Þorbjörg Sigríður fyllir skarð Þorsteins í þingflokki Viðreisnar Atli Ísleifsson skrifar 8. apríl 2020 08:45 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir hefur starfað sem saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara. Viðreisn Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara og varaþingmaður, mun taka við sæti Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar, þegar hann lætur af þingmennsku þann 14. apríl næstkomandi. Þorsteinn greindi forseta Alþingis frá því í gær og svo opinberlega í morgun að hann hugðist segja af sér þingmennsku og hverfa aftur til starfa í atvinnulífinu síðar í mánuðinum. Hann mun einnig láta af varaformennsku í flokknum. Í tilkynningu frá Viðreisn kemur fram að Þorbjörg sé lögfræðingur að mennt frá Háskóla Íslands, auk þess að hafa lokið framhaldsnámi í lögfræði frá Columbia í New York. Hún var aðstoðarmaður Þorsteins Víglundssonar þegar hann gegndi embætti félags- og jafnréttismálaráðherra, auk þess að hafa verið pistlahöfundur á Fréttablaðinu. Þorsteinn Víglundsson.Vísir/vilhelm Hefur gaman af krefjandi verkefnum Haft eftir Þorbjörgu að hún hafi gaman af krefjandi verkefnum, komi úr þannig starfsumhverfi og finnist spennandi að fá núna að takast á við verkefni Alþingis. „Ég trúi á að hlutirnir sem máli skipta í lífinu eigi það sameiginlegt að vera krefjandi. Þingflokkur Viðreisnar er skemmtilegur og sterkur hópur, sem mér finnst frábært að verða núna hluti af. Auðvitað er síðan sérstakt að taka sæti á Alþingi með þau verkefni sem koma í kjölfar þess að faraldur er að breyta heiminum. Mér hefur fundist samstaða og samkennd einkenna fyrstu skref. Og ætla að leggja mitt af mörkum með þessi stef að leiðarljósi og frjálslyndar áherslur Viðreisnar.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Vont að sjá góðan liðsfélaga fara af þingi Einnig er haft eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar, að sér þyki að sjálfsögðu vont að sjá góðan liðsfélaga fara af þingi en á sama tíma sé spennandi að fá öfluga og reynslumikla manneskju sem hún viti að hafi bæði kraftinn og hjartað á réttum stað. „Þingflokkur Viðreisnar vinnur áfram þétt saman að þeim mikilvægu málum sem á okkur brenna. Við Þorsteinn höfum átt langt og farsælt samstarf og hann er einn af mínum nánari vinum. Um leið og ég sé eftir Þorsteini af þinginu hlakka ég til samstarfs við Þorbjörgu, sem nú kemur inn í þingflokkinn með mikilvæga reynslu sem ég veit að mun nýtast okkur,” er haft eftir Þorgerði Katrínu. Vistaskipti Viðreisn Alþingi Tengdar fréttir Þorsteinn Víglundsson segir af sér þingmennsku Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku og sem varavormaður flokksins. 8. apríl 2020 08:09 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara og varaþingmaður, mun taka við sæti Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar, þegar hann lætur af þingmennsku þann 14. apríl næstkomandi. Þorsteinn greindi forseta Alþingis frá því í gær og svo opinberlega í morgun að hann hugðist segja af sér þingmennsku og hverfa aftur til starfa í atvinnulífinu síðar í mánuðinum. Hann mun einnig láta af varaformennsku í flokknum. Í tilkynningu frá Viðreisn kemur fram að Þorbjörg sé lögfræðingur að mennt frá Háskóla Íslands, auk þess að hafa lokið framhaldsnámi í lögfræði frá Columbia í New York. Hún var aðstoðarmaður Þorsteins Víglundssonar þegar hann gegndi embætti félags- og jafnréttismálaráðherra, auk þess að hafa verið pistlahöfundur á Fréttablaðinu. Þorsteinn Víglundsson.Vísir/vilhelm Hefur gaman af krefjandi verkefnum Haft eftir Þorbjörgu að hún hafi gaman af krefjandi verkefnum, komi úr þannig starfsumhverfi og finnist spennandi að fá núna að takast á við verkefni Alþingis. „Ég trúi á að hlutirnir sem máli skipta í lífinu eigi það sameiginlegt að vera krefjandi. Þingflokkur Viðreisnar er skemmtilegur og sterkur hópur, sem mér finnst frábært að verða núna hluti af. Auðvitað er síðan sérstakt að taka sæti á Alþingi með þau verkefni sem koma í kjölfar þess að faraldur er að breyta heiminum. Mér hefur fundist samstaða og samkennd einkenna fyrstu skref. Og ætla að leggja mitt af mörkum með þessi stef að leiðarljósi og frjálslyndar áherslur Viðreisnar.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Vont að sjá góðan liðsfélaga fara af þingi Einnig er haft eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar, að sér þyki að sjálfsögðu vont að sjá góðan liðsfélaga fara af þingi en á sama tíma sé spennandi að fá öfluga og reynslumikla manneskju sem hún viti að hafi bæði kraftinn og hjartað á réttum stað. „Þingflokkur Viðreisnar vinnur áfram þétt saman að þeim mikilvægu málum sem á okkur brenna. Við Þorsteinn höfum átt langt og farsælt samstarf og hann er einn af mínum nánari vinum. Um leið og ég sé eftir Þorsteini af þinginu hlakka ég til samstarfs við Þorbjörgu, sem nú kemur inn í þingflokkinn með mikilvæga reynslu sem ég veit að mun nýtast okkur,” er haft eftir Þorgerði Katrínu.
Vistaskipti Viðreisn Alþingi Tengdar fréttir Þorsteinn Víglundsson segir af sér þingmennsku Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku og sem varavormaður flokksins. 8. apríl 2020 08:09 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson segir af sér þingmennsku Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku og sem varavormaður flokksins. 8. apríl 2020 08:09