Samið við Icelandair um lágmarksflugsamgöngur í sumar Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2020 19:48 Flugsamgöngur hafa meira eða minna lamast í kórónuveirufaraldrinum. Icelandair hefur flogið til þriggja áfangastað samkvæmt samningi við ríkið til að tryggja lágmarkssamgöngur til og frá landinu. Vísir/Vilhelm Til greina kemur að bæta flugferðum til Kaupmannahafnar og New York við ferðir til Boston, London og Stokkhólms með nýjum samningi sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur gert við Icelandair. Samningurinn er sagður tryggja lágmarksflugferðir til Evrópu og Bandaríkjanna fram undir lok júní. Icelandair hefur flogið til þriggja áfangastaða samkvæmt tímabundnum samningi við ráðuneytið sem hefur verið endurnýjaðir nokkrum sinnum í vor. Markmið samninganna var að tryggja lágmarksflugsamgöngur til og frá landinu vegna ástandsins sem hefur skapast í kórónuveirufaraldrinum. Ríkið greiðir að hámarki 300 milljónir króna vegna samningsins frá 17. maí til 27. júní. Tekjur Icelandair af ferðunum lækka greiðslur ríkisins. Ráðuneytið getur framlengt samninginn tvívegis, fyrst til 8. ágúst og aftur til 19. september. Komi til þess mun ríki mest greiða Icelandair 500 milljónir króna fyrir allt tímabilið, að því er segir í tilkynningu ráðuneytisins. Icelandair var eina flugfélagið sem bauð í samninginn þegar Ríkiskaup auglýsti eftir tilboðum á evrópska útboðsvefnum TED. Félagið flýgur tólf ferðir til Boston, London og Stokkhólms á tímabilinu. Verði unnt að fljúga til Kaupmannahafnar eða New York á samningstímanum getur ríkið ákveðið að skipta Stokkhólmi og Boston út fyrir þá áfangastaði í samráði við flugfélagið. Drög að flugáætlun Icelandair næstu tvær vikurnar með fyrirvara um að dagsetningar geti breyst og ferðir fallið niður: Boston (Logan International – BOS) 21., 23., 28. og 30. maí. London (Heathrow – LHR) 17., 20., 24. og 27. maí. Stokkhólmur (Arlanda – ARN) 20., 23., 27. og 30. maí. Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Icelandair Tengdar fréttir Samningur ríkisins við Icelandair um flugferðir framlengdur Icelandair heldur áfram að bjóða upp á lágmarksflugferðir til þriggja áfangastaða samkvæmt endurnýjuðu samkomulagi við íslensk stjórnvöld. Alls mun félagið fljúga 22 tvær ferðir til og frá landinu til og með 16. maí. 6. maí 2020 16:05 Samið um sextán ferðir til Boston, London og Stokkhólms Icelandair mun fljúga sextán ferðir til Boston, London og Stokkhólms samkvæmt samningi sem félagið hefur gert við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið. Samningurinn á að tryggja lágmarksflugsamgöngur til og frá landinu í kórónuveirufaraldrinum. 15. apríl 2020 18:03 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Til greina kemur að bæta flugferðum til Kaupmannahafnar og New York við ferðir til Boston, London og Stokkhólms með nýjum samningi sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur gert við Icelandair. Samningurinn er sagður tryggja lágmarksflugferðir til Evrópu og Bandaríkjanna fram undir lok júní. Icelandair hefur flogið til þriggja áfangastaða samkvæmt tímabundnum samningi við ráðuneytið sem hefur verið endurnýjaðir nokkrum sinnum í vor. Markmið samninganna var að tryggja lágmarksflugsamgöngur til og frá landinu vegna ástandsins sem hefur skapast í kórónuveirufaraldrinum. Ríkið greiðir að hámarki 300 milljónir króna vegna samningsins frá 17. maí til 27. júní. Tekjur Icelandair af ferðunum lækka greiðslur ríkisins. Ráðuneytið getur framlengt samninginn tvívegis, fyrst til 8. ágúst og aftur til 19. september. Komi til þess mun ríki mest greiða Icelandair 500 milljónir króna fyrir allt tímabilið, að því er segir í tilkynningu ráðuneytisins. Icelandair var eina flugfélagið sem bauð í samninginn þegar Ríkiskaup auglýsti eftir tilboðum á evrópska útboðsvefnum TED. Félagið flýgur tólf ferðir til Boston, London og Stokkhólms á tímabilinu. Verði unnt að fljúga til Kaupmannahafnar eða New York á samningstímanum getur ríkið ákveðið að skipta Stokkhólmi og Boston út fyrir þá áfangastaði í samráði við flugfélagið. Drög að flugáætlun Icelandair næstu tvær vikurnar með fyrirvara um að dagsetningar geti breyst og ferðir fallið niður: Boston (Logan International – BOS) 21., 23., 28. og 30. maí. London (Heathrow – LHR) 17., 20., 24. og 27. maí. Stokkhólmur (Arlanda – ARN) 20., 23., 27. og 30. maí.
Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Icelandair Tengdar fréttir Samningur ríkisins við Icelandair um flugferðir framlengdur Icelandair heldur áfram að bjóða upp á lágmarksflugferðir til þriggja áfangastaða samkvæmt endurnýjuðu samkomulagi við íslensk stjórnvöld. Alls mun félagið fljúga 22 tvær ferðir til og frá landinu til og með 16. maí. 6. maí 2020 16:05 Samið um sextán ferðir til Boston, London og Stokkhólms Icelandair mun fljúga sextán ferðir til Boston, London og Stokkhólms samkvæmt samningi sem félagið hefur gert við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið. Samningurinn á að tryggja lágmarksflugsamgöngur til og frá landinu í kórónuveirufaraldrinum. 15. apríl 2020 18:03 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Samningur ríkisins við Icelandair um flugferðir framlengdur Icelandair heldur áfram að bjóða upp á lágmarksflugferðir til þriggja áfangastaða samkvæmt endurnýjuðu samkomulagi við íslensk stjórnvöld. Alls mun félagið fljúga 22 tvær ferðir til og frá landinu til og með 16. maí. 6. maí 2020 16:05
Samið um sextán ferðir til Boston, London og Stokkhólms Icelandair mun fljúga sextán ferðir til Boston, London og Stokkhólms samkvæmt samningi sem félagið hefur gert við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið. Samningurinn á að tryggja lágmarksflugsamgöngur til og frá landinu í kórónuveirufaraldrinum. 15. apríl 2020 18:03