Jóhanna lækkaði hæstu laun innan kerfisins vegna kreppunnar Jakob Bjarnar skrifar 15. apríl 2020 15:00 Sem einn liður í því að takast á við kreppuna taldi Jóhanna það mikilvægt að lækka laun æðstu embættismanna kerfinsins. Katrín Jakobsdóttir segist skilja að fólk sé ósátt við hækkanir á launum þingheims en Bjarni hefur bent á að við horfum fram á afar djúpa efnahagslægð. Í kjölfar hruns fjármálakerfisins árið 2008 boðaði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra að laun æðstu embættismanna yrðu lækkuð. Þetta var til að mæta vanda þeim sem þjóðin stóð frammi fyrir. Viðmiðið var það að engin laun yrðu hærri en forsætisráðherrans sem þá, í maí árið 2009, voru 935 þúsund krónur. Fátt bendir til þess að þingið vilji taka á sig lækkun Lagabreytingu þurfti til að koma þessu í gegn, það er að lækka laun ýmissa ríkisforstjóra. Í dag liggur fyrir að enn dýpri kreppa en hófst árið 2008 blasir við vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Það er ef marka má orð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra sem talar um fordæmalausa efnahagskreppu; mesti samdráttur í heila öld. Hins vegar hefur komið fram að laun þingheims, ráðherra og ráðuneytisstjóra hækkuðu nú í upphafi árs að teknu tilliti til launavísitölu Hagstofunnar ársins 2018. Almennur vinnumarkaður stendur í ljósum logum en opinberi geirinn stendur í vari – um hríð. Í samtali við Jón Þór Ólafsson þingmann Pírata þá segir hann engin merki þess að vilji þingmanna standi til þess að vilja deila kjörum með þjóðinni með lækkun launa sín. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata hefur gefið það út að hún vilji að hækkanirnar í byrjun árs gangi til baka. En, þá er verið að tala um lækkun á launum þingmanna um sem nemur 6,3 prósentum. Bankastjórar lækkuðu í launum um tæpa milljón Sé aftur litið um öxl, til ársins 2009, þá fóru fréttastofur yfir það hvað yfirlýsingar ríkisstjórnar Jóhönnu hefðu í för með sér með fáeinum dæmum. Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka og Finnur Sveinbjörnsson þá forstjóri Kaupþings voru með 1750 þúsund í mánaðalaun. Þetta þýðir að þeirra laun þurfa að lækka um 815 þúsund til að fara niður í laun forsætisráðherra. Ásmundur Stefánsson kollegi þeirra í Landsbankanum er með eina og hálfa milljón í laun, þannig að hans laun þyrftu að lækka um 565 þúsund. Hulda Gunnlaugsdóttir forstjóri Landspítalans er með 1390 þúsund í mánaðarlaun, sem er 455 þúsundum meira en Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur í laun. Forstjóri Íbúðalánasjóðs, Guðmundur Bjarnason eru með laun upp á 1218 þúsund á mánuði, þannig að hans laun þyrftu að lækka um 283 þúsund og Gunnar Þ. Andersen forstjóri Fjármálaeftirlitsins er með 1250 þúsund í laun, eða 315 þúsundum meira en forsætisráðherra. Svo fáein dæmi séu nefnd. Kjaramál Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mesti samdráttur frá Kreppunni miklu Samdráttur á hagkerfi heimsins verður sá mesti í áratugi að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Efnahagsþrengingarnar vegna kórónuveiruheimsfaraldursins eru þær mestu frá því í Kreppunni miklu á 4. áratug síðustu aldar. 14. apríl 2020 18:55 Formenn flokkanna ræddu launahækkanir í dag Fyrirhugaðar launahækkanir ráðherra og þingmanna voru ræddar á fundi formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi í morgun. Halldóra Mogensen, formaður þingflokks Pírata, segir flokk sinn tilbúinn með frumvarp um að fella niður hækkanirnar aðhafist ríkisstjórnin ekkert í málinu. 14. apríl 2020 20:00 Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hækkaði um tæplega 130 þúsund krónur. 8. apríl 2020 08:00 Launahækkanir ráðamanna með ólíkindum á tímum verkfalla og kórónuveiru Formaður Eflingar segir launahækkanir ráðamanna sýna fram á fáránleika þeirrar beiðni stjórnvalda að allir standi saman átímum kórónuveiru. Hluti þjóðarinnar fái hækkun á ofurlaunum ámeðan meirihlutinn sjái fram áatvinnuleysi, launalækkanir og erfiðari aðstæður í starfi. 8. apríl 2020 12:14 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Sjá meira
Í kjölfar hruns fjármálakerfisins árið 2008 boðaði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra að laun æðstu embættismanna yrðu lækkuð. Þetta var til að mæta vanda þeim sem þjóðin stóð frammi fyrir. Viðmiðið var það að engin laun yrðu hærri en forsætisráðherrans sem þá, í maí árið 2009, voru 935 þúsund krónur. Fátt bendir til þess að þingið vilji taka á sig lækkun Lagabreytingu þurfti til að koma þessu í gegn, það er að lækka laun ýmissa ríkisforstjóra. Í dag liggur fyrir að enn dýpri kreppa en hófst árið 2008 blasir við vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Það er ef marka má orð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra sem talar um fordæmalausa efnahagskreppu; mesti samdráttur í heila öld. Hins vegar hefur komið fram að laun þingheims, ráðherra og ráðuneytisstjóra hækkuðu nú í upphafi árs að teknu tilliti til launavísitölu Hagstofunnar ársins 2018. Almennur vinnumarkaður stendur í ljósum logum en opinberi geirinn stendur í vari – um hríð. Í samtali við Jón Þór Ólafsson þingmann Pírata þá segir hann engin merki þess að vilji þingmanna standi til þess að vilja deila kjörum með þjóðinni með lækkun launa sín. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata hefur gefið það út að hún vilji að hækkanirnar í byrjun árs gangi til baka. En, þá er verið að tala um lækkun á launum þingmanna um sem nemur 6,3 prósentum. Bankastjórar lækkuðu í launum um tæpa milljón Sé aftur litið um öxl, til ársins 2009, þá fóru fréttastofur yfir það hvað yfirlýsingar ríkisstjórnar Jóhönnu hefðu í för með sér með fáeinum dæmum. Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka og Finnur Sveinbjörnsson þá forstjóri Kaupþings voru með 1750 þúsund í mánaðalaun. Þetta þýðir að þeirra laun þurfa að lækka um 815 þúsund til að fara niður í laun forsætisráðherra. Ásmundur Stefánsson kollegi þeirra í Landsbankanum er með eina og hálfa milljón í laun, þannig að hans laun þyrftu að lækka um 565 þúsund. Hulda Gunnlaugsdóttir forstjóri Landspítalans er með 1390 þúsund í mánaðarlaun, sem er 455 þúsundum meira en Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur í laun. Forstjóri Íbúðalánasjóðs, Guðmundur Bjarnason eru með laun upp á 1218 þúsund á mánuði, þannig að hans laun þyrftu að lækka um 283 þúsund og Gunnar Þ. Andersen forstjóri Fjármálaeftirlitsins er með 1250 þúsund í laun, eða 315 þúsundum meira en forsætisráðherra. Svo fáein dæmi séu nefnd.
Kjaramál Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mesti samdráttur frá Kreppunni miklu Samdráttur á hagkerfi heimsins verður sá mesti í áratugi að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Efnahagsþrengingarnar vegna kórónuveiruheimsfaraldursins eru þær mestu frá því í Kreppunni miklu á 4. áratug síðustu aldar. 14. apríl 2020 18:55 Formenn flokkanna ræddu launahækkanir í dag Fyrirhugaðar launahækkanir ráðherra og þingmanna voru ræddar á fundi formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi í morgun. Halldóra Mogensen, formaður þingflokks Pírata, segir flokk sinn tilbúinn með frumvarp um að fella niður hækkanirnar aðhafist ríkisstjórnin ekkert í málinu. 14. apríl 2020 20:00 Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hækkaði um tæplega 130 þúsund krónur. 8. apríl 2020 08:00 Launahækkanir ráðamanna með ólíkindum á tímum verkfalla og kórónuveiru Formaður Eflingar segir launahækkanir ráðamanna sýna fram á fáránleika þeirrar beiðni stjórnvalda að allir standi saman átímum kórónuveiru. Hluti þjóðarinnar fái hækkun á ofurlaunum ámeðan meirihlutinn sjái fram áatvinnuleysi, launalækkanir og erfiðari aðstæður í starfi. 8. apríl 2020 12:14 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Sjá meira
Mesti samdráttur frá Kreppunni miklu Samdráttur á hagkerfi heimsins verður sá mesti í áratugi að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Efnahagsþrengingarnar vegna kórónuveiruheimsfaraldursins eru þær mestu frá því í Kreppunni miklu á 4. áratug síðustu aldar. 14. apríl 2020 18:55
Formenn flokkanna ræddu launahækkanir í dag Fyrirhugaðar launahækkanir ráðherra og þingmanna voru ræddar á fundi formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi í morgun. Halldóra Mogensen, formaður þingflokks Pírata, segir flokk sinn tilbúinn með frumvarp um að fella niður hækkanirnar aðhafist ríkisstjórnin ekkert í málinu. 14. apríl 2020 20:00
Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hækkaði um tæplega 130 þúsund krónur. 8. apríl 2020 08:00
Launahækkanir ráðamanna með ólíkindum á tímum verkfalla og kórónuveiru Formaður Eflingar segir launahækkanir ráðamanna sýna fram á fáránleika þeirrar beiðni stjórnvalda að allir standi saman átímum kórónuveiru. Hluti þjóðarinnar fái hækkun á ofurlaunum ámeðan meirihlutinn sjái fram áatvinnuleysi, launalækkanir og erfiðari aðstæður í starfi. 8. apríl 2020 12:14