Hlaut skilorðsbundinn dóm fyrir kynferðislega áreitni í rútu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. mars 2020 19:00 Það var talið dæmda til refsiþyngingar að áreitnin hefði valdið brotaþola andlegum erfiðleikum. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni. Fólst áreitnin í því að hann strauk brjóst skólasystur sinnar, greip um þau, strauk innanvert læri hennar og lagði hönd á klof hennar. Brotið átti sér stað í rútu sem ók frá Skeifunni og niður í miðborg Reykjavíkur, aðfaranótt 25. nóvember 2017, en dæmdi og brotaþoli voru bæði háskólastúdentar á þeim tíma. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, en auk þess að sæta skilorðsbundnum tveggja mánaða fangelsisdómi, var manninum gert að greiða brotaþola 400 þúsund krónur í miskabætur, að viðbættum vöxtum og dráttarvöxtum. Dæmda var einnig gert að greiða allan sakarkostnað málsins. Í dómi héraðsdóms segir að dæmdi hafi skýlaust játað fyrir dómi alla þá háttsemi sem honum var gefin að sök. Eins var litið til þess að maðurinn hefði ekki áður gerst sekur við refsilög og að hann hefði fengið áminningu innan háskóla síns vegna málsins. „Þá verður ráðið af málsgögnum og framkomu ákærða fyrir dómi að hann iðrist mjög gjörða sinna og verður tekið tillit til þess við ákvörðun refsingar,“ segir einnig í dóminum. Þó var það talið dæmda til refsiþyngingar að brotaþoli hefði tekið áreitnina afar nærri sér, og hún valdið henni andlegum erfiðleikum, eftir því sem ráðið varð af greinargerðum sálfræðinga. Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Sjá meira
Karlmaður var í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni. Fólst áreitnin í því að hann strauk brjóst skólasystur sinnar, greip um þau, strauk innanvert læri hennar og lagði hönd á klof hennar. Brotið átti sér stað í rútu sem ók frá Skeifunni og niður í miðborg Reykjavíkur, aðfaranótt 25. nóvember 2017, en dæmdi og brotaþoli voru bæði háskólastúdentar á þeim tíma. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, en auk þess að sæta skilorðsbundnum tveggja mánaða fangelsisdómi, var manninum gert að greiða brotaþola 400 þúsund krónur í miskabætur, að viðbættum vöxtum og dráttarvöxtum. Dæmda var einnig gert að greiða allan sakarkostnað málsins. Í dómi héraðsdóms segir að dæmdi hafi skýlaust játað fyrir dómi alla þá háttsemi sem honum var gefin að sök. Eins var litið til þess að maðurinn hefði ekki áður gerst sekur við refsilög og að hann hefði fengið áminningu innan háskóla síns vegna málsins. „Þá verður ráðið af málsgögnum og framkomu ákærða fyrir dómi að hann iðrist mjög gjörða sinna og verður tekið tillit til þess við ákvörðun refsingar,“ segir einnig í dóminum. Þó var það talið dæmda til refsiþyngingar að brotaþoli hefði tekið áreitnina afar nærri sér, og hún valdið henni andlegum erfiðleikum, eftir því sem ráðið varð af greinargerðum sálfræðinga.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Sjá meira