Klukkan ellefu heldur hljómsveitin Geirfuglarnir tónleika hér á Vísi.
Tónleikaröðin nefnist Samkoma og eru tónleikarnir allir í beinni útsendingu hér á Vísi klukkan ellefu á morgnana. Það þýðir að tónlistarmennirnir flytja tónlist sína á afslappaðan máta yfir kaffibollanum.
Hægt er að horfa á beinu útsendinguna hér fyrir neðan en einnig á Facebook-síðu Vísis og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir á kerfum Vodafone og Símans.
Vísir hefur fengið leikstjórann Ágúst Bent til liðs við sig til að halda utan um tónleikana og er framleiðslan í höndum Skjáskots.
Hljómsveitin Geirfuglarnir hefur verið starfrækt í rúm tuttugu ár. Hún er þekkt fyrir fjörugt polkapopp og almenna gleði. Geirfuglarnir gáfu nýverið út sína sjöttu plötu, sem heitir Hótel Núll.
Á morgun mætir Þórunn Antonía til leiks.
Ellen Kristjáns, Teitur Magnússon, Sturla Atlas, Krummi Björgvinsson, Bríet og Snorri Helgason hafa öll flutt afar vel heppnaða tónleika í tónleikaröðinni Samkoma hér á Vísi. Hægt er að horfa á tónleika þeirra í greinunum sem eru tengdar hér fyrir neðan.
Í tónleikaröðinni Samkoma mæta þekktir íslenskir tónlistarmenn og flytja tónlist sína á afslappaðan máta yfir morgunbollanum. Tónleikarnir eru unnir í samstarfi við Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Kjarvalsstofu.