Tími fyrir fisk Kristján Ingimarsson skrifar 16. maí 2020 12:30 Nú er lag. Tækifæri til markaðssetningar á hvítum fiski hafa sjaldan blasað eins vel við en í kjölfar Covid – 19 hefur komið í ljós hversu viðkvæmur hvítfiskmarkaðurinn er víða. Vilji eða kunnátta fólks til að elda fisk heima er takmörkuð varan er of oft þannig framsett að hún höfðar ekki nægilega vel til fólks, hún þarf að vera aðlaðandi og aðgengileg. Eftirspurn, neysla og framboð af fiski hefur hrunið í kjölfar Covid - 19. Laxinn hefur reyndar ekki farið eins illa út úr þessu og hvítfiskurinn en lax hefur þróast í þá átt að vera sér prótein hópur og aðskilið sig frá öðrum fiski þannig að nú er stundum talað um lambakjöt, nautakjöt, svínakjöt, kjúkling, lax og fisk (eða hvítfisk). Dregið hefur úr heimamatreiðslu á fiski í Bretlandi og víða annarsstaðar í Evrópu síðasta áratuginn en þetta hefur ekki verið vandamál þar sem eftirspurn og neysla á fiski utan heimila hefur verið góð. Það er að segja þangað til Covid – 19 skall á. Á einni nóttu lokaðist allt. Hótel, veitingastaðir og mötuneyti skelltu í lás. Þar með varð smásalan, verslanir og verslanakeðjur, eina söluleiðin fyrir fisk (já og aðra ferskvöru). Sumir gerðu sér vonir um að neyslumynstur á fiski myndi breytast á þann hátt að fiskneysla myndi færast yfir í heimaeldamennsku en það gerðist ekki eins og kom berlega í ljós þegar fólk fór að byrgja sig upp af vörum í upphafi faraldursins. Nautakjöt, svínakjöt, lambakjöt, lax og ekki síst kjúklingur voru rifin úr hillum stórmarkaða en eftir sat fiskurinn. Þegar frá leið hvarf fiskurinn svo hægt og rólega eins og eftirspurnin. Að hluta til vegna þess að eldra fólki var ráðlagt að halda sig heima. Og er það þá eldra fólk sem hefur meiri kunnáttu og vilja en yngra fólk til að elda fisk heima? Í kjölfarið ákváðu margir stórmarkaðir að loka borðum með ferskar vörur, þar á meðal fiskborðum, vegna endurskipulagninga á vöktum og að fleira fólk vantaði til þess að fylla á þurrvöruhillur. Eftir stendur að tækifæri eru til að auka markaðshlutdeild á smásölumarkaðinum en ef ekkert verður að gert gæti hlutdeildin minnkað, sér í lagi ef það er stðareynd að það er frekar eldra fólk heldur en yngra fólk sem kann og vill matreiða fisk heima. Kannski þarf að hugsa framsetninguna upp á nýtt. Þessi staða er í það minnsta umhugsunarefni og tilefni þessara skrifa. Er það hlutverk okkar að kenna ungum Evrópubúum að elda fisk? Ekki endilega en samt, þarna er tækifæri til að styrkja markaðinn og þar með að auka verðmæti og eftirspurn eftir íslenskum fiski. Við skulum ekki gleyma okkur. Svo ekki sé nú minnst á hollustu og heilsusjónarmið til þess að Córóna hugmyndina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Sjá meira
Nú er lag. Tækifæri til markaðssetningar á hvítum fiski hafa sjaldan blasað eins vel við en í kjölfar Covid – 19 hefur komið í ljós hversu viðkvæmur hvítfiskmarkaðurinn er víða. Vilji eða kunnátta fólks til að elda fisk heima er takmörkuð varan er of oft þannig framsett að hún höfðar ekki nægilega vel til fólks, hún þarf að vera aðlaðandi og aðgengileg. Eftirspurn, neysla og framboð af fiski hefur hrunið í kjölfar Covid - 19. Laxinn hefur reyndar ekki farið eins illa út úr þessu og hvítfiskurinn en lax hefur þróast í þá átt að vera sér prótein hópur og aðskilið sig frá öðrum fiski þannig að nú er stundum talað um lambakjöt, nautakjöt, svínakjöt, kjúkling, lax og fisk (eða hvítfisk). Dregið hefur úr heimamatreiðslu á fiski í Bretlandi og víða annarsstaðar í Evrópu síðasta áratuginn en þetta hefur ekki verið vandamál þar sem eftirspurn og neysla á fiski utan heimila hefur verið góð. Það er að segja þangað til Covid – 19 skall á. Á einni nóttu lokaðist allt. Hótel, veitingastaðir og mötuneyti skelltu í lás. Þar með varð smásalan, verslanir og verslanakeðjur, eina söluleiðin fyrir fisk (já og aðra ferskvöru). Sumir gerðu sér vonir um að neyslumynstur á fiski myndi breytast á þann hátt að fiskneysla myndi færast yfir í heimaeldamennsku en það gerðist ekki eins og kom berlega í ljós þegar fólk fór að byrgja sig upp af vörum í upphafi faraldursins. Nautakjöt, svínakjöt, lambakjöt, lax og ekki síst kjúklingur voru rifin úr hillum stórmarkaða en eftir sat fiskurinn. Þegar frá leið hvarf fiskurinn svo hægt og rólega eins og eftirspurnin. Að hluta til vegna þess að eldra fólki var ráðlagt að halda sig heima. Og er það þá eldra fólk sem hefur meiri kunnáttu og vilja en yngra fólk til að elda fisk heima? Í kjölfarið ákváðu margir stórmarkaðir að loka borðum með ferskar vörur, þar á meðal fiskborðum, vegna endurskipulagninga á vöktum og að fleira fólk vantaði til þess að fylla á þurrvöruhillur. Eftir stendur að tækifæri eru til að auka markaðshlutdeild á smásölumarkaðinum en ef ekkert verður að gert gæti hlutdeildin minnkað, sér í lagi ef það er stðareynd að það er frekar eldra fólk heldur en yngra fólk sem kann og vill matreiða fisk heima. Kannski þarf að hugsa framsetninguna upp á nýtt. Þessi staða er í það minnsta umhugsunarefni og tilefni þessara skrifa. Er það hlutverk okkar að kenna ungum Evrópubúum að elda fisk? Ekki endilega en samt, þarna er tækifæri til að styrkja markaðinn og þar með að auka verðmæti og eftirspurn eftir íslenskum fiski. Við skulum ekki gleyma okkur. Svo ekki sé nú minnst á hollustu og heilsusjónarmið til þess að Córóna hugmyndina.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar