Formenn flokkanna ræddu launahækkanir í dag Kjartan Kjartansson skrifar 14. apríl 2020 20:00 Halldóra Mogensen, formaður þingflokks Pírata. Vísir/Vilhelm Fyrirhugaðar launahækkanir ráðherra og þingmanna voru ræddar á fundi formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi í morgun. Halldóra Mogensen, formaður þingflokks Pírata, segir flokk sinn tilbúinn með frumvarp um að fella niður hækkanirnar aðhafist ríkisstjórnin ekkert í málinu. Launahækkun ráðherra, þingmanna og æðstu embættismanna sem tók gildi við upphaf þessa árs á að koma til framkvæmda um mánaðamótin. Píratar hafa lagt til að fella niður þá hækkun og allar aðrar launahækkanir fyrir þingmenn og ráðherra út kjörtímabilið í ljósi efnahagsþrenginga vegna kórónuveirufaldursins. Hækkanirnar voru ræddar á fundi formanna stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á Alþingi með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í morgun. Halldóra sagðist ekki vita hvort einhugur væri á þingi um að fella niður hækkanirnar í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Við viljum gefa fólki tíma til að hugsa aðeins hvernig væri best að fara að þessu. Við erum með frumvarp sem er tilbúið og við hyggjumst leggja það fram ef ríkisstjórnin ákveður að gera ekkert í þessu,“ sagði Halldóra sem vonast til þess að ríkisstjórnin taki af skarið í málinu. Sjá einnig: Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Þingmenn og ráðherrar hafa ekki fengið launahækkun frá árinu 2016 en eftir að kjararáð, sem áður tók ákvarðanir um breytingar á launum æðstu ráðamanna, var lagt niður árið 2018 var samþykkt að þeir fengju árlegar vísitöluhækkanir á launum. Slíkri hækkun sem átti að koma til framkvæmda í júlí í fyrra var frestað vegna lífskjarasamninganna þangað til í janúar á þessu ári. Ekki hefur þó enn verið greitt samkvæmt nýju launatöflunni en það stendur til að gera 1. maí. Þegar er búið að fresta vísitöluhækkun sem átti að taka gildi í sumar fram á næsta ár. Halldóra segir við Vísi að píratar vilji hins vegar fella niður allar hækkanir. „Okkur finnst bara ekki viðeigandi að við séum að hækka núna á þessum tíma þegar allir eru að taka á sig skerðingar í samfélaginu. Þetta eru ekki rétt skilaboð. Við eigum að vera fyrirmynd,“ segir Halldóra. Samkvæmt heimildum Vísis verða launahækkanirnar ræddar aftur á næsta fundi formanna stjórnmálaflokkanna með forsætisráðherra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Tengdar fréttir Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi Katrín Jakobsdóttir bendir á að laun ráðmanna fylgi launaþróun almenna og opinbera markaðarins, geti hækkað og lækkað. 8. apríl 2020 20:00 Launahækkanir ráðamanna með ólíkindum á tímum verkfalla og kórónuveiru Formaður Eflingar segir launahækkanir ráðamanna sýna fram á fáránleika þeirrar beiðni stjórnvalda að allir standi saman átímum kórónuveiru. Hluti þjóðarinnar fái hækkun á ofurlaunum ámeðan meirihlutinn sjái fram áatvinnuleysi, launalækkanir og erfiðari aðstæður í starfi. 8. apríl 2020 12:14 Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hækkaði um tæplega 130 þúsund krónur. 8. apríl 2020 08:00 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Fyrirhugaðar launahækkanir ráðherra og þingmanna voru ræddar á fundi formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi í morgun. Halldóra Mogensen, formaður þingflokks Pírata, segir flokk sinn tilbúinn með frumvarp um að fella niður hækkanirnar aðhafist ríkisstjórnin ekkert í málinu. Launahækkun ráðherra, þingmanna og æðstu embættismanna sem tók gildi við upphaf þessa árs á að koma til framkvæmda um mánaðamótin. Píratar hafa lagt til að fella niður þá hækkun og allar aðrar launahækkanir fyrir þingmenn og ráðherra út kjörtímabilið í ljósi efnahagsþrenginga vegna kórónuveirufaldursins. Hækkanirnar voru ræddar á fundi formanna stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á Alþingi með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í morgun. Halldóra sagðist ekki vita hvort einhugur væri á þingi um að fella niður hækkanirnar í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Við viljum gefa fólki tíma til að hugsa aðeins hvernig væri best að fara að þessu. Við erum með frumvarp sem er tilbúið og við hyggjumst leggja það fram ef ríkisstjórnin ákveður að gera ekkert í þessu,“ sagði Halldóra sem vonast til þess að ríkisstjórnin taki af skarið í málinu. Sjá einnig: Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Þingmenn og ráðherrar hafa ekki fengið launahækkun frá árinu 2016 en eftir að kjararáð, sem áður tók ákvarðanir um breytingar á launum æðstu ráðamanna, var lagt niður árið 2018 var samþykkt að þeir fengju árlegar vísitöluhækkanir á launum. Slíkri hækkun sem átti að koma til framkvæmda í júlí í fyrra var frestað vegna lífskjarasamninganna þangað til í janúar á þessu ári. Ekki hefur þó enn verið greitt samkvæmt nýju launatöflunni en það stendur til að gera 1. maí. Þegar er búið að fresta vísitöluhækkun sem átti að taka gildi í sumar fram á næsta ár. Halldóra segir við Vísi að píratar vilji hins vegar fella niður allar hækkanir. „Okkur finnst bara ekki viðeigandi að við séum að hækka núna á þessum tíma þegar allir eru að taka á sig skerðingar í samfélaginu. Þetta eru ekki rétt skilaboð. Við eigum að vera fyrirmynd,“ segir Halldóra. Samkvæmt heimildum Vísis verða launahækkanirnar ræddar aftur á næsta fundi formanna stjórnmálaflokkanna með forsætisráðherra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Tengdar fréttir Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi Katrín Jakobsdóttir bendir á að laun ráðmanna fylgi launaþróun almenna og opinbera markaðarins, geti hækkað og lækkað. 8. apríl 2020 20:00 Launahækkanir ráðamanna með ólíkindum á tímum verkfalla og kórónuveiru Formaður Eflingar segir launahækkanir ráðamanna sýna fram á fáránleika þeirrar beiðni stjórnvalda að allir standi saman átímum kórónuveiru. Hluti þjóðarinnar fái hækkun á ofurlaunum ámeðan meirihlutinn sjái fram áatvinnuleysi, launalækkanir og erfiðari aðstæður í starfi. 8. apríl 2020 12:14 Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hækkaði um tæplega 130 þúsund krónur. 8. apríl 2020 08:00 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi Katrín Jakobsdóttir bendir á að laun ráðmanna fylgi launaþróun almenna og opinbera markaðarins, geti hækkað og lækkað. 8. apríl 2020 20:00
Launahækkanir ráðamanna með ólíkindum á tímum verkfalla og kórónuveiru Formaður Eflingar segir launahækkanir ráðamanna sýna fram á fáránleika þeirrar beiðni stjórnvalda að allir standi saman átímum kórónuveiru. Hluti þjóðarinnar fái hækkun á ofurlaunum ámeðan meirihlutinn sjái fram áatvinnuleysi, launalækkanir og erfiðari aðstæður í starfi. 8. apríl 2020 12:14
Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hækkaði um tæplega 130 þúsund krónur. 8. apríl 2020 08:00