Selfoss fær mikinn liðsstyrk frá PSV Sindri Sverrisson skrifar 16. maí 2020 17:31 Anna Björk Kristjánsdóttir er mætt í vínrauðan búning Selfyssinga. MYND/SELFOSS Landsliðskonan Anna Björk Kristjánsdóttir hefur samið við knattspyrnudeild Selfoss og mun leika með liði félagsins í sumar. Hún kemur til félagsins frá PSV Eindhoven í Hollandi. Anna Björk er 30 ára, reynslumikill miðvörður, sem á að baki 43 A-landsleiki fyrir Ísland. Anna Björk hóf sinn feril með KR en fór þaðan til Stjörnunnar þar sem hún varð meðal annars þrefaldur Íslands- og bikarmeistari. Árið 2017 fór hún til Svíþjóðar og lék með Örebro og Limhamn Bunkeflo. Undanfarin tvö tímabil hefur hún leikið með PSV Eindhoven í hollensku úrvalsdeildinni. „Um leið og ég fór að tala við þjálfarana og fólkið í kringum liðið á Selfossi þá heyrði ég hvað það er mikill metnaður hérna og það heillaði mig. Það tala allir vel um Selfoss og það eru skýr markmið og mikill uppgangur hjá liðinu. Ég er líka að klára nám í sjúkraþjálfun og fæ tækifæri til þess að vinna við það í Mætti sjúkraþjálfun á Selfossi,“ segir Anna Björk á vef Selfoss. Selfoss, sem varð bikarmeistari og hafnaði í 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar á síðustu leiktíð, hafði áður tryggt sér krafta annarar landsliðskonu, Dagnýjar Brynjarsdóttur, og ljóst að liðið gæti mætt öflugt til leiks. „Mér líst gríðarlega vel á þjálfarana og hópinn og þetta byrjar vel, það er gott að komast á æfingu í sveitinni og rifja upp gamla tíma. Þetta eru dálítið skrítnar æfingar núna þar sem við náum ekki að vera allar saman í hóp en ég sé alveg hvað er í gangi hjá liðinu og þetta er mjög spennandi verkefni. Síðan ég fór erlendis að spila hef ég alltaf fylgst vel með Pepsi Max deildinni og veit hvað er í gangi hérna þannig að ég er mjög spennt að spila aftur á Íslandi. Um leið og það kom í ljós að ég væri ekki að fara út aftur þá er ég búin að telja niður mínúturnar að komast aftur út á völlinn. Um leið og maður fer af stað aftur þá finnur maður hvað fótboltinn hefur mikla þýðingu fyrir mann. Það er mikill hugur í mér og ég hlakka til að taka slaginn hérna á Selfossi,“ segir Anna Björk. Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn UMF Selfoss Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjá meira
Landsliðskonan Anna Björk Kristjánsdóttir hefur samið við knattspyrnudeild Selfoss og mun leika með liði félagsins í sumar. Hún kemur til félagsins frá PSV Eindhoven í Hollandi. Anna Björk er 30 ára, reynslumikill miðvörður, sem á að baki 43 A-landsleiki fyrir Ísland. Anna Björk hóf sinn feril með KR en fór þaðan til Stjörnunnar þar sem hún varð meðal annars þrefaldur Íslands- og bikarmeistari. Árið 2017 fór hún til Svíþjóðar og lék með Örebro og Limhamn Bunkeflo. Undanfarin tvö tímabil hefur hún leikið með PSV Eindhoven í hollensku úrvalsdeildinni. „Um leið og ég fór að tala við þjálfarana og fólkið í kringum liðið á Selfossi þá heyrði ég hvað það er mikill metnaður hérna og það heillaði mig. Það tala allir vel um Selfoss og það eru skýr markmið og mikill uppgangur hjá liðinu. Ég er líka að klára nám í sjúkraþjálfun og fæ tækifæri til þess að vinna við það í Mætti sjúkraþjálfun á Selfossi,“ segir Anna Björk á vef Selfoss. Selfoss, sem varð bikarmeistari og hafnaði í 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar á síðustu leiktíð, hafði áður tryggt sér krafta annarar landsliðskonu, Dagnýjar Brynjarsdóttur, og ljóst að liðið gæti mætt öflugt til leiks. „Mér líst gríðarlega vel á þjálfarana og hópinn og þetta byrjar vel, það er gott að komast á æfingu í sveitinni og rifja upp gamla tíma. Þetta eru dálítið skrítnar æfingar núna þar sem við náum ekki að vera allar saman í hóp en ég sé alveg hvað er í gangi hjá liðinu og þetta er mjög spennandi verkefni. Síðan ég fór erlendis að spila hef ég alltaf fylgst vel með Pepsi Max deildinni og veit hvað er í gangi hérna þannig að ég er mjög spennt að spila aftur á Íslandi. Um leið og það kom í ljós að ég væri ekki að fara út aftur þá er ég búin að telja niður mínúturnar að komast aftur út á völlinn. Um leið og maður fer af stað aftur þá finnur maður hvað fótboltinn hefur mikla þýðingu fyrir mann. Það er mikill hugur í mér og ég hlakka til að taka slaginn hérna á Selfossi,“ segir Anna Björk.
Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn UMF Selfoss Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn