Hreiðar Már sýknaður í síðasta hrunmálinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. maí 2020 16:04 Hreiðar Már Sigurðsson hefur þurft að svara fyrir ýmislegt í dómssölum undanfarinn áratug. Vísir/Vilhelm Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings var í Landsrétti í dag sýknaður af ákæru um umboðssvik og innherjasvikum fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína sem forstjóri bankans þegar hann lét bankann veita sér lán án samþykki stjórnar bankans. Hreiðar Már hafði í héraðsdómi verið sýknaður af ákæru um umboðssvik en sakfelldur í þeim lið ákærunnar sem sneri að innherjasvikunum. 575 milljóna lán Landsréttur staðfesti sömuleiðis sýknudóm úr héraði yfir Guðnýju Örnu Sveinsdóttur, fyrrverandi fjármálastjóra bankans. Hreiðar Már var ákærður fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína og látið bankann veita sér lán upp á 575 milljónir króna án þess að fá samþykki stjórnar bankans. Þá var hann jafnframt ákærður fyrir innherjasvik þegar hann færði hlutina yfir í eignarhaldsfélagið Hreiðar Már Sigurðsson ehf. sem hann notaði til að halda utan um hlutabréfaeign sína í bankanum. Samkvæmt ákæru keypti Hreiðar Már bréfin á kaupréttargengi en seldi eigin félagi á markaðsvirði sem var töluvert hærra. Mismunurinn, sem var um 324 milljónir króna, hafi svo runnið inn á bankareikning hans. Við aðalmeðferð málsins í október sagði Hreiðar Már að hver einasta króna sem hann fékk við sölu bréfanna hafi runnið til ríkissjóðs í formi skattgreiðslna. Ekki sannað að Heiðar hefði tekið ákvörðunina Guðný var ákærð fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum með því að hafa veitt liðsinni við að koma þeim fram. Einkum með fyrirmælum og samskiptum við lægra setta starfsmenn bankans síðari hluta ágústmánaðar 2008 vegna viðskipta einkahlutafélags Hreiðars Más með hlutabréfin í Kaupþingi. Í dómi Landsréttar þótti ekki upplýst svo óyggjandi væri að Hreiðar Már hefði í reynd tekið ákvörðun um lánveitingar til einkahlutafélags í hans eigu. Því var hann ekki talinn hafa misnotað aðstöðu sína þannig að það varðaði við ákvæðið um umboðssvik. Allan vafa um það yrði að virða honum í hag. Voru þau Hreiðar Már og Guðný því sýknuð. Varðandi meint innherjasvik skírskotaði rétturinn til þess að þegar horft væri á atvik málsins í heild og til þeirra hagsmuna sem reglum um innherjaviðskipti væri ætlað að vernda yrði ákvæðið ekki skýrt þannig að það ætti við um viðskipti þeirra sem byggju yfir sömu innherjaupplýsingum þegar þeir ættu viðskipti með fjármálagerning. Féllst Landsréttur því ekki á að það brot sem ákært var fyrir gæti talist innherjasvik í skilningi laga um verðbréfaviðskipti. Var Hreiðar Már því sýknaður. Um er að ræða síðasta hrunmálið, eða síðustu ákæruna sem héraðssaksóknari, áður sérstakur saksóknari, gaf út tengda meintum brotum í bankakerfinu á árunum fyrir hrun bankanna haustið 2008. Hrunið Dómsmál Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings var í Landsrétti í dag sýknaður af ákæru um umboðssvik og innherjasvikum fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína sem forstjóri bankans þegar hann lét bankann veita sér lán án samþykki stjórnar bankans. Hreiðar Már hafði í héraðsdómi verið sýknaður af ákæru um umboðssvik en sakfelldur í þeim lið ákærunnar sem sneri að innherjasvikunum. 575 milljóna lán Landsréttur staðfesti sömuleiðis sýknudóm úr héraði yfir Guðnýju Örnu Sveinsdóttur, fyrrverandi fjármálastjóra bankans. Hreiðar Már var ákærður fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína og látið bankann veita sér lán upp á 575 milljónir króna án þess að fá samþykki stjórnar bankans. Þá var hann jafnframt ákærður fyrir innherjasvik þegar hann færði hlutina yfir í eignarhaldsfélagið Hreiðar Már Sigurðsson ehf. sem hann notaði til að halda utan um hlutabréfaeign sína í bankanum. Samkvæmt ákæru keypti Hreiðar Már bréfin á kaupréttargengi en seldi eigin félagi á markaðsvirði sem var töluvert hærra. Mismunurinn, sem var um 324 milljónir króna, hafi svo runnið inn á bankareikning hans. Við aðalmeðferð málsins í október sagði Hreiðar Már að hver einasta króna sem hann fékk við sölu bréfanna hafi runnið til ríkissjóðs í formi skattgreiðslna. Ekki sannað að Heiðar hefði tekið ákvörðunina Guðný var ákærð fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum með því að hafa veitt liðsinni við að koma þeim fram. Einkum með fyrirmælum og samskiptum við lægra setta starfsmenn bankans síðari hluta ágústmánaðar 2008 vegna viðskipta einkahlutafélags Hreiðars Más með hlutabréfin í Kaupþingi. Í dómi Landsréttar þótti ekki upplýst svo óyggjandi væri að Hreiðar Már hefði í reynd tekið ákvörðun um lánveitingar til einkahlutafélags í hans eigu. Því var hann ekki talinn hafa misnotað aðstöðu sína þannig að það varðaði við ákvæðið um umboðssvik. Allan vafa um það yrði að virða honum í hag. Voru þau Hreiðar Már og Guðný því sýknuð. Varðandi meint innherjasvik skírskotaði rétturinn til þess að þegar horft væri á atvik málsins í heild og til þeirra hagsmuna sem reglum um innherjaviðskipti væri ætlað að vernda yrði ákvæðið ekki skýrt þannig að það ætti við um viðskipti þeirra sem byggju yfir sömu innherjaupplýsingum þegar þeir ættu viðskipti með fjármálagerning. Féllst Landsréttur því ekki á að það brot sem ákært var fyrir gæti talist innherjasvik í skilningi laga um verðbréfaviðskipti. Var Hreiðar Már því sýknaður. Um er að ræða síðasta hrunmálið, eða síðustu ákæruna sem héraðssaksóknari, áður sérstakur saksóknari, gaf út tengda meintum brotum í bankakerfinu á árunum fyrir hrun bankanna haustið 2008.
Hrunið Dómsmál Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Sjá meira