Fótbolti

„Finnst Stjarnan búin að vera eins í svo mörg ár“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Eyjólfur Héðinsson er fyrirliði Stjörnunnar.
Eyjólfur Héðinsson er fyrirliði Stjörnunnar. vísir/vilhelm

Stöðugleiki er góður en það vantar meiri breytingu á liði Stjörnunnar í Pepsi Max-deild karla að mati Hjörvars Hafliðasonar sparkspekings. Stjarnan var eitt þeirra liða sem var til umræðuefni í þættinum Sportið í kvöld.

Guðmundur Benediktsson, Hjörvar og Magnús Már Einarsson ritstjóri Fótbolti.net fóru þar yfir landslagið í íslenska boltanum og tóku meðal annars Stjörnuna og Breiðablik til ítarlegar umræðu.

„Mér finnst Stjarnan búin að vera eins í svo mörg ár. Það er mín tilfinning. Mér finnst þetta alltaf það sama. Þegar ég skoða Stjörnuliðið þá er það bara sama lið og var 2015. Frábært,“ sagði Hjörvar.

„Stöðugleiki er góður en mér finnst þetta vera rosalega mikið eins. Þessi kraftur sem fylgdi liðinu fyrstu árin og þangað til þeir vinna titilinn. Það kemur gat í reksturinn hjá þeim núna því þeir eru ekki í Evrópukeppni. Þetta er lið sem hefur verið nokkuð stöðugt í Evrópukeppni og staðið sig vel.“

„Mér hefur fundist vanta eitthvað sjokk þarna. Þeir eru með mjög flotta árganga á leiðinni upp og þá kemur kannski loksins einhver breyting. Það er alveg spennandi leikmenn þarna til dæmis Sölvi sem maður gerir vonir til að verði einn af þeirra betri leikmönnum í sumar,“ sagði Hjörvar.

Klippa: Sportið í kvöld - Umræða um Stjörnuna

Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×