Morðið í Hafnarfirði: Lögregla var á heimilinu fimm tímum fyrir andlátið Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. apríl 2020 18:30 Lögregla í Hafnarfirði hafði áður verið kölluð til vegna ástands mannsins, sem grunaður er um að hafa orðið móður sinni að bana aðfaranótt mánudags. Fimm klukkustundum síðar er hann talinn hafa raðist á móður sína. Yfirlögregluþjónn segir að ekki hafi verið lagaskilyrði til að fjarlægja manninn af heimilinu í fyrra útkallinu. Embætti héraðssaksóknara hefur verið upplýst um atburðarásina. Maðurinn, sem er um þrítugt, var úrskurðaður í ellefu daga gæsluvarðhald síðasta þriðjudag. Hann er grunaður um að hafa orðið móður sinni að bana á heimili þeirra í Hafnarfirði um klukkan hálf tvö, aðfaranótt mánudagsins 6. apríl. Banameinið er talið vera hnífstunga. Samkvæmt heimildum fréttastofu á maðurinn við geð- og fíknivandamál að stríða. Hann hafði búið hjá móður sinni og stjúpföður um tíma. Þá herma heimildir fréttastofu að móðirin hafi glímt við veikindi og kvöldið áður en hún var myrt höfðu hún og sambýlismaður hennar kallað til lögreglu á heimilið þar sem móðirin gat ekki sofið vegna ástands sonarins. Lögreglumenn mættu á staðinn og voru þar í nokkurn tíma, ræddu við manninn og fóru svo. Tæplega fimm klukkustundum síðar er maðurinn grunaður um að hafa ráðist á móður sína og stjúpföður með þeim afleiðingum að stjúpfaðirinn slasaðist og móðirin lést. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinuVísir/baldur hrafnkell Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn, staðfestir að útkall hafi borist á umrætt heimili, kvöldið áður en konan lést. Hann segir að viðbrögð lögreglu við fyrsta útkallinu hafi þegar sætt skoðun embættisins og ekkert hafi komið fram um að vinnubrögð lögreglumanna hefðu átt að vera með öðrum hætti. Öll samskipti af heimilinu séu til á búkmyndavélum og hafi verið yfirfarin. Mat embættisins sé að ekki hafi verið lagaskilyrði fyrir hendi til að fjarlægja manninn af heimilinu í fyrra skiptið. Hins vegar hafi málavextir verið kynntir Héraðssaksóknara sem muni taka við rannsókn málsins á síðari stigum. Atburðarásin frá því fyrr um kvöldið sé hluti af rannsókn málsins. Þá segir Karl Steinar að stöðugt sé verið að rýna viðbrögð lögreglu í málum sem þessum. Lögreglumál Hafnarfjörður Grunaður um manndráp í Hafnarfirði Tengdar fréttir Einn í gæsluvarðhald í tengslum við andlátið í Hafnarfirði Karlmaður um þrítugt var í kvöld í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í ellefu daga gæsluvarðhald 6. apríl 2020 20:30 Tvö andlát rannsökuð sem sakamál: Aukin hætta á heimilisofbeldi á tímum COVID-19 Tveir karlmenn eru í haldi lögreglu vegna láts konu um sextugt í heimahúsi í Hafnarfirði í nótt. Þriðji karlmaðurinn er í gæsluvarðhaldi í tengslum við lát konu í Sandgerði fyrir rúmri viku. 6. apríl 2020 19:35 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira
Lögregla í Hafnarfirði hafði áður verið kölluð til vegna ástands mannsins, sem grunaður er um að hafa orðið móður sinni að bana aðfaranótt mánudags. Fimm klukkustundum síðar er hann talinn hafa raðist á móður sína. Yfirlögregluþjónn segir að ekki hafi verið lagaskilyrði til að fjarlægja manninn af heimilinu í fyrra útkallinu. Embætti héraðssaksóknara hefur verið upplýst um atburðarásina. Maðurinn, sem er um þrítugt, var úrskurðaður í ellefu daga gæsluvarðhald síðasta þriðjudag. Hann er grunaður um að hafa orðið móður sinni að bana á heimili þeirra í Hafnarfirði um klukkan hálf tvö, aðfaranótt mánudagsins 6. apríl. Banameinið er talið vera hnífstunga. Samkvæmt heimildum fréttastofu á maðurinn við geð- og fíknivandamál að stríða. Hann hafði búið hjá móður sinni og stjúpföður um tíma. Þá herma heimildir fréttastofu að móðirin hafi glímt við veikindi og kvöldið áður en hún var myrt höfðu hún og sambýlismaður hennar kallað til lögreglu á heimilið þar sem móðirin gat ekki sofið vegna ástands sonarins. Lögreglumenn mættu á staðinn og voru þar í nokkurn tíma, ræddu við manninn og fóru svo. Tæplega fimm klukkustundum síðar er maðurinn grunaður um að hafa ráðist á móður sína og stjúpföður með þeim afleiðingum að stjúpfaðirinn slasaðist og móðirin lést. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinuVísir/baldur hrafnkell Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn, staðfestir að útkall hafi borist á umrætt heimili, kvöldið áður en konan lést. Hann segir að viðbrögð lögreglu við fyrsta útkallinu hafi þegar sætt skoðun embættisins og ekkert hafi komið fram um að vinnubrögð lögreglumanna hefðu átt að vera með öðrum hætti. Öll samskipti af heimilinu séu til á búkmyndavélum og hafi verið yfirfarin. Mat embættisins sé að ekki hafi verið lagaskilyrði fyrir hendi til að fjarlægja manninn af heimilinu í fyrra skiptið. Hins vegar hafi málavextir verið kynntir Héraðssaksóknara sem muni taka við rannsókn málsins á síðari stigum. Atburðarásin frá því fyrr um kvöldið sé hluti af rannsókn málsins. Þá segir Karl Steinar að stöðugt sé verið að rýna viðbrögð lögreglu í málum sem þessum.
Lögreglumál Hafnarfjörður Grunaður um manndráp í Hafnarfirði Tengdar fréttir Einn í gæsluvarðhald í tengslum við andlátið í Hafnarfirði Karlmaður um þrítugt var í kvöld í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í ellefu daga gæsluvarðhald 6. apríl 2020 20:30 Tvö andlát rannsökuð sem sakamál: Aukin hætta á heimilisofbeldi á tímum COVID-19 Tveir karlmenn eru í haldi lögreglu vegna láts konu um sextugt í heimahúsi í Hafnarfirði í nótt. Þriðji karlmaðurinn er í gæsluvarðhaldi í tengslum við lát konu í Sandgerði fyrir rúmri viku. 6. apríl 2020 19:35 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira
Einn í gæsluvarðhald í tengslum við andlátið í Hafnarfirði Karlmaður um þrítugt var í kvöld í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í ellefu daga gæsluvarðhald 6. apríl 2020 20:30
Tvö andlát rannsökuð sem sakamál: Aukin hætta á heimilisofbeldi á tímum COVID-19 Tveir karlmenn eru í haldi lögreglu vegna láts konu um sextugt í heimahúsi í Hafnarfirði í nótt. Þriðji karlmaðurinn er í gæsluvarðhaldi í tengslum við lát konu í Sandgerði fyrir rúmri viku. 6. apríl 2020 19:35