Trump lætur enn einn háttsetta embættismanninn fjúka Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. maí 2020 09:12 Steve Linick, aðaleftirlitsmann í bandaríska utanríkisráðuneytinu. Vísir/getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur rekið Steve Linick, aðaleftirlitsmann í utanríkisráðuneytinu, sem sagður er hafa staðið að rannsókn á mögulegum embættisbrotum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Linick var látinn vita af starfslokunum seint í gærkvöldi en eftirmaður hans verður Stephen Akard, náinn bandamaður Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Erlendir fjölmiðlar hafa eftir heimildum innan bandaríska stjórnkerfisins að rétt áður en Linick var látinn fjúka fyrirvaralaust hafi hann hafið rannsókn á ásökunum í garð Pompeo. Ásakanirnar sneru að því að Pompeo hefði látið pólitískt skipaðan embættismann í utanríkisráðuneytinu sinna persónulegum útréttingum fyrir sig og eiginkonu sína, Susan. Trump greindi frá starfslokum Linick í bréfi til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Þar lýsti hann mikilvægi þess að bera fullt traust til aðaleftirlitsmanna sinna. „Sú er ekki lengur raunin í tilfelli þessa aðaleftirlitsmanns,“ sagði Trump í bréfinu. Trump hefur í embættistíð sinni rekið fjölda embættismanna sem sinnt hafa eftirliti með störfum ríkisstjórnarinnar. Í þeirra stað hafa iðulega verið skipaðir bandamenn forsetans, sem leggur mikla áherslu á að embættismenn sýni sér tryggð í starfi. Andstæðingar Trumps hafa gagnrýnt uppsögn Linicks harðlega. „Brottreksturinn er forkastanleg aðgerð forseta í viðleitni til að hlífa einum af sínum tryggustu stuðningsmönnum, utanríkisráðherranum,“ sagði Eliot Engel, Demókrati og formaður utanríkisnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur rekið Steve Linick, aðaleftirlitsmann í utanríkisráðuneytinu, sem sagður er hafa staðið að rannsókn á mögulegum embættisbrotum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Linick var látinn vita af starfslokunum seint í gærkvöldi en eftirmaður hans verður Stephen Akard, náinn bandamaður Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Erlendir fjölmiðlar hafa eftir heimildum innan bandaríska stjórnkerfisins að rétt áður en Linick var látinn fjúka fyrirvaralaust hafi hann hafið rannsókn á ásökunum í garð Pompeo. Ásakanirnar sneru að því að Pompeo hefði látið pólitískt skipaðan embættismann í utanríkisráðuneytinu sinna persónulegum útréttingum fyrir sig og eiginkonu sína, Susan. Trump greindi frá starfslokum Linick í bréfi til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Þar lýsti hann mikilvægi þess að bera fullt traust til aðaleftirlitsmanna sinna. „Sú er ekki lengur raunin í tilfelli þessa aðaleftirlitsmanns,“ sagði Trump í bréfinu. Trump hefur í embættistíð sinni rekið fjölda embættismanna sem sinnt hafa eftirliti með störfum ríkisstjórnarinnar. Í þeirra stað hafa iðulega verið skipaðir bandamenn forsetans, sem leggur mikla áherslu á að embættismenn sýni sér tryggð í starfi. Andstæðingar Trumps hafa gagnrýnt uppsögn Linicks harðlega. „Brottreksturinn er forkastanleg aðgerð forseta í viðleitni til að hlífa einum af sínum tryggustu stuðningsmönnum, utanríkisráðherranum,“ sagði Eliot Engel, Demókrati og formaður utanríkisnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.
Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira