilhelm Vara við tvenns konar réttarskerðingu Lögmenn bankanna segja að frumvarpið geti rýrt rétt neytenda á tvennan hátt. Þeir benda á að fólk muni ekki getað sótt um endurgreiðslu hjá kortafyrirtækjum sínum fyrr en að ári liðnu. Þá geti frestur til að krefjast endurgreiðslu verið liðinn, sökum þess hversu margir bóka og greiða tímanlega fyrir ferðalög sín. Þá er einnig bent á að endurgreiðsla í formi inneignarnótu gæti komið í veg fyrir að fólk fái endurgreiðslu hjá kortafyrirtækjum sínum, en eitt skilyrði þess er að hafa óskað eftir endurgreiðslu hjá seljanda en verið hafnað um hana. „Þá er óvíst hvort alþjóðlegar kortasamsteypur víki frá skilmálum sínum þó svo að lögum einstakra ríkja verði breytt þannig að þau kunni að brjóta gegn skilmálunum. Það er því ljóst að huga þarf að þessum atriðum við meðferð málsins,“ segir í umsögn Íslandsbanka. Þá segir í umsögn Arion banka að bankinn sé mótfallinn frumvarpinu. Eins tekur bankinn undir sjónarmið Neytendastofu um að neytendum séu ekki tryggðar fullar endurgreiðslur í samræmi við lög og skilmála sem í gildi voru þegar kaup áttu sér stað. Samtök ferðaþjónustunnar hafa gefið það út að þau séu fylgjandi frumvarpinu. BSRB, ASÍ og Neytendasamtökin hafa hins vegar lagst gegn því.
Íslenskir bankar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Tengdar fréttir Spyr hvernig hægt verði að ferðast innanlands með ferðasjóðinn fastan í ferð sem ekki verður farin „Það er hreint ótrúlegt að einhverjum þyki bara í lagi að ganga á stjórnarskrárvarinn rétt fólks og vilji skikka fólk til að gerast lánveitendur ferðaskrifstofa að þeim forspurðum, vaxtalaust og með óvissu um endurgreiðslu,“ skrifar Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna 7. maí 2020 18:19 Neytendasamtökin með á annað hundrað mála í vinnslu Málum hefur fjölgað um 70 prósent hjá Neytendasamtökunum á þessu ári og varða þau allt að 600 hundruð manns. Flestir leita þangað með endurgreiðslukröfur á fyrirtæki tengdum kórónuveirufaraldrinum. 2. maí 2020 11:15 ESB segir neytendur eiga skýlausan rétt á endurgreiðslu fyrir ferðir sem falla niður Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirstrikar í dag að flugfélög og seljendur pakkaferða verði að endurgreiða farþegum sínum falli ferðir þeirra niður. 13. maí 2020 11:03 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Spyr hvernig hægt verði að ferðast innanlands með ferðasjóðinn fastan í ferð sem ekki verður farin „Það er hreint ótrúlegt að einhverjum þyki bara í lagi að ganga á stjórnarskrárvarinn rétt fólks og vilji skikka fólk til að gerast lánveitendur ferðaskrifstofa að þeim forspurðum, vaxtalaust og með óvissu um endurgreiðslu,“ skrifar Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna 7. maí 2020 18:19
Neytendasamtökin með á annað hundrað mála í vinnslu Málum hefur fjölgað um 70 prósent hjá Neytendasamtökunum á þessu ári og varða þau allt að 600 hundruð manns. Flestir leita þangað með endurgreiðslukröfur á fyrirtæki tengdum kórónuveirufaraldrinum. 2. maí 2020 11:15
ESB segir neytendur eiga skýlausan rétt á endurgreiðslu fyrir ferðir sem falla niður Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirstrikar í dag að flugfélög og seljendur pakkaferða verði að endurgreiða farþegum sínum falli ferðir þeirra niður. 13. maí 2020 11:03