Rafn hefur sofið með límband fyrir munninum í þrjú ár til að losna við kæfisvefn Stefán Árni Pálsson skrifar 16. apríl 2020 13:32 Rafn er þjálfari og heilsuráðgjafi. Rafn Franklín þjálfari og heilsuráðgjafi ræddi um baráttu sína við kæfisvefn og hrotur í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í gær. „Ég áttaði mig í raun ekki á mínum svefnvandamálum og það var í rauninni ekki fyrr en mér var skipað að fara í svefnrannsókn. Fólk var farið að kvarta í kringum mig út af hrotum og það hélt jafnvel að ég væri að láta lífið í svefni,“ segir Rafn en þá kom í ljós að hann væri með kæfisvefn. „Þetta setti af stað ákveðna vegferð sem ég haf verið í á síðustu árum að kafa ofan í hvernig ég get hámarkað svefngæðin mín. Ég hef fundið gríðarlegan mun á því að gera allt sem ég geri í dag til þess að bæta svefninn.“ Hann segist hafa farið nokkrar óhefðbundnar leiðir í sinni vegferð að betri svefn. „Ég teipa fyrir munninn á hverju kvöldi og þetta geri ég til að tryggja að ég andi með nefinu. Þetta eru nokkuð ný fræði sem eru að koma upp á yfirborðið og markmiðið er að anda með nefinu og þar að leiðandi verður meiri súrefnisupptaka til heilans og líffæra. Þetta mun verða til þess að þú færð betri nætursvefn.“ Rafn ráðleggur samt alltaf fólki að ræða við lækni áður en það stekkur í svona aðgerðir. Árið 2017 ræddi Vísir við Ernu Sif Arnardóttur, forstöðumaður svefnmælinga hjá Svefndeild Landspítala, eftir að Rafn hafði tjáð sig um málið í færslu á Facebook sem rataði í fjölmiðla. Hún gat í raun ekki mælt með þessari aðferð. „Það er ýmislegt annað hægt að gera en að teipa fyrir munninn og um að gera að leita til læknis til að ræða málin frekar en að leita í slíka vitleysu,“ sagði Erna Sif á sínum tíma. „Þetta hefur virkað gríðarlega vel fyrir mig og eitthvað sem ég hef gert núna í þrjú ár á hverju kvöldi. Fyrstu næturnar vaknaði ég um miðja nótt, kippti teipinu af mér og hélt áfram að sofa. Eftir nokkra daga byrjaði ég að venjast þessu og síðan eftir 2-3 vikur fór ég að finna mikinn mun hversu skýrari ég væri í hugsun og jafnari orka yfir allan daginn.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við hann. Heilsa Svefn Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Rafn Franklín þjálfari og heilsuráðgjafi ræddi um baráttu sína við kæfisvefn og hrotur í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í gær. „Ég áttaði mig í raun ekki á mínum svefnvandamálum og það var í rauninni ekki fyrr en mér var skipað að fara í svefnrannsókn. Fólk var farið að kvarta í kringum mig út af hrotum og það hélt jafnvel að ég væri að láta lífið í svefni,“ segir Rafn en þá kom í ljós að hann væri með kæfisvefn. „Þetta setti af stað ákveðna vegferð sem ég haf verið í á síðustu árum að kafa ofan í hvernig ég get hámarkað svefngæðin mín. Ég hef fundið gríðarlegan mun á því að gera allt sem ég geri í dag til þess að bæta svefninn.“ Hann segist hafa farið nokkrar óhefðbundnar leiðir í sinni vegferð að betri svefn. „Ég teipa fyrir munninn á hverju kvöldi og þetta geri ég til að tryggja að ég andi með nefinu. Þetta eru nokkuð ný fræði sem eru að koma upp á yfirborðið og markmiðið er að anda með nefinu og þar að leiðandi verður meiri súrefnisupptaka til heilans og líffæra. Þetta mun verða til þess að þú færð betri nætursvefn.“ Rafn ráðleggur samt alltaf fólki að ræða við lækni áður en það stekkur í svona aðgerðir. Árið 2017 ræddi Vísir við Ernu Sif Arnardóttur, forstöðumaður svefnmælinga hjá Svefndeild Landspítala, eftir að Rafn hafði tjáð sig um málið í færslu á Facebook sem rataði í fjölmiðla. Hún gat í raun ekki mælt með þessari aðferð. „Það er ýmislegt annað hægt að gera en að teipa fyrir munninn og um að gera að leita til læknis til að ræða málin frekar en að leita í slíka vitleysu,“ sagði Erna Sif á sínum tíma. „Þetta hefur virkað gríðarlega vel fyrir mig og eitthvað sem ég hef gert núna í þrjú ár á hverju kvöldi. Fyrstu næturnar vaknaði ég um miðja nótt, kippti teipinu af mér og hélt áfram að sofa. Eftir nokkra daga byrjaði ég að venjast þessu og síðan eftir 2-3 vikur fór ég að finna mikinn mun hversu skýrari ég væri í hugsun og jafnari orka yfir allan daginn.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við hann.
Heilsa Svefn Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög