Þakklát og spennt yfir því að geta keppt í golfi: „Hugsa að allir séu svolítið ryðgaðir“ Sindri Sverrisson skrifar 15. maí 2020 20:00 Valdís Þóra Jónsdóttir ætti að vera að keppa á Spáni en verður þess í stað ein níu kvenna sem keppa í blíðviðrinu í Mosfellsbæ um helgina. Haraldur Franklín Magnús ætlaði að flytja til Spánar en verður einn þrjátíu karla á mótinu í Mosó. SAMSETT MYND/STÖÐ 2 SPORT Bestu kylfingar Íslands eru þakklátir og spenntir yfir því að geta byrjað að keppa í golfi að nýju á morgun þegar ÍSAM-mótið hefst í Mosfellsbæ. Flestir væru þeir að spila á mótum erlendis þessa dagana ef að kórónuveirufaraldurinn hefði ekki sett allt úr skorðum. Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við kylfingana í Sportpakkanum í dag, þar á meðal Valdísi Þóru Jónsdóttur og Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur sem enn gætu verið að freista þess að komast á Ólympíuleika í sumar ef íþróttalíf hefði ekki verið stöðvað og leikunum frestað um eitt ár. „Ég spilaði hérna í gær og völlurinn er í flottu standi, og það er gaman að sjá að það eru allar með. Þetta verður skemmtileg helgi,“ segir Valdís Þóra, sem hefði átt að vera á Spáni núna og í Frakklandi í síðustu viku, og ætlaði sér að vera erlendis fram í júní. „Það er alltaf aðeins öðruvísi að koma til Íslands að keppa aftur eftir að hafa verið svona lengi í burtu. Ég er ekki búin að keppa á Íslandi síðan árið 2016 á Íslandsmótinu,“ segir Ólafía sem ætlaði sér að vera að berjast um keppnisrétt á LPGA-mótaröðinni um þetta leyti. „Ég er bara spenntur að fara aftur að keppa í golfi og pínu þakklátur fyrir að það sé að fara í gang hér á Íslandi því það er ekki að gerast úti í heimi. Ég hugsa að allir séu svolítið ryðgaðir svo að við sjáum hvernig þetta fer,“ sagði Haraldur Franklín Magnús, og Axel Bóasson tók undir það. „Ég er búinn að vera að vinna og ekki búinn að ná að æfa nægilega mikið, en búinn að taka tvo hringi og hlakka til að mæta á morgun og taka 36 holur með þessum krökkum,“ sagði Axel. Klippa: Bestu kylfingar landsins mætast á golfmóti í Mosfellsbæ Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Golf Sportpakkinn Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
Bestu kylfingar Íslands eru þakklátir og spenntir yfir því að geta byrjað að keppa í golfi að nýju á morgun þegar ÍSAM-mótið hefst í Mosfellsbæ. Flestir væru þeir að spila á mótum erlendis þessa dagana ef að kórónuveirufaraldurinn hefði ekki sett allt úr skorðum. Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við kylfingana í Sportpakkanum í dag, þar á meðal Valdísi Þóru Jónsdóttur og Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur sem enn gætu verið að freista þess að komast á Ólympíuleika í sumar ef íþróttalíf hefði ekki verið stöðvað og leikunum frestað um eitt ár. „Ég spilaði hérna í gær og völlurinn er í flottu standi, og það er gaman að sjá að það eru allar með. Þetta verður skemmtileg helgi,“ segir Valdís Þóra, sem hefði átt að vera á Spáni núna og í Frakklandi í síðustu viku, og ætlaði sér að vera erlendis fram í júní. „Það er alltaf aðeins öðruvísi að koma til Íslands að keppa aftur eftir að hafa verið svona lengi í burtu. Ég er ekki búin að keppa á Íslandi síðan árið 2016 á Íslandsmótinu,“ segir Ólafía sem ætlaði sér að vera að berjast um keppnisrétt á LPGA-mótaröðinni um þetta leyti. „Ég er bara spenntur að fara aftur að keppa í golfi og pínu þakklátur fyrir að það sé að fara í gang hér á Íslandi því það er ekki að gerast úti í heimi. Ég hugsa að allir séu svolítið ryðgaðir svo að við sjáum hvernig þetta fer,“ sagði Haraldur Franklín Magnús, og Axel Bóasson tók undir það. „Ég er búinn að vera að vinna og ekki búinn að ná að æfa nægilega mikið, en búinn að taka tvo hringi og hlakka til að mæta á morgun og taka 36 holur með þessum krökkum,“ sagði Axel. Klippa: Bestu kylfingar landsins mætast á golfmóti í Mosfellsbæ Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Golf Sportpakkinn Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira