Efast um að ungt fólk átti sig á því grettistaki sem Vigdís lyfti á sínum tíma Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. apríl 2020 20:13 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri og utanríkisráðherra, segist ekki viss um að ungt fólk í dag, þá sérstaklega það sem nú reynir að hasla sér völl í stjórnmálum, geri sér grein fyrir því grettistaki sem frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti lýðveldisins, lyfti þegar hún var kjörin forseti fyrir tæpum 40 árum. Vigdís fagnar í dag níræðisafmæli sínu. „Það var sko aldeilis ekki sjálfgefið fyrir tiltölulega unga konu, einstæða móður, að stíga fram á völlinn og bjóða sig fram til æðsta embættis þjóðarinnar. Það þurfti gríðarlegan kjark til að gera það. Og með því að gera það rauf hún skarð í múrinn sem hafði verið utan um öll þessi æðstu embætti þjóðarinnar, sem hafði varðað þau kannski fyrir konum, og gerði okkur hinum kleift að fara í gegn um þetta skarð og byrja að ryðja brautina fyrir aðrar konur. Fyrst að hún þorði og hún gat, þá þorðum við og gátum líka,“ segir Ingibjörg. Hún segir að framganga Vigdísar hafi verið ástæða þess að farið hafi verið fram með kvennaframboð árin 1982 og 1983. Vigdís er níræð í dag. Í sumar verða 40 ár liðin frá því hún náði kjöri til embættis forseta Íslands, og varð þannig fyrsti þjóðkjörni kvenforseti í heimi.Vísir/Vilhelm Vigdís mætti mótlæti og fordómum Ingibjörg telur ekki að nokkur önnur kona í Íslandssögunni komi Vigdísi til jafns þegar kemur að kvennabaráttunni. „Nei, ekki sem einstaklingur. Það myndi ég ekki segja. Auðvitað þegar við horfum á kvennabaráttuna þá er hún auðvitað röð af ýmsum atburðum þar sem eitt leiðir af öðru. Ég hugsa að Vigdís hefði aldrei boðið sig fram ef ekki hefði verið Kvennafrídagur 1975. Og svo af því að hún bauð sig fram þá komum við fram með kvennaframboð og Kvennalista 1982. Og svo koll af kolli. En hún er sú sem rýfur skarð í þennan múr sem er alveg gríðarlega mikilvægt. Það þurfti mikinn kjark fyrir konu til að stíga fram því að þó að margir hafi stutt hana, hún auðvitað naut mikils stuðnings, þá var hún ein úti á vellinum.“ Aðspurð samsinnir Ingibjörg því að Vigdís hafi á sínum tíma mætt ýmiskonar mótlæti í sinni baráttu. „Og alls konar fordómum auðvitað. Það var verið að gera grín að kvenímyndinni og þessum nýja kvenlega leiðtoga. Það er eitt sem Vigdís gerir líka, hún býr til nýja tegund af forystu. Þeir sem höfðu verið í forystu þangað til voru karlar og þetta var svolítið upphafið, föðurlegt og strangt. En hún kemur með þessa nýju, mjúku mildu forystu. Það skiptir gríðarlegu máli.“ Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri og utanríkisráðherra, segist ekki viss um að ungt fólk í dag, þá sérstaklega það sem nú reynir að hasla sér völl í stjórnmálum, geri sér grein fyrir því grettistaki sem frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti lýðveldisins, lyfti þegar hún var kjörin forseti fyrir tæpum 40 árum. Vigdís fagnar í dag níræðisafmæli sínu. „Það var sko aldeilis ekki sjálfgefið fyrir tiltölulega unga konu, einstæða móður, að stíga fram á völlinn og bjóða sig fram til æðsta embættis þjóðarinnar. Það þurfti gríðarlegan kjark til að gera það. Og með því að gera það rauf hún skarð í múrinn sem hafði verið utan um öll þessi æðstu embætti þjóðarinnar, sem hafði varðað þau kannski fyrir konum, og gerði okkur hinum kleift að fara í gegn um þetta skarð og byrja að ryðja brautina fyrir aðrar konur. Fyrst að hún þorði og hún gat, þá þorðum við og gátum líka,“ segir Ingibjörg. Hún segir að framganga Vigdísar hafi verið ástæða þess að farið hafi verið fram með kvennaframboð árin 1982 og 1983. Vigdís er níræð í dag. Í sumar verða 40 ár liðin frá því hún náði kjöri til embættis forseta Íslands, og varð þannig fyrsti þjóðkjörni kvenforseti í heimi.Vísir/Vilhelm Vigdís mætti mótlæti og fordómum Ingibjörg telur ekki að nokkur önnur kona í Íslandssögunni komi Vigdísi til jafns þegar kemur að kvennabaráttunni. „Nei, ekki sem einstaklingur. Það myndi ég ekki segja. Auðvitað þegar við horfum á kvennabaráttuna þá er hún auðvitað röð af ýmsum atburðum þar sem eitt leiðir af öðru. Ég hugsa að Vigdís hefði aldrei boðið sig fram ef ekki hefði verið Kvennafrídagur 1975. Og svo af því að hún bauð sig fram þá komum við fram með kvennaframboð og Kvennalista 1982. Og svo koll af kolli. En hún er sú sem rýfur skarð í þennan múr sem er alveg gríðarlega mikilvægt. Það þurfti mikinn kjark fyrir konu til að stíga fram því að þó að margir hafi stutt hana, hún auðvitað naut mikils stuðnings, þá var hún ein úti á vellinum.“ Aðspurð samsinnir Ingibjörg því að Vigdís hafi á sínum tíma mætt ýmiskonar mótlæti í sinni baráttu. „Og alls konar fordómum auðvitað. Það var verið að gera grín að kvenímyndinni og þessum nýja kvenlega leiðtoga. Það er eitt sem Vigdís gerir líka, hún býr til nýja tegund af forystu. Þeir sem höfðu verið í forystu þangað til voru karlar og þetta var svolítið upphafið, föðurlegt og strangt. En hún kemur með þessa nýju, mjúku mildu forystu. Það skiptir gríðarlegu máli.“
Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira