Aukinn áhugi á samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð sem verður lögð niður Heimir Már Pétursson skrifar 16. maí 2020 19:30 Um áttatíu manns vinna nú hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem verður lögð niður um áramótin. Vísir/Vilhelm Áhugi á samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur aukist eftir að kórónuveirufaraldurinn kom upp en leggja á stofnunina niður um áramótin. Forstjóri stofnunarinnar telur að hægt verði að finna öllum þessum verkefnum farveg. Um áttatíu manns vinna hjá Nýsköpunarmiðstöðinni sem varð til árið 2007 með sameiningu Iðntæknistofnunar og Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins. Nýsköpunarráðherra tilkynnti fyrir nokkrum mánuðum að Nýsköpunarmiðstöð Íslands verði lögð niður um áramót. Frumvarp þar að lútandi er þó ekki komið fram en kemur væntanlega fram á haustþingi. Þar er unnið að fjölbreyttum og mjög mörgum verkefnum sem nú er verið að reyna að finna farveg. Sigríður Ingvarsdóttir segir unnið að því þessa dagana að finna miklum fjölda verkefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands farveg á nýjum stöðum eftir að stofnunin verður lögð niður um næstu áramót.Stöð 2/Frikki Sigríður Ingvarsdóttir forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands segir áhuga á samstarfi við miðstöðina hafa farið vaxandi eftir að kórónuveiru faraldurinn hófst eins og alltaf þegar þrengi að að í þjóðfélaginu. „Við höfum gríðarlega marga snertifleti, miðstöðin, við marga. Hingað hafa verið að leita háskólar, einstaklingar, frumkvöðlar, fyrirtæki og svo framvegis. Við höfum fundið fyrir mikilli ásókn,“ segir Sigríður. Verkefnin geti verið stutt en sum séu áætluð til allt að fimm ára. „Við erum að vinna að rannsóknum fyrir byggingaiðnaðinn, við erum að vinna að veg- og jarðtækni. Við erum að vinna við efnagreiningar og umhverfisvöktun. Við erum að vinna með frumkvölum og fyrirtækjum. Svo erum við að vinna mjög stór rannsóknarverkefni á sviði efnis-, líf- og orkutækni. Þannig að þetta er ofboðslega breið flóra verkefna sem við erum að sinna hérna,“ segir forstjórinn. Nú sé stýrihópur á vegum nýsköpunarráðuneytisins að störfum að skoða nokkrar sviðsmyndir um framhaldið. Meðal annars sé rætt um að háskólarnir taki við hluta verkefnanna. Hvað verður um starfsfólk sem nú er í eins konar limbói hérna? „Það er auðvitað óvissutími núna. En það er verið að finna verkefnum farveg og það mun mikið af starfsfólki halda áfram að vinna við þessi verkefni. En undir hvaða formi nákvæmlega get ég ekki sagt á þessari stundu og það er eiginlega stjórnvalda að svara því,“ segir Sigríður. Nýsköpun Tengdar fréttir Nýsköpun á krossgötum? Hafandi starfað á vettvangi "nýsköpunar“ yfir 20 ár þá tek ég undir með ráðherra málaflokksins að það var kominn tími til að hrista upp í stoðkerfi nýsköpunar, sem jafnvel starfsmenn stoðkerfisins sjálfs hafa sagt að væri of flókið til að þeir rati um. 28. febrúar 2020 14:30 Lokun Nýsköpunarmiðstöðar er framfaraskref Í vikunni tilkynnti Þórdís Kolbrún Reykfjörð, ráðherra nýsköpunarmála, um að Nýsköpunarmiðstöð Íslands (NMÍ) yrði lokað um næstu áramót. 28. febrúar 2020 10:00 Segir ekki verið að skera niður stuðning við nýsköpun Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra, segir að stór ákvörðun á borð við þá að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands sé erfið. Slíka ákvörðun þurfi að undirbyggja vel þegar áhrifin eru augljós á jafnmargt starfsfólk og raun ber vitni. 25. febrúar 2020 17:23 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Áhugi á samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur aukist eftir að kórónuveirufaraldurinn kom upp en leggja á stofnunina niður um áramótin. Forstjóri stofnunarinnar telur að hægt verði að finna öllum þessum verkefnum farveg. Um áttatíu manns vinna hjá Nýsköpunarmiðstöðinni sem varð til árið 2007 með sameiningu Iðntæknistofnunar og Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins. Nýsköpunarráðherra tilkynnti fyrir nokkrum mánuðum að Nýsköpunarmiðstöð Íslands verði lögð niður um áramót. Frumvarp þar að lútandi er þó ekki komið fram en kemur væntanlega fram á haustþingi. Þar er unnið að fjölbreyttum og mjög mörgum verkefnum sem nú er verið að reyna að finna farveg. Sigríður Ingvarsdóttir segir unnið að því þessa dagana að finna miklum fjölda verkefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands farveg á nýjum stöðum eftir að stofnunin verður lögð niður um næstu áramót.Stöð 2/Frikki Sigríður Ingvarsdóttir forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands segir áhuga á samstarfi við miðstöðina hafa farið vaxandi eftir að kórónuveiru faraldurinn hófst eins og alltaf þegar þrengi að að í þjóðfélaginu. „Við höfum gríðarlega marga snertifleti, miðstöðin, við marga. Hingað hafa verið að leita háskólar, einstaklingar, frumkvöðlar, fyrirtæki og svo framvegis. Við höfum fundið fyrir mikilli ásókn,“ segir Sigríður. Verkefnin geti verið stutt en sum séu áætluð til allt að fimm ára. „Við erum að vinna að rannsóknum fyrir byggingaiðnaðinn, við erum að vinna að veg- og jarðtækni. Við erum að vinna við efnagreiningar og umhverfisvöktun. Við erum að vinna með frumkvölum og fyrirtækjum. Svo erum við að vinna mjög stór rannsóknarverkefni á sviði efnis-, líf- og orkutækni. Þannig að þetta er ofboðslega breið flóra verkefna sem við erum að sinna hérna,“ segir forstjórinn. Nú sé stýrihópur á vegum nýsköpunarráðuneytisins að störfum að skoða nokkrar sviðsmyndir um framhaldið. Meðal annars sé rætt um að háskólarnir taki við hluta verkefnanna. Hvað verður um starfsfólk sem nú er í eins konar limbói hérna? „Það er auðvitað óvissutími núna. En það er verið að finna verkefnum farveg og það mun mikið af starfsfólki halda áfram að vinna við þessi verkefni. En undir hvaða formi nákvæmlega get ég ekki sagt á þessari stundu og það er eiginlega stjórnvalda að svara því,“ segir Sigríður.
Nýsköpun Tengdar fréttir Nýsköpun á krossgötum? Hafandi starfað á vettvangi "nýsköpunar“ yfir 20 ár þá tek ég undir með ráðherra málaflokksins að það var kominn tími til að hrista upp í stoðkerfi nýsköpunar, sem jafnvel starfsmenn stoðkerfisins sjálfs hafa sagt að væri of flókið til að þeir rati um. 28. febrúar 2020 14:30 Lokun Nýsköpunarmiðstöðar er framfaraskref Í vikunni tilkynnti Þórdís Kolbrún Reykfjörð, ráðherra nýsköpunarmála, um að Nýsköpunarmiðstöð Íslands (NMÍ) yrði lokað um næstu áramót. 28. febrúar 2020 10:00 Segir ekki verið að skera niður stuðning við nýsköpun Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra, segir að stór ákvörðun á borð við þá að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands sé erfið. Slíka ákvörðun þurfi að undirbyggja vel þegar áhrifin eru augljós á jafnmargt starfsfólk og raun ber vitni. 25. febrúar 2020 17:23 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Nýsköpun á krossgötum? Hafandi starfað á vettvangi "nýsköpunar“ yfir 20 ár þá tek ég undir með ráðherra málaflokksins að það var kominn tími til að hrista upp í stoðkerfi nýsköpunar, sem jafnvel starfsmenn stoðkerfisins sjálfs hafa sagt að væri of flókið til að þeir rati um. 28. febrúar 2020 14:30
Lokun Nýsköpunarmiðstöðar er framfaraskref Í vikunni tilkynnti Þórdís Kolbrún Reykfjörð, ráðherra nýsköpunarmála, um að Nýsköpunarmiðstöð Íslands (NMÍ) yrði lokað um næstu áramót. 28. febrúar 2020 10:00
Segir ekki verið að skera niður stuðning við nýsköpun Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra, segir að stór ákvörðun á borð við þá að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands sé erfið. Slíka ákvörðun þurfi að undirbyggja vel þegar áhrifin eru augljós á jafnmargt starfsfólk og raun ber vitni. 25. febrúar 2020 17:23