Áhrif COVID-19 á ungmenni Valgerður Eyja Eyþórsdóttir skrifar 8. apríl 2020 14:45 Eins og allir vita þá hefur Covid-19 haft mikil áhrif á allan heiminn og þar á meðal skólagöngu margra. Víða um heim hefur skólum verið lokað en hér á Íslandi höfum við reynt að halda skólastarfinu gangandi en í mjög breyttri mynd. Ég er ein þeirra sem mun útskrifast úr grunnskóla eftir 10 ára skólagöngu í vor. Þannig mun stórum og mikilvægum kafla í lífi mínu senn ljúka og annar taka við. Á sama tíma hefur þessi faraldur skapað mikla óvissu og hafa margar spurningar vaknað um framhaldið. Eins og svo margir aðrir bjóst ég aldrei við þessum enda á grunnskólagöngunni. Óvissuástand Framhaldsskólakynningarnar sem voru rétt að byrja, hvað verður um þær? Hvað með árshátíðirnar sem voru framundan? Hvernig verður námsmati háttað? Verður umsóknarfrestur í framhaldsskóla framlengdur? Hvað með útskriftir og útskriftarferðir okkar 10.bekkinga? Hvað með vinnu fyrir okkur ungmennin í sumar í þessu sögulega ástandi þegar atvinnuleysi hefur nánast aldrei mælst meira? Kannski skipta þessar vangaveltur ekki máli í stóra samhenginu þegar margir hafa veikst og margir hverjir berjast fyrir lífi sínu. Það er samt mikilvægt að það sé hlustað á vangaveltur okkar unga fólksins og við vinnum að sameiginlegum lausnum í stað þess að fresta öllu og hætta við. Jafnvægi í daglegu lífi Við höfum verið að stíga stór skref með aðstoð tækninnar í skólastarfinu og allir mjög opnir fyrir því að nýta sér allt það góða sem tæknibyltingin hefur fært okkur. Af því tilefni vil ég benda áhugasömum á efni sem við fulltrúar ungmenna í Evrópuráði um örugga netnotkun tókum saman og má finna á Insight2act.net. Á tímum sem þessum er mikilvægt að halda eins venjulegri rútínu og hægt er og reyna að viðhalda jákvæðu hugarfari því þetta er ekki auðvelt en við erum öll að reyna að gera okkar allra besta á þessum skrítnu tímum. Gott er líka að hafa í huga þar sem margt hefur færst á netið að við gætum þess að halda góðu jafnvægi á milli þessara tveggja heima þ.e. net- og raunheima og við pössum upp á líkamlega og andlega heilsu okkar. Við þurfum líka að muna að gæta þess að netsamskipti komi ekki alveg í veg fyrir félagsleg samskipti, alla vega þegar ástandið batnar. Höfundur er nemandi í 10. bekk í Álftanesskóla og fulltrúi í UngSaft, ungmennaráði SAFT – Samfélag, fjölskylda og tækni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og allir vita þá hefur Covid-19 haft mikil áhrif á allan heiminn og þar á meðal skólagöngu margra. Víða um heim hefur skólum verið lokað en hér á Íslandi höfum við reynt að halda skólastarfinu gangandi en í mjög breyttri mynd. Ég er ein þeirra sem mun útskrifast úr grunnskóla eftir 10 ára skólagöngu í vor. Þannig mun stórum og mikilvægum kafla í lífi mínu senn ljúka og annar taka við. Á sama tíma hefur þessi faraldur skapað mikla óvissu og hafa margar spurningar vaknað um framhaldið. Eins og svo margir aðrir bjóst ég aldrei við þessum enda á grunnskólagöngunni. Óvissuástand Framhaldsskólakynningarnar sem voru rétt að byrja, hvað verður um þær? Hvað með árshátíðirnar sem voru framundan? Hvernig verður námsmati háttað? Verður umsóknarfrestur í framhaldsskóla framlengdur? Hvað með útskriftir og útskriftarferðir okkar 10.bekkinga? Hvað með vinnu fyrir okkur ungmennin í sumar í þessu sögulega ástandi þegar atvinnuleysi hefur nánast aldrei mælst meira? Kannski skipta þessar vangaveltur ekki máli í stóra samhenginu þegar margir hafa veikst og margir hverjir berjast fyrir lífi sínu. Það er samt mikilvægt að það sé hlustað á vangaveltur okkar unga fólksins og við vinnum að sameiginlegum lausnum í stað þess að fresta öllu og hætta við. Jafnvægi í daglegu lífi Við höfum verið að stíga stór skref með aðstoð tækninnar í skólastarfinu og allir mjög opnir fyrir því að nýta sér allt það góða sem tæknibyltingin hefur fært okkur. Af því tilefni vil ég benda áhugasömum á efni sem við fulltrúar ungmenna í Evrópuráði um örugga netnotkun tókum saman og má finna á Insight2act.net. Á tímum sem þessum er mikilvægt að halda eins venjulegri rútínu og hægt er og reyna að viðhalda jákvæðu hugarfari því þetta er ekki auðvelt en við erum öll að reyna að gera okkar allra besta á þessum skrítnu tímum. Gott er líka að hafa í huga þar sem margt hefur færst á netið að við gætum þess að halda góðu jafnvægi á milli þessara tveggja heima þ.e. net- og raunheima og við pössum upp á líkamlega og andlega heilsu okkar. Við þurfum líka að muna að gæta þess að netsamskipti komi ekki alveg í veg fyrir félagsleg samskipti, alla vega þegar ástandið batnar. Höfundur er nemandi í 10. bekk í Álftanesskóla og fulltrúi í UngSaft, ungmennaráði SAFT – Samfélag, fjölskylda og tækni.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun