Samið við Icelandair um lágmarksflugsamgöngur í sumar Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2020 19:48 Flugsamgöngur hafa meira eða minna lamast í kórónuveirufaraldrinum. Icelandair hefur flogið til þriggja áfangastað samkvæmt samningi við ríkið til að tryggja lágmarkssamgöngur til og frá landinu. Vísir/Vilhelm Til greina kemur að bæta flugferðum til Kaupmannahafnar og New York við ferðir til Boston, London og Stokkhólms með nýjum samningi sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur gert við Icelandair. Samningurinn er sagður tryggja lágmarksflugferðir til Evrópu og Bandaríkjanna fram undir lok júní. Icelandair hefur flogið til þriggja áfangastaða samkvæmt tímabundnum samningi við ráðuneytið sem hefur verið endurnýjaðir nokkrum sinnum í vor. Markmið samninganna var að tryggja lágmarksflugsamgöngur til og frá landinu vegna ástandsins sem hefur skapast í kórónuveirufaraldrinum. Ríkið greiðir að hámarki 300 milljónir króna vegna samningsins frá 17. maí til 27. júní. Tekjur Icelandair af ferðunum lækka greiðslur ríkisins. Ráðuneytið getur framlengt samninginn tvívegis, fyrst til 8. ágúst og aftur til 19. september. Komi til þess mun ríki mest greiða Icelandair 500 milljónir króna fyrir allt tímabilið, að því er segir í tilkynningu ráðuneytisins. Icelandair var eina flugfélagið sem bauð í samninginn þegar Ríkiskaup auglýsti eftir tilboðum á evrópska útboðsvefnum TED. Félagið flýgur tólf ferðir til Boston, London og Stokkhólms á tímabilinu. Verði unnt að fljúga til Kaupmannahafnar eða New York á samningstímanum getur ríkið ákveðið að skipta Stokkhólmi og Boston út fyrir þá áfangastaði í samráði við flugfélagið. Drög að flugáætlun Icelandair næstu tvær vikurnar með fyrirvara um að dagsetningar geti breyst og ferðir fallið niður: Boston (Logan International – BOS) 21., 23., 28. og 30. maí. London (Heathrow – LHR) 17., 20., 24. og 27. maí. Stokkhólmur (Arlanda – ARN) 20., 23., 27. og 30. maí. Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Icelandair Tengdar fréttir Samningur ríkisins við Icelandair um flugferðir framlengdur Icelandair heldur áfram að bjóða upp á lágmarksflugferðir til þriggja áfangastaða samkvæmt endurnýjuðu samkomulagi við íslensk stjórnvöld. Alls mun félagið fljúga 22 tvær ferðir til og frá landinu til og með 16. maí. 6. maí 2020 16:05 Samið um sextán ferðir til Boston, London og Stokkhólms Icelandair mun fljúga sextán ferðir til Boston, London og Stokkhólms samkvæmt samningi sem félagið hefur gert við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið. Samningurinn á að tryggja lágmarksflugsamgöngur til og frá landinu í kórónuveirufaraldrinum. 15. apríl 2020 18:03 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Til greina kemur að bæta flugferðum til Kaupmannahafnar og New York við ferðir til Boston, London og Stokkhólms með nýjum samningi sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur gert við Icelandair. Samningurinn er sagður tryggja lágmarksflugferðir til Evrópu og Bandaríkjanna fram undir lok júní. Icelandair hefur flogið til þriggja áfangastaða samkvæmt tímabundnum samningi við ráðuneytið sem hefur verið endurnýjaðir nokkrum sinnum í vor. Markmið samninganna var að tryggja lágmarksflugsamgöngur til og frá landinu vegna ástandsins sem hefur skapast í kórónuveirufaraldrinum. Ríkið greiðir að hámarki 300 milljónir króna vegna samningsins frá 17. maí til 27. júní. Tekjur Icelandair af ferðunum lækka greiðslur ríkisins. Ráðuneytið getur framlengt samninginn tvívegis, fyrst til 8. ágúst og aftur til 19. september. Komi til þess mun ríki mest greiða Icelandair 500 milljónir króna fyrir allt tímabilið, að því er segir í tilkynningu ráðuneytisins. Icelandair var eina flugfélagið sem bauð í samninginn þegar Ríkiskaup auglýsti eftir tilboðum á evrópska útboðsvefnum TED. Félagið flýgur tólf ferðir til Boston, London og Stokkhólms á tímabilinu. Verði unnt að fljúga til Kaupmannahafnar eða New York á samningstímanum getur ríkið ákveðið að skipta Stokkhólmi og Boston út fyrir þá áfangastaði í samráði við flugfélagið. Drög að flugáætlun Icelandair næstu tvær vikurnar með fyrirvara um að dagsetningar geti breyst og ferðir fallið niður: Boston (Logan International – BOS) 21., 23., 28. og 30. maí. London (Heathrow – LHR) 17., 20., 24. og 27. maí. Stokkhólmur (Arlanda – ARN) 20., 23., 27. og 30. maí.
Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Icelandair Tengdar fréttir Samningur ríkisins við Icelandair um flugferðir framlengdur Icelandair heldur áfram að bjóða upp á lágmarksflugferðir til þriggja áfangastaða samkvæmt endurnýjuðu samkomulagi við íslensk stjórnvöld. Alls mun félagið fljúga 22 tvær ferðir til og frá landinu til og með 16. maí. 6. maí 2020 16:05 Samið um sextán ferðir til Boston, London og Stokkhólms Icelandair mun fljúga sextán ferðir til Boston, London og Stokkhólms samkvæmt samningi sem félagið hefur gert við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið. Samningurinn á að tryggja lágmarksflugsamgöngur til og frá landinu í kórónuveirufaraldrinum. 15. apríl 2020 18:03 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Samningur ríkisins við Icelandair um flugferðir framlengdur Icelandair heldur áfram að bjóða upp á lágmarksflugferðir til þriggja áfangastaða samkvæmt endurnýjuðu samkomulagi við íslensk stjórnvöld. Alls mun félagið fljúga 22 tvær ferðir til og frá landinu til og með 16. maí. 6. maí 2020 16:05
Samið um sextán ferðir til Boston, London og Stokkhólms Icelandair mun fljúga sextán ferðir til Boston, London og Stokkhólms samkvæmt samningi sem félagið hefur gert við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið. Samningurinn á að tryggja lágmarksflugsamgöngur til og frá landinu í kórónuveirufaraldrinum. 15. apríl 2020 18:03