Konur ættu ekki að þurfa að vinna á síðasta mánuði meðgöngu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. apríl 2020 11:00 Auður Bjarnadóttir hefur síðustu 20 ár þjálfað konur á meðgöngu. Aðsend mynd „Ég tala svolítið eins og trúboði enda er ég búin að vera að kenna þetta í 20 ár,“ segir jógakennarinn Auður Bjarnadóttir. Auður er eigandi Jógasetursins þar sem margar konur stunda jóga á meðgöngu og eftir fæðingu og var hún viðmælandi í hlaðvarpinu Kviknar. Nýjasti þátturinn nefnist Kroppurinn og er þar talað um allt sem tengist líkamanum á meðgöngu. Að hennar mati ættu konur ekki að þurfa að vinna á síðasta mánuði meðgöngu eins og venjan er að gera hér á landi. Auður segir að jógað hjálpi konum ekki bara með líkamlega líðan heldur líka hugarfarið og öndun, þetta bæði getur hjálpað þeim mikið í fæðingum. „Líkaminn minn kann að fæða barn. Ef ég hugsa já þá opna ég líkamann ef ég hugsa nei þá loka ég líkamanum. Þetta er ekki flókið en það þarf svolítið að þjálfa þetta og vinna sig inn í þetta.“ Alls konar tilfinningar fara af stað Hún segist reglulega fá að heyra frá konum sem segja að jógað hafi bjargað sér andlega. „Þú kemur inn í tímann, möntrurnar mýkja þig, öndunin opnar þig og svo fara alls konar tilfinningar af stað.“ Auður segir mikilvægt að konur gefi sér þennan tíma á meðgöngu, sérstaklega þegar konur hér vinna almennt mjög lengi og eru jafnvel undir miklu álagi á meðgöngunni. Auður hefði viljað sjá þetta breytast. „Við erum eina landið í Skandinavíu, eina landið sem ég veit um í Evrópu þar sem kona má vinna lengur en átta mánuði á meðgöngu. Þetta gamla íslenska, ofurkonan. Þegar þú ert að bera og næra tvo líkama, komin átta mánuði á leið, þá er eðlilegt að þú sért þreytt. Það er eðlilegt að það hafi áhrif á svefninn, sem er auðvitað hluti af heilsu. Ef þú ert þreytt þá er styttra í spennu, ef þú ert þreytt þá er styttra í kvíðann. Ég vil meina að það geti haft áhrif á kostnað í heilbrigðiskerfinu.“ Hún telur að þetta muni jafnast út því minna verði um inngrip. „Konan er betur hvíld, hún er örugg og henni líður vel. Þetta er stærsta lífsreynslan okkar, allt samfélagið á að styðja við þetta.“ Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér fyrir ofan og hefst á mínútu 27:40. Í þættinum ræddi þáttastjórnandinn Andrea Eyland líka við Vigni Bollason kírópraktor í Líf Kírópraktík en hann sérhæfir sig í að hjálpa ófrískum konum. Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland. Kviknar Heilsa Frjósemi Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Ekki meira en bara vinir Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Sjá meira
„Ég tala svolítið eins og trúboði enda er ég búin að vera að kenna þetta í 20 ár,“ segir jógakennarinn Auður Bjarnadóttir. Auður er eigandi Jógasetursins þar sem margar konur stunda jóga á meðgöngu og eftir fæðingu og var hún viðmælandi í hlaðvarpinu Kviknar. Nýjasti þátturinn nefnist Kroppurinn og er þar talað um allt sem tengist líkamanum á meðgöngu. Að hennar mati ættu konur ekki að þurfa að vinna á síðasta mánuði meðgöngu eins og venjan er að gera hér á landi. Auður segir að jógað hjálpi konum ekki bara með líkamlega líðan heldur líka hugarfarið og öndun, þetta bæði getur hjálpað þeim mikið í fæðingum. „Líkaminn minn kann að fæða barn. Ef ég hugsa já þá opna ég líkamann ef ég hugsa nei þá loka ég líkamanum. Þetta er ekki flókið en það þarf svolítið að þjálfa þetta og vinna sig inn í þetta.“ Alls konar tilfinningar fara af stað Hún segist reglulega fá að heyra frá konum sem segja að jógað hafi bjargað sér andlega. „Þú kemur inn í tímann, möntrurnar mýkja þig, öndunin opnar þig og svo fara alls konar tilfinningar af stað.“ Auður segir mikilvægt að konur gefi sér þennan tíma á meðgöngu, sérstaklega þegar konur hér vinna almennt mjög lengi og eru jafnvel undir miklu álagi á meðgöngunni. Auður hefði viljað sjá þetta breytast. „Við erum eina landið í Skandinavíu, eina landið sem ég veit um í Evrópu þar sem kona má vinna lengur en átta mánuði á meðgöngu. Þetta gamla íslenska, ofurkonan. Þegar þú ert að bera og næra tvo líkama, komin átta mánuði á leið, þá er eðlilegt að þú sért þreytt. Það er eðlilegt að það hafi áhrif á svefninn, sem er auðvitað hluti af heilsu. Ef þú ert þreytt þá er styttra í spennu, ef þú ert þreytt þá er styttra í kvíðann. Ég vil meina að það geti haft áhrif á kostnað í heilbrigðiskerfinu.“ Hún telur að þetta muni jafnast út því minna verði um inngrip. „Konan er betur hvíld, hún er örugg og henni líður vel. Þetta er stærsta lífsreynslan okkar, allt samfélagið á að styðja við þetta.“ Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér fyrir ofan og hefst á mínútu 27:40. Í þættinum ræddi þáttastjórnandinn Andrea Eyland líka við Vigni Bollason kírópraktor í Líf Kírópraktík en hann sérhæfir sig í að hjálpa ófrískum konum. Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar Heilsa Frjósemi Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Ekki meira en bara vinir Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Sjá meira