Segja innheimtufélag smálánafyrirtækja hafa brotið lög Kjartan Kjartansson skrifar 14. maí 2020 17:54 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, sem heyja baráttu gegn smálánastarfsemi um þessar mundir. Vísir/Vilhelm Úrskurðarnefnd lögmanna er sögð hafa komist að þeirri niðurstöðu að Almenn innheimta, sem starfað hefur fyrir smálánafyrirtæki, hafið brotið innheimtulög. Neytendasamtökin segja að engu að síður sé engin leið til þess að stöðva það sem þau telja ólöglega innheimtu smálána. Í tilkynningu frá Neytendasamtökunum kemur fram að úrskurðarnefnd lögmanna hafi komist að þessari niðurstöðu í úrskurðum vegna tveggja kvartana sem henni bárust vegna Almennrar innheimtu sem er í eigu lögmannsins Gísla Kr. Björnssonar. Úrskurðirnir hafa ekki verið birtir á vefsíðu úrskurðarnefndarinnar. Stjórnendur smálanafyrirtækja og Almenn innheimta hétu því í fyrra að vextir af lánum þeirra færu ekki lengur yfir hámarksgjöld á Íslandi og að aðeins yrðu rukkaðir hæstu vextir samkvæmt lögum. Var því þá haldið fram að hætt væri að innheimta eldri lán á hærri vöxtum. Kvartanir hafa þó komið fram um að slík lán séu enn innheimt þrátt fyrri loforð og gagnrýni Neytendasamtakanna. Í öðru málinu sem kom fyrir úrskurðarnefndina komist hún að þeirri niðurstöðu að háttsemi Almennrar innheimtu að klæða innheimtu í búning lögheimtu sé aðfinnsluverð þar sem ljóst hafi verið að innheimtan hafi ekki verið undanfari réttarfarsaðgerða eins og dómsmáls. Innheimtan heyri því undir innheimtulög og þá gildi reglur um hámarkskostnað innheimtu sem Almenn innheimta hafi brotið. Áminnti nefndin Gísla og vísaði sérstaklega til þess að hann hafi sætt aðfinnslum nefndarinnar vegna brota á góðum innheimtuháttum og með hliðsjón af alvarleika brotanna. Nefndin vísaði aftur á móti frá kröfum kvartandans um að innheimtan yrði stöðvuð tafarlaust og að oftekinn innheimtukostnaður yrði endurgreiddur. Telja þátt Creditinfo óásættanlegan Í öðru máli gerði nefndin athugasemdir við starfshætti Almennrar innheimtu hvað varðaði skráningu á vanskilaskrá Creditinfo, að sögn Neytendasamtakanna. Lántaki hafi óskað eftir að fá skýrt yfirlit og sundurliðun yfir kröfur Almennrar innheimtu en fyrirtækið hafi gefið sér 90 daga til að skila gögnunum. Í millitíðinni hafi lántakanum verið hótað með vanskilaskráningu en á sama tíma boðið að greiða helming kröfunnar á móti því að skuldin yrði felld niður. „Lántakandi hafði ofgreitt ólöglega vexti svo nam hundruðum þúsunda og taldi sig þvert á móti eiga inni kröfu á smálánafyrirtækið og gekk ekki að þessum „samningi“,“ segja Neytendasamtökin. Úrskurðarnefndin hafi talið þessa háttsemi að hóta vanskilaskráningu, án þess að viðkomandi hafi fengið tilskilin gögn í hendur, aðfinnsluverða. „Niðurstaðan í þessum tveimur málum sýnir svo ekki verður um villst að innheimtustarfsemi þrífst án raunverulegs eftirlits og viðurlaga. Það eitt og sér er gróft brot á neytandarétti og hafa Neytendasamtökin ítrekað bent á þessar brotalamir í lögum. Nú þarf löggjafinn að hysja upp um sig buxurnar,“ segir í tilkynningu samtakanna. Neytendasamtökin gagnrýna einnig Creditinfo og segja þátt fyrirtækisins í innheimtu ólögmætra smálaána undanfarin ár óásættanlegan. Smálán Neytendur Tengdar fréttir Krefjast lögbanns á smálánafyrirtæki Gísla Neytendasamtökin hafa krafist þess að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu leggi lögbann við því að Almenn innheimta ehf. og Gísli Kr. Björnsson innheimti kröfur vegna ólögmætra smálána. 12. september 2019 13:28 Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Sjá meira
Úrskurðarnefnd lögmanna er sögð hafa komist að þeirri niðurstöðu að Almenn innheimta, sem starfað hefur fyrir smálánafyrirtæki, hafið brotið innheimtulög. Neytendasamtökin segja að engu að síður sé engin leið til þess að stöðva það sem þau telja ólöglega innheimtu smálána. Í tilkynningu frá Neytendasamtökunum kemur fram að úrskurðarnefnd lögmanna hafi komist að þessari niðurstöðu í úrskurðum vegna tveggja kvartana sem henni bárust vegna Almennrar innheimtu sem er í eigu lögmannsins Gísla Kr. Björnssonar. Úrskurðirnir hafa ekki verið birtir á vefsíðu úrskurðarnefndarinnar. Stjórnendur smálanafyrirtækja og Almenn innheimta hétu því í fyrra að vextir af lánum þeirra færu ekki lengur yfir hámarksgjöld á Íslandi og að aðeins yrðu rukkaðir hæstu vextir samkvæmt lögum. Var því þá haldið fram að hætt væri að innheimta eldri lán á hærri vöxtum. Kvartanir hafa þó komið fram um að slík lán séu enn innheimt þrátt fyrri loforð og gagnrýni Neytendasamtakanna. Í öðru málinu sem kom fyrir úrskurðarnefndina komist hún að þeirri niðurstöðu að háttsemi Almennrar innheimtu að klæða innheimtu í búning lögheimtu sé aðfinnsluverð þar sem ljóst hafi verið að innheimtan hafi ekki verið undanfari réttarfarsaðgerða eins og dómsmáls. Innheimtan heyri því undir innheimtulög og þá gildi reglur um hámarkskostnað innheimtu sem Almenn innheimta hafi brotið. Áminnti nefndin Gísla og vísaði sérstaklega til þess að hann hafi sætt aðfinnslum nefndarinnar vegna brota á góðum innheimtuháttum og með hliðsjón af alvarleika brotanna. Nefndin vísaði aftur á móti frá kröfum kvartandans um að innheimtan yrði stöðvuð tafarlaust og að oftekinn innheimtukostnaður yrði endurgreiddur. Telja þátt Creditinfo óásættanlegan Í öðru máli gerði nefndin athugasemdir við starfshætti Almennrar innheimtu hvað varðaði skráningu á vanskilaskrá Creditinfo, að sögn Neytendasamtakanna. Lántaki hafi óskað eftir að fá skýrt yfirlit og sundurliðun yfir kröfur Almennrar innheimtu en fyrirtækið hafi gefið sér 90 daga til að skila gögnunum. Í millitíðinni hafi lántakanum verið hótað með vanskilaskráningu en á sama tíma boðið að greiða helming kröfunnar á móti því að skuldin yrði felld niður. „Lántakandi hafði ofgreitt ólöglega vexti svo nam hundruðum þúsunda og taldi sig þvert á móti eiga inni kröfu á smálánafyrirtækið og gekk ekki að þessum „samningi“,“ segja Neytendasamtökin. Úrskurðarnefndin hafi talið þessa háttsemi að hóta vanskilaskráningu, án þess að viðkomandi hafi fengið tilskilin gögn í hendur, aðfinnsluverða. „Niðurstaðan í þessum tveimur málum sýnir svo ekki verður um villst að innheimtustarfsemi þrífst án raunverulegs eftirlits og viðurlaga. Það eitt og sér er gróft brot á neytandarétti og hafa Neytendasamtökin ítrekað bent á þessar brotalamir í lögum. Nú þarf löggjafinn að hysja upp um sig buxurnar,“ segir í tilkynningu samtakanna. Neytendasamtökin gagnrýna einnig Creditinfo og segja þátt fyrirtækisins í innheimtu ólögmætra smálaána undanfarin ár óásættanlegan.
Smálán Neytendur Tengdar fréttir Krefjast lögbanns á smálánafyrirtæki Gísla Neytendasamtökin hafa krafist þess að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu leggi lögbann við því að Almenn innheimta ehf. og Gísli Kr. Björnsson innheimti kröfur vegna ólögmætra smálána. 12. september 2019 13:28 Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Sjá meira
Krefjast lögbanns á smálánafyrirtæki Gísla Neytendasamtökin hafa krafist þess að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu leggi lögbann við því að Almenn innheimta ehf. og Gísli Kr. Björnsson innheimti kröfur vegna ólögmætra smálána. 12. september 2019 13:28